Stúdentablaðið - desember 2021

Page 26

Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Ávarp alþjóðafulltrúa LÍS Address from the International Officer of LÍS Ég heiti Erla Guðbjörg og er alþjóðafulltrúi LÍS, Landssamtaka Ís­lenskra Stúdenta, og læknanemi á fjórða ári í Kýpur. Alþjóðafulltrúi hefur margvíslegar skyldur og mun ég greina frá þeim hér að neðan. Alþjóðafulltrúi sér um öll alþjóðleg verkefni LÍS. Ég útskýri oft mitt helsta hlutverk sem milliliður þar sem vinna mín felst mikið til í því að flytja þekkingu milli staða. Ég sæki alþjóðlegar ráðstefnur, fundi og samráð, miðla upplýsingunum svo aftur til Íslands og til okkar aðildarfélaga. Með þessari vitneskju reynum við svo að bæta hag íslenskra stúdenta, til dæmis með því að skrifa yfirlýsingar. Al­þjóðafulltrúi sér einnig um að koma upplýsingum frá Íslandi á fram­færi erlendis. Þá geri ég mitt besta til að miðla þekkingu, gildum og sjónarmiðum okkar fulltrúaráðs til að bæta aðstæður stúdenta á stærri mælikvarða. Meðal ábyrgða alþjóðafulltrúa er einnig að vera annar tveggja verkefnastjóra Student Refugees Iceland (SRI). SRI var upprunalega verkefni stofnað í Danmörku en varð hluti af störfum LÍS árið 2019. SRI er byggt á þeim grundvelli að öll hafi rétt til menntunar, líkt og kveður á um í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. SRI vinnur að því að tryggja öllum sanngjarna gæðamenntun og stuðla að tækifærum til símenntunar fyrir öll. Sjálfboðaliðar SRI hjálpa flóttafólki og hælisleitendum að sækja um háskólanám á Íslandi, veita þeim upplýsingar um umsóknarferlið og hvaða hindranir gætu staðið í vegi fyrir þeim. Alþjóðafulltrúi hefur líka umsjón með Alþjóðanefnd LÍS. Ég er heppin að sitja yfir nefnd skipaða fjórum snjöllum og metnaðar­ fullum einstaklingum. Nefndin fundar einu sinni eða tvisvar í mánuði til að undirbúa væntanlega viðburði með því að lesa yfirlýsingar, gera breytingartillögur og deila hugmyndum. Í augnablikinu erum við að búa okkur undir stjórnarfund Samtaka Evrópskra stúdenta (e. European Student Union, ESU) þar sem við vonumst til að standa vörð um og styrkja félagslega stöðu námsmanna og rétt þeirra til náms. Síðan í mars 2020 hefur vinna alþjóðafulltrúa farið fram með rafrænum hætti. Þrátt fyrir margar breytingar frá upphafi farald­ ursins, kemur í ljós að alþjóðlegt samstarf og samskipti hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt núna. Þau brýnu mál sem við stöndum nú frammi fyrir, þ.e. Covid-19 og loftslagsmálin, eru heimsmál sem krefjast lausna strax. Við höfum ekki tíma til þess að bíða eftir því að hver þjóð fyrir sig finni upp hjólið. Við verðum að tala hvort við annað. Eina leiðin til að berjast fyrir framtíð okkar með góðum árangri er með því að skiptast á skoðunum og miðla hugmyndum yfir landamæri og höf.

THE STUDENT PAPER

Mynd / Photo Aðsend frá höfundi / Submitted by author

Grein / Article

My name is Erla Guðbjörg and I am the International Officer of LÍS, the National Union of Icelandic Students, and a fourth year medical student in Cyprus. The International Officer has many responsi­bilities and I will try my best to introduce you to some of them in this article. The International Officer oversees the international work of LÍS. I often explain the main role of the International Officer as a middleman, since a lot of my work revolves around transferring knowledge from one place to another. I attend international con­fer­ences, meetings and consultations, and then relay the information back to Iceland through LÍS and our member associations. With this knowledge, we try to better the environment of Icelandic students, e.g. by writing statements. However, the International Officer also relays information from Iceland abroad. There, I try my best to transfer the knowledge, values and perspective of our representative council to try to better the student environment at a larger scale. Another responsibility of the International Officer includes being one of the two project managers of Student Refugees Iceland (SRI). SRI is a project that was originally established in Denmark, but LÍS incorporated it into its work in 2019. SRI is created on the basis that everyone has a right to education, as is stated in the Uni­versal Declaration of Human Rights. SRI works to ensure inclusive and equitable quality education and promote lifelong learning op­por­tunities for all. The volunteers of SRI help refugees and asylum seekers to apply for higher education in Iceland, giving them infor­mation about the application process and what hindrances they can expect to encounter in the process. The International Officer also oversees the International Committee. I am fortunate to have a committee of four ambitious and clever individuals. The Committee meets once or twice a month to prepare for upcoming events by reading statements, making amendments and sharing ideas. Currently, the Committee and I are busy preparing for the Board Meeting of the European Student Union in which we hope to represent and strengthen student’s educational and social rights. Since March 2020, most of the work of the International Officer has been virtual. Although many things have changed since the pandemic, it has become clear that international work and rela­tions have never been as important as they are now. The pressing issues we are facing, e.g. COVID-19 and climate change, are global problems that need solutions now. We do not have time for every country to reinvent the wheel. We need to communicate with each other. The only way we can successfully fight for our future is by sharing ideas across borders and over oceans.

26


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Áhyggjur ungs fólks á Norðurslóðum

10min
pages 79-80

ٹھنڈی ہواؤں میں لہر تا ہوا دوپٹہ

12min
pages 76-77

Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla

3min
page 78

Staromod(er)no Prjónað af ást

12min
pages 69-71

Heimildarmyndir til að horfa á í jólafríinu

7min
pages 74-75

Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu

10min
pages 66-68

Anna og Snædís kynna leikárið 2021 2022

9min
pages 64-65

Hjarta í miðju háskólasamfélagsins

13min
pages 60-63

Українське Різдво. Православний Геловін

17min
pages 56-59

Er viðtal í gangi?

15min
pages 48-51

Ο «Ελληνικός» Άι Βασίλης

8min
pages 52-53

Íslenska jólabókaflóðið er einstakt

9min
pages 43-45

Að vera utanaðkomandi

6min
pages 41-42

Bókmenntahorn ritstjórnar

8min
pages 46-47

Babelbókasafn Borges

9min
pages 37-38

Útópía MC Myasnoi

8min
pages 30-31

Að lifa íslenska veturinn af

7min
pages 12-13

Sókrates var fyrsti áhrifavaldurinn

11min
pages 10-11

Nýtt líf í nýju landi

8min
pages 28-29

Ávarp ritstýru

11min
pages 5-7

Ávarp alþjóðafulltrúa LÍS

4min
pages 26-27

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

4min
page 21

Uppáhalds orð erlendra nema á íslensku

4min
pages 8-9

Þýðingamikil alþjóðareynsla

8min
pages 19-20
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.