Grein / Article
Ritstjórn Stúdentablaðsins / The Student Paper’s Editorial Team
STÚDENTABLAÐIÐ
Bókmenntahorn ritstjórnar The Editorial Booknook Líkt og alþjóð veit blómstrar bókaútgáfa hér á landi aldrei meira en vikurnar fyrir jól. Það er fátt íslenskara en að fá glænýja bók í jólagjöf og útgefnum titlum fjölgar ár hvert. Við í ritstjórninni erum gífurlega spennt fyrir bókunum sem eru að koma út fyrir þessi jól, auk þess sem við lumum á nokkrum góðum erlendum bókum sem við höfum lesið nýlega.
If you are not aware, book publishing in Iceland reaches its apex in the weeks before Christmas. Getting a new book for Christmas is a stable tradition in many Icelandic homes. We in the editorial staff are extremely excited about the new books coming out this Christmas and would like to recommend the following titles, both Icelandic and foreign, to our readers.
ÍSLENSKAR BÆKUR Guð leitar að Salóme, Júlía Margrét Einarsdóttir Guð leitar að Salóme er nýjasta skáldsaga Júlíu Margrétar Einars dóttur en hún sló eftirminnilega í gegn með sinni fyrstu, Drottningin á Júpíter. Hér segir frá ungri konu sem hefur týnt kettinum sínum og ákveður að setjast niður á Kringlukránni og skrifa bréf til horfinnar ástar. Júlía Margrét er þekkt fyrir lifandi frásagnarstíl og skrautlegar persónur en hér koma til dæmis við sögu spákona og drykkfelldur organisti, guðhræddar smásálir og framliðinn sjómaður. Í bréfum sínum afhjúpar Salóme í fyrsta sinn sjálfa sig, sína hryllilegu fortíð og fjölskylduharmleik í ljúfsárri frásögn. Bréfin skrifar hún eitt á dag fram að jólum, 23 samtals, og er bókin því fullkomin jólalesning!
ICELANDIC LITERATURE Guð leitar að Salóme, Júlía Margrét Einarsdóttir Guð leitar að Salóme is Júlía Margrét Einarsdóttir latest novel, but she made a memorable breakthrough in the Icelandic literary scene with her debut novel, Drottningin á Júpiter. Guð leitar að Salóme is a story about a young woman who has lost her cat and decides to sit down at Kringlukráin and write a letter to a long lost love. Júlía Margrét is known for her lovely storytelling and colourful charac ters, but in the book the cast of characters includes a fortune teller and a drunken organist. In a tender story, Salóme reveals herself through a series of letters that detail her horrible past and family tragedy. She writes one letter per day until Christmas, 23 in total, so the book is a perfect Christmas read!
Umframframleiðsla, Tómas Ævar Ólafsson Umframframleiðsla er fyrsta ljóðabók Tómasar Ævars Ólafssonar, sem hefur getið sér gott orð fyrir dagskrárgerð á Rás 1 og stundar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Frásögnin er næm og snertir á ýmsu, þar á meðal kvíða, óefni, minningum, úrvinnslu og þeim þyngdarbreytingum sem eiga sér stað í mannslíkamanum þegar við deyjum. Ljóðin eru djúp og innihalda fjölda áhugaverðra lýsinga sem kalla á annan lestur og frekari íhugun. Tómas er í hópi fjölmargra spennandi ungra höfunda sem gefa út verkin sín hjá Unu útgáfuhúsi, en það er eitt ferskasta og framsæknasta útgáfuforlag dagsins í dag, með sterka tengingu við grasrótina. Úti, Ragnar Jónasson Ragnar Jónasson var fljótur að festa sig í sessi sem einn fremsti glæpasagnahöfundur Íslands. Hann hefur gefið út eina bók fyrir jólin síðustu 12 árin, og á því er enginn undantekning í ára. Nýjasta bók hans, Úti, er sálfræðitryllir um fjóra vini sem leita skjóls í litlum veiðikofa upp á heiði, en margt er hættulegra en blindbylur og vinirnir fjórir munu ekki allir lifa dvölina af. Við erum mjög spennt fyrir jólaglæpasögunum og Ragnar hefur svo sannarlega ekki valdið vonbrigðum síðustu ár. Merking, Fríða Ísberg Orðið „loksins“ á sjaldan jafn vel við og núna þegar út er komin skáldsaga í fullri lengd eftir Fríðu Ísberg. Fríða hefur skotist upp á bókastjörnuhimininn undanfarin misseri með ljóðabókunum sínum, Slitförin og Leðurjakkaveður, og smásagnasafninu Kláða. Skáldsagan Merking fjallar um nokkrar aðalpersónur í atburðarás sem á sér stað í Reykjavík á sjötta áratug 21. aldarinnar, í aðdraganda þjóðaratkvæða greiðslu um merkingarskyldu. Merkingin gerir öðru fólki kleift að vita THE STUDENT PAPER
Umframframleiðsla, Tómas Ævar Ólafsson Umframframleiðsla is the first book of poetry by Tómas Ævar Ólafsson. Tómas has a career as a program director at Rás 1 and is pursuing a master’s degree in Creative Writing at the University of Iceland. The narrative in the book is sensitive and touches upon various themes, including anxiety, memories, processing and the changes that take place in the human body when we die. The poems are deep and contain descriptions that call for another reading and further reflection. Tómas is one of the many exciting young authors who publish their work at Una útgáfuhús, which is one the freshest and most progressive publishing houses today, with a strong connection to the literary grassroots. Úti, Ragnar Jónasson Ragnar Jónasson was quick to establish himself as one of Iceland’s foremost crime novelists. He has published one book for Christmas every year for the last 12 years, and this year is no exception. His latest book, Úti, is a psychological thriller about four friends who seek refuge in a small hunting lodge when they are caught by a storm in the Icelandic highlands. The friends find out that the blizzard is not the only thing they have to worry about and not all of them will survive their stay. We are love a good Christmas crime novel and Ragnar has certainly not disappointed his readers in recent years.
Merking, Fríða Ísberg Finally, the first novel by Fríða Ísberg has been published. Fríða is a rising star in Icelandic literary circles with her poetry books, Slitförin and Leðurjakkaveður, and the short story collection Kláði.
46