Grein / Article
Rohit Goswami
Þýðing / Translation Árni Pétur Árnason
Að vera utanaðkomandi On Being Foreign
„Ég skil ekki.“ Mín fyrsta minning af upphafi annar og firringunni sem því fylgir er áratuga gömul og handan hafsins, ár og öld síðan samhengið hvarf úr dagsdaglegu tungutaki. Ég átti í erfiðleikum með tungumál. Í æsku minni lærði ég ensku að móðurmáli, fyrst í ríki þar sem Marathi var hið almenna mál og síðar í öðru þar sem Hindí var nauðsynlegt, og glímdi samtímis við „náttúrulegt“ móðurmál mitt, Bengölsku. Tungumál eru hluti af mínum innsta kjarna og það að hafa fjarlægst samskipti sem æðra fyrirbrigði, í stað þess að ríghalda í málin sjálf líkt og sandkorn, gerði mér kleift að líta eðli þess að vera „öðruvísi“ í víðara samhengi en ella. Að vera utanaðkomandi er ekki erfitt. Það er auðvelt og má notf æra sér síðar á lífsleiðinni. Ríkmannlegan refil eigin sögu má fela eða hylja með gælnum óskum um einrúm, en á milli okkar allra liggja gljúfur sem ekki verða brúuð með þeirri kurteisi sem þá stendur eftir. Að vera utanaðkomandi er hins vegar flóknara en svo að hafna megi ónauðsynlegum samfélagssáttmálum. Slíkar eru rökleysur manns hugans þegar á móti blæs. Það að tilheyra, að vera ekki utanað komandi, að skiljast liggur handan menningarlegra siða. Hvert okkar hefur ekki upplifað sig einangrað eða fjötrað væntingum náungans? Misskilningar eiga sér stað í tíma og ótíma, milli fólks, menn ingarheima og iðna. Samskipti gera misskilning mögulegan. Okkur sárnast sjaldnast vanhæfni okkar til að lesa flókna fræðitexta úr greinum sem við höfum enga reynslu af en mannkynið reynir samt sem áður að skilja eðli þess að vera utanaðkomandi, blindað af barnslegum hroka. THE STUDENT PAPER
“I do not understand.” My first memory of the semester and its associated feeling of alienation was decades ago and oceans away, in a context far removed from common parlance. I struggled with languages. Growing up with English as my mother-tongue, in a state with allegiance to Marathi, and then one fixated on Hindi, contending all the while with my “natural” mother-tongue of Bengali, languages are at the core of my identity, and having distanced myself from the larger concept of communication, rather than clutching at languages like grains of sand, allowed for a broader perspective on the nature of being the “other”. To be foreign is not difficult. It is easy, and can be capitalized by anyone as one grows older. The rich tapestry of personal history can be hidden or veiled over by coquettish appeals to privacy, and then between each person lies a gulf, which cannot be spanned by what politeness is left. To be foreign, however, is more complicated than simply opting out of unnecessary social contracts. It is more than that. It is to appeal to a personal anchor. A place (typically mythical) where one belongs. Such are the fallacies of the human mind when burdened with the adversaries of life. To “belong”, to not be foreign, to be “understood” goes beyond cultural mores. Who among us has not felt alienated or chained by the “expec tations” of their fellow human beings? Misunderstandings happen all the time, between people, cultures, and disciplines. Communication allows the possibility for miscommunication.. We do not often feel offended by an inability
41