Grein / Article
Maicol Cipriani
Þýðing / Translation Árni Pétur Árnason
Babelsbókasafn Borges Borges’ Library of Babel Þegar ég var ungur, um leið og ég tók að sökkva mér í bækur, tilkynnti ég foreldrum mínum að mig langaði í „Af-hverju-bókina“. Þau höfðu aldrei heyrt af slíkri bók sem hefði að geyma svörin við öllum lífsins spurningum en fullorðna fólkið í kringum mig hafði alltaf síendurtekið að ef ég vildi vita eitthvað, ætti ég að lesa bækur. Þetta er einnig það sem The Pagemaster sagði við Richard: „Mundu þetta: ef þú efast, leitaðu í bækur.“ Ég þekkti ekki Google á þeim tíma og ég vissi ekki hvað alfræðiorðabók var. Hversu margar bækur ætti ég þá að lesa? 21? 42? 882? Ég setti fram þá tilgátu að til væri bók bókanna, nokkurs konar meginbók sem væri yfirlitsrit yfir allt sem nokkurn tímann hefði verið skrifað og mætti nota til að finna allt sem hugurinn girntist; svörin við hverri spurningu. Ég kallaði hana „Af-hverju-bókina“. Við fórum eitt sinn í bókabúð og ég bað um hana en ekki nokkur hafði hugmynd um um hvað ég væri að tala. Búðar eigandinn hélt að ég væri að biðja um orðabók. Ég yfirgaf búðina dapur í bragði en uppgötvaði nokkrum dögum seinna að hann hafði rétt fyrir sér. Ég áttaði mig á því að ég gæti fundið allar þær upp lýsingar sem ég vildi úr orðabók með því að nota sáraeinfalt rakið reiknirit (e. recursive algorithm). Ég byrjaði á efnasamböndum. Í hvert skipti sem ég fletti upp efnasambandi eða -blöndu var mér beint aftur að frumefnunum sem nauðsynleg væru við gerð þess. Með þessar frumeiningar efnafræðinnar í huga, ráðfærði ég mig aftur við orðabókina til þess að finna meiri upplýsingar um þær. BABELSBÓKASAFNIÐ Ímyndaðu þér að í stað orðabókar hefðum við gríðarstórt bókasafn. Bygging þessi er samsett úr óendanlega mörgum sexhyrndum herbergjum. Allir sexhyrningarnir eru áþekkir og tengdir með forsölum sem innihalda rúm og allar nauðsynjar. Í þessu rými er einnig hringstigi sem liggur bæði upp og niður og veitir þannig aðgang að THE STUDENT PAPER
During my childhood, as soon as I started delving into books, I told my parents I would like to have the Book of Why. They had never heard of such a thing, a book that has answers to all of your questions in one place, but all the adults around me had always echoed that if I wanted to know things, I should read books. This is also what the Pagemaster suggested to Richard, “Remember this: when in doubt, look to the books.” Google was not my friend at that time, and I did not know what an encyclopedia was. So how many books should I read? 21? 42? 882? I hypothesized that there should exist the book of the books, a master book that is a compendium of all the books that have ever been written, where you can find every thing; an answer to every question. I named it: the Book of Why. We went to a bookshop, and I asked for this book. No one had a clue what I was talking about. The shopkeeper thought I wanted a dictionary. I left the bookshop very disappointed. Some days later, it turned out the shopkeeper was right. I realized I could extract all the information that I wanted from a dictionary by using a very simple recursive algorithm. I started with chemical compounds. Every time I looked up a compound or a mixture, I was redirected to the chemicals used to obtain it. Aware of these chemical building blocks, I consulted the dictionary again in order to find more information about them. THE LIBRARY OF BABEL Now, imagine instead of a dictionary you have a titanic library. This building is composed of an indefinite number of hexagonal rooms. All the hexagons are akin, and they are connected through vesti bules where you can find a bed and all the necessities. In this space there is also a spiral staircase that gives access to an unknown number of floors, upwards and downwards. This design is repetitive
37