Grein / Article
Stefaniya Ogurtsova
Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir
Útópía MC Myasnoi MC Myasnoi’s Utopia Í kvöld, 22. október, er gigg í íbúð á Freyjugötunni. Þegar ég mæti er hópur tónlistarmanna að slaka á og blanda geði, annað hvort að horfa á vini spila eða bíða eftir að stíga á svið. Ég geng í gegnum eldhúsið og inn í stofu sem hefur verið breytt í bráðabirgðasvið sem er hulið hjóðf ærum, mögnurum, pedölum, snúru og öðrum tækni græjum. Hátalararnir ramma inn sviðið á báðum hliðum og hljóð neminn skapar mörkin milli listamannsins og áhorfenda. Staðurinn einkennir sjarma neðanjarðarsenunnar í Reykjavík. MC Myasnoi, raftónlistardúó frá Rússlandi og Íslandi, er á dagskránni í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þau spila. Þetta reynist vera eftirminnileg sýning þar sem flytjendur og áhorfendur njóta hlýju og nálægðarhvors annars. Hópurinn er greinilega allur í takt en fólkið tekur að dansa af merkilegri samhæfingu. Seinna hugsa ég til orkunnar sem einkenndi flutninginn og staðinn, innilega ánægð með árangur þessarar músíksenu. Fáeinum vikum seinna stekk ég út úr leigubíl í Skipholtinu. Í dag er ég að hitta Yulíu Vasilieva og Ronju Jónsdóttur, listrænu hugsuðina á bak við MC Myasnoi verkefnið, í spjall í íbúðinni hennar Ronju sem gegnir einnig hlutverki stúdíós. Ég er forvitin að vita hvað þær, sem meðlimir þessarar heillandi senu, geta sagt mér um tónlistarflutning, lífið og listina. HVER ER MC? WHO IS MC? Það tekur ekki langan tíma, eftir að hafa sest í sófann með Yuliu og Ronju, að átta mig á að MC Myasnoi er meira en hljómsveit. Á meðan við spjöllum verður mér ljóst að MC Myasnoi sé í raun hugsjón. „MC Myasnoi er ekki mennskt,“ útskýrir Ronja þegar samtalið tekur á sig mynd. Yulia bætir áköf við „Þetta er eining.“ MC Myasnoi persónu gerir ómennskan eiginleika sem finnst samt í okkur öllum, segir tvíeykið. „Þetta er eitthvað sem fólk verður að vera opið fyrir. Það getur verið ógnvekjandi en allir myndu græða á því að samþykkja það,“ segir Yulia kænlega og þær flissa báðar. Hvers konar eining er MC Myasnoi? Ég geri tilraun til að vefja utan af þessari ráðgátu eftir því sem samtalinu miðar áfram. KAPITALISM MAKES NO SENSE Ég bið Yuliu og Ronju að skýra fyrir mér hugsunina á bak við lagatitil þeirra Kapitalism Makes No Sense sem birtist á smáskífunni Factorial. А почему бы и нет (Jú, seinni hluti titilsins er vissulega á rússnesku.) En hvað gæti verið rökréttara en kapítalismi? Við leggjum höfuð okkar saman í bleyti í leit að svörum. Oft er sagt að það sé einfaldara að ímynda sér heimsendi heldur en lok kapítal ismans. Ég velti upp skorti á draumum sæluríkja í okkar menningu, en fólk virðist fúsara til að byggja upp frásagnir af dystópíum. „Við getum ekki séð fyrir okkur endalok kapítalismans, það er auðveldara að ímynda sér heimsendi, en MC Myasnoi sér þetta.“ segir Ronja og Yulia bætir hratt við „Nákvæmlega, nákvæmlega. MC brýtur hjóðnema, MC brýtur hjörtu og MC ætlar að brjóta kapítal ismann. Þarna er hugsjónin um hvernig fólki geti verið bjargað. Ég held að allur peningurinn ætti að fara til MC Myasnoi og hann myndi þá deila honum skynsamlega milli fólks.“ Ég bendi á að þá hljómi MC Myasnoi sem einhverskonar líkamslaus endurúthlutunarvél, fram tíðarafsprengi viðvarandi tæknibyltingar. Mig fer að dreyma um kommúníska og tæknivædda framtíð þar sem gervigreind stjórnar úthlutun auðlinda í samfélaginu. (Afsakið, kæru hægrisinnuðu lesendur.) Það er vert að nefna að þótt þær séu fallegar á pappír getur jafnvel bjartasta hugmyndafræði verið viðkvæm fyrir spillingu á þann hátt að fólkið sem framkvæmir og viðheldur þeim gæti verið spillt. Það hefur sannast aftur of aftur að vald veldur tilhneigingu til spill THE STUDENT PAPER
Tonight, on October the 22nd, the apartment on Freyjugata is hosting a gig. When I arrive, a collective of musicians is relaxing, socializing, either watching their friends perform or getting ready for their act. I walk through the kitchen to the living room which has been appropriated as a makeshift stage, crammed with gear, musical instruments, amplifiers, pedals, cables, technology. The speakers frame the space on either side, the mike stand centers the boundary between performer and audience, indicating the possi bility of contact. The venue typifies Reykjavík underground charm. MC Myasnoi, an electronic duo from Russia and Iceland, is on the lineup tonight. This is the first time that I see them perform. It turns out to be a memorable show, with the performers and the audience in close, intimate proximity. The crowd is apparently in sync and breaks out dancing at a crucial moment of group cohesion. Afterwards, I reflect upon the energy of the performance and the venue’s vibes, fully satisfied with the fruits of this music scene’s labours. A few weeks later, I’m hopping out of a taxi on Skipholt. Today, I am meeting Yulia Vasilieva and Ronja Jóhannsdóttir, the creative minds behind the musical project MC Myasnoi, for a chat in Ronja’s apartment qua studio. As members of this fascinating scene, I’m curious what they can tell me about their view of art, life and performance. WHO IS MC? It does not take long to realize, after settling on the sofa with Yulia and Ronja, that MC Myasnoi is more than a band. As we chat, it becomes evident that MC Myasnoi is, crucially, a concept. “MC Myasnoi is not human,” Ronja explains as the conversation picks up speed. Yulia adds emphatically, with relish, “It’s an entity.” MC Myasnoi personifies an inhuman quality that can be found in all of us, the duo claims. “It’s something people have to embrace. It can be scary, but everyone will profit from accepting it,” Yulia suggests slyly, and the two of them giggle. So what kind of entity is MC Myasnoi? I attempt to unravel the enigma as our conversation progresses. KAPITALISM MAKES NO SENSE I ask Yulia and Ronja to walk me through the sentiment behind the title of their track, Kapitalism Makes No Sense, featured on their EP, Factorial. А почему бы и нет. (Yes, that last bit is in Russian.) What might possibly make more sense than capitalism? We put our heads together in search of the answer. As often quoted, it’s easier to imagine the end of the world than it is to imagine the end of capitalism. I soliloquize on the shortage of utopian dreaming in our culture, which appears to be far better geared for the production of dystopian narratives. “We can’t imagine the end of capitalism, it’s easier for us to imagine the end of the world, but MC Myasnoi can see it,” says Ronja, with Yulia promptly rejoining, “Definitely, definitely. MC is breaking microphones, MC is breaking hearts, and MC is going to break capitalism. There is a concept of how people could be saved. I think that all the money should go to MC Myasnoi and then he would wisely give parts of all the capital to people.” I reflect that this makes the entity of MC Myasnoi sound something like an omnipresent yet immaterial redistributive mechanism, a future progeny of the ongoing digital revolution. I start fantasizing about the techno-communist future in which an artificial intelligence interface moderates the processes of resource allocation within society. (Pardon my French, dear right-wing readers.)
30