Stúdentablaðið - desember 2021

Page 10

Grein / Article

Árni Pétur Árnason & Íris Björk Össur

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

THE STUDENT PAPER

About Socrates

Við erum almennt frekar týnd í lífinu. Sem betur fer er til fólk sem líta má upp til, sjá hve miklu betur því gengur og svo herma eftir því. Þetta getur verið hver sem er ef aðilinn heldur úti frábærri Insta­gram-síðu. Þetta fólk kallast áhrifavaldar. Við sem meðal­ manneskjur höfum ekki áhrif á nema stöku hræðu í okkar nærum­ hverfi en svo er til fólk sem hefur híft upp um sig buxurnar og sinnir lífstíl áhrifa­valdsins af einskærri fagmennsku. Til þessarar elítu má, meðal annarra, telja Patrek Jaime, Sunnevu Einars og Kardashian fjöl­skylduna en í fylgjendahópum þeirra má finna aragrúa alþýðulýðs úr öllum heimshornum. Maður nokkur sem mörg gleyma ef til vill, hvers áhrifavald var svo mikið meðal almennings að yfirvöldum stóð stuggur af, var Sókrates, fyrsti áhrifavaldurinn, sem var svo langt á undan sínum samtíma að hann var næstum því á morgun. Í samræðum Platóns birtist Sókrates okkur sem geðprúður sérvitringur. Það þýðir þó ekki að hann hafi ekki „beef-að“ við mann og annan. Í Gorgíasi segir Platón okkur frá rifrildi Sókratesar við hóp sófista¹. Fremstur þeirra var Pólos, nemandi Gorgíasar, en hann var á vissan hátt Kim K síns tíma. Sókrates var þá auðvitað Taylor Swift í þessu samhengi en á milli þeirra var gríðarmikið „beef“ þó báðir væru á ketó. Umfjöllunarefni þessa rifrildis var eðli ræðumennsk­ unnar, hvort hún væri iðn eða kúnst, en það var einungis liður í löngum deilum Sókratesar og sófistanna. Síðari tíma fræðimenn og leikskáld (Aristófanes þeirra á meðal) töldu að Sókrates hefði sjálfur þegið laun fyrir fræðakennslu, þrátt fyrir að hann hefði reglulega gagnrýnt Sófistana fyrir það. Það væri þá náttúrulega ekkert nema hræsni, sambærileg því að áhrifavaldur nútímans auglýsti „spons­ oreraðar“ vörur en upplýsti ekki um það. Sjálfur mælti Sókrates gegn duldum auglýsingum í Lakesi þar sem hann færði rök gegn því að herþjónusta yrði gerð að hluta framhaldsnáms. Andmælendur hans voru herforingjarnir Níkías og Lakes auk annarra. Sókrates staðsetur sig þar skýrt sem miðstóran áhrifavald, þ.e. hann hefur ekki sama áhrifavald og stórfyrirtæki á borð við Marvel Studios (sem hefur starfað náið með bandaríska hernum síðustu áratugi) en hann er vissulega á þeim stað að hann getur andmælt hernaðaryfirvöldum fullum hálsi. Svo fór þó að Sókrates var tekinn af lífi fyrir að andmæla herforingjastjórn hinna 30 einráða og lýðræðisstjórninni sem fylgdi og má bera það saman við hvernig John Cena var eitt sinn neyddur til að birta langa af­sökunarbeiðni til kínversku þjóðarinnar eftir að hann ýjaði að því að Taívan væri sjálfstætt ríki. Einn þessara 30 einráða var Krítías sem er einmitt viðmælandi Sókratesar í samnefndu verki. Í Krítíasi rekur Platón söguna af tilurð, viðgangi og endalokum hinnar goðasagnakenndu borgar Atlantis. Sú saga er önnur útgáfa af hamfaraflóðssögunni sem rekin er í Biblíunni, Þeógóníu Hesíódosar og fleiri ritum en orsökin er alltaf sú sama: spilling mannkyns. Þetta er auðvitað ekkert annað en þegar áhrifa­ valdar tala fyrir heilbrigðari lífsstíl, náttúruvernd og því að vera góður við dýrin. Sókrates var í raun það sem væri nú til dags kallað lífsstíls­gúrú. Hann var hlynntur ákveðnum lífsstíl og líkt og margar TikTokstjörnur var hann óhræddur við að dreifa hugmyndum sínum. Hann trúði á alheimsbylgjurnar sem ráða lífi okkar allra, líkt og stjörnu­ spekingar nútímans, og má segja að birtingarmynd þessa sé helst í Lýsis þar sem hann færir rök fyrir því að tveir menn geti einungis verið vinir, séu sálir þeirra sambærilegar. Samstarf tveggja áhrifa­ valda geti sömuleiðis aðeins borið árangur ef báðir hafa lík vöru­ merki, líkt og áhrifavaldasamstarfið Áttan. Sömuleiðis sagði hann að við mannkynið værum bara mismunandi, ófullkomnar birtingar­ myndir hinnar fullkomnu frummyndar mannsins². Sálin sé millivegur þessara tveggja forma en líkaminn geymsluhólkur sem líkja má

Um Sókrates

Sókrates var fyrsti áhrifavaldurinn Socrates Was the First Influencer Sókrates (Σωκράτης) (sirka 470-399 f.Kr.) var aþenskur heimspekingur. Hann er jafnan álitinn faðir vestrænnar heimspeki og fyrsti siðfræðing­ urinn. Sjálfur skrifaði hann engin verk sem varðveist hafa og öll okkar þekking á hugmyndum hans kemur frá lærisveinum hans, Platón og Xenófon. Þessi verk eru sett fram sem samræður (διάλογος, dialogos) sem bera jafnan nöfn viðmælenda Sókratesar, og áhrifa þeirrar fram­setningar gætti langt fram á aldir eins og sjá má til dæmis í Eddu Snorra Sturlu­sonar. Árið 399 f.Kr. var hann dæmdur fyrir að spilla æskulýðnum og hafna ríkjandi trúarhugmyndum. Hann var dæmdur til dauða og þrátt fyrir tilraunir náinna vina neitaði hann að flýja. Svo fór að hann drakk óðjurtareitur og lést í haldi yfirvalda, þá 71 árs að aldri. Socrates (Σωκράτης) (circa 470-399 BC) was an Athenian philos-­ opher. He is traditionally considered the father of Western philosophy and the first ethicist. He didn’t write any works himself that were preserved, so all our knowledge about his ideas comes from his disci­ples, Plato and Xenophon. These works are presented in the form of dialogues (διάλογος, dia­logos) that traditionally carry the names of Socrates’ inter­locutors. The influence of this form can be traced for centuries, as can be seen, for example, in Edda by Snorri Sturluson. In 399 BC, he was sentenced for corrupting the youth and rejecting dominant religious ideas. He was sentenced to death and, de­spite the attempts of close friends, refused to escape the pun­ish­ment. So, he drank hemlock poison and died in the custody of authorities at 71 years of age.

We are pretty lost in life. Fortunately, we have people whom we can look up to, see how much better they are and mimic their be­havior. This could be anyone as long as the person maintains an Instagram page. These people are called influencers. We, the aver­age folks, don’t influence anyone except for a handful of people in our micro-environment, but there are people who got their act together and pursued the lifestyle of the influencer with sheer pro­fessionalism. To this elite belong Patrek Jaime, Sunneva Einars and the Kardash­ian family. Among their followers one may find a myriad of common people from all over the world. However, many forget that there was once a man called Socrates, whose influence among the public was so great the authorities were frightened by it. He was the first in­fluencer, so far ahead of his contemporaries, he was almost living in tomorrow. In the dialogues of Plato, Socrates appears as a laid-back eccentric. But it does not mean that he did not have “beef” with other people. In Gorgias, Plato tells a tale about Socrates’ argument with a group of sophists.¹ Their leader was Polus, a student of Gorgias, who was in a way the Kim K of his time. Socrates was, of course, Taylor Swift in this context, the “beef” between them was massive, though they were both on keto. The topic of this argu­ment was the nature of rhetoric; whether it should be a craft or an art. It was the sole topic in long disputes between Socrates and sophists. Later scholars and playwrights (Aristophanes among them) suspected that Socrates himself had accepted payments for his teaching, even though he had constantly criticized sophists for that. Then it would be nothing but hypocrisy, comparable to mod­ern influencers advertising “sponsored” products without a full disclosure. Socrates spoke against hidden advertisements in Laches, in which he argued against military service as a part of education. His opponents were the generals Nicias and Laches, as well as others. Socrates was clearly a mid-level influencer, i.e. he was not as big as corporations such as Marvel Studios (who have worked closely with the American military over the past few decades), but he was cer­tainly at the point where he could stridently object to the military authorities. Despite that he was executed for opposing the govern­ ment of Thirty Tyrants and the democratic government after them, which can be compared to John Cena who was once compelled to publish a lengthy apology to the people of China after he alluded that Taiwan was an independent state.

10


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Áhyggjur ungs fólks á Norðurslóðum

10min
pages 79-80

ٹھنڈی ہواؤں میں لہر تا ہوا دوپٹہ

12min
pages 76-77

Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla

3min
page 78

Staromod(er)no Prjónað af ást

12min
pages 69-71

Heimildarmyndir til að horfa á í jólafríinu

7min
pages 74-75

Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu

10min
pages 66-68

Anna og Snædís kynna leikárið 2021 2022

9min
pages 64-65

Hjarta í miðju háskólasamfélagsins

13min
pages 60-63

Українське Різдво. Православний Геловін

17min
pages 56-59

Er viðtal í gangi?

15min
pages 48-51

Ο «Ελληνικός» Άι Βασίλης

8min
pages 52-53

Íslenska jólabókaflóðið er einstakt

9min
pages 43-45

Að vera utanaðkomandi

6min
pages 41-42

Bókmenntahorn ritstjórnar

8min
pages 46-47

Babelbókasafn Borges

9min
pages 37-38

Útópía MC Myasnoi

8min
pages 30-31

Að lifa íslenska veturinn af

7min
pages 12-13

Sókrates var fyrsti áhrifavaldurinn

11min
pages 10-11

Nýtt líf í nýju landi

8min
pages 28-29

Ávarp ritstýru

11min
pages 5-7

Ávarp alþjóðafulltrúa LÍS

4min
pages 26-27

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

4min
page 21

Uppáhalds orð erlendra nema á íslensku

4min
pages 8-9

Þýðingamikil alþjóðareynsla

8min
pages 19-20
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.