Stúdentablaðið - desember 2021

Page 60

Grein / Article

Snædís Björnsdóttir

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Hjarta í miðju háskólasamfélagsins Viðtal við Óttarr Proppé um Bóksölu stúdenta Heart in the Center of the University Community Interview with Óttarr Proppé about Student Book Sales Saga Bóksölu Stúdenta hófst í lítilli kompu í kjallara Aðalbyggingarinnar og hún hefur nú verið starfrækt í yfir 50 ár. Lengst af var Bóksalan til húsa í Stapa en flutti síðan yfir á Háskólatorg þegar það var opnað í lok ársins 2007. Stúdentablaðið ræddi við Óttarr Proppé verslunar­ stjóra um sögu Bóksölunnar og sérstöðu hennar. „Þegar háskólatorg opnaði varð það einhvern vegin að hjarta í miðju háskólasvæðisins og um leið háskólakúltúrsins,“ segir Óttarr aðspurður um núverandi staðsetningu Bóksölunnar. Með háskólatorgi hafi orðið til ákveðin miðja sem tengir allar byggingar háskólans og fræðasviðin saman. „Bóksalan tekur það mjög alvarlega að vera hluti af þessu hjarta en ekki bara búð með nauðsynjavörur, þó að þær eigum við auðvitað líka til.“ Óttarr segir að það hafi verið mikill missir þegar covid-far­ aldurinn byrjaði og háskólasvæðinu var lokað. „Þá störðum við bara út í tómið.“ STÆRSTI SMÁSALI LANDSINS ÞEGAR KEMUR AÐ EYRNATÖPPUM Í Bóksölunni er ekki einungis að finna bækur og ritföng heldur kennir þar ýmissa grasa og má meðal annars finna tíðavörur, tannbursta, ritföng, eyrnatappa og öngla til að hengja upp myndir á Stúdenta­ görðunum. Háskólasamfélagið nær, eins og Óttarr bendir á, nefnilega utan um miklu meira en bara námið. Háskólinn teygi þar að auki anga sína víða og þjónusta Bóksölunnar nær oft langt út fyrir svæði hans. „Það kemur mér alltaf á óvart hvað maður hittir marga úr ólíkum kimum samfélagsins sem leggja leið sína á Háskólatorg.“ Starf Bók­sölunnar getur því verið ansi fjölbreytt og oft kemur á óvart hvaða vörur seljast mest hjá þeim. „Ég veit ekki hvort það er satt eða ekki, en ég heyrði því einhvers staðar fleygt að Bóksalan væri einn stærsti smásali landsins þegar kemur að eyrnatöppum,“ segir Óttarr.

THE STUDENT PAPER

The history of the Student Bookstore began in a small shed in the basement of the Main Building and has now been in operation for over 50 years. For the longest time, Bóksalan was housed in Stapi but then moved to Háskólatorg when it opened at the end of 2007. Stúdentablaðið talked to Óttarr Proppé, store manager, about the history of Bóksalan and its uniqueness. “When the university square opened, it somehow became a heart in the middle of the campus and at the same time the university culture,” says Óttarr when asked about the current location of Bóksalan. With Háskóla­ torg, a certain center has been created that connects all the univer­sity buildings and the fields of study together. “The bookstore takes it very seriously to be a part of this heart and not just a shop with necessities, although of course we also have them.” Óttarr says that it was a great loss when the covid epidemic began and the campus was closed. “Then we just stare into the void.” THE COUNTRY’S LARGEST RETAILER WHEN IT COMES TO EARPLUGS In Bóksalan you can not only find books and stationery, but also teaches various herbs and you can find menstrual products, tooth­brushes, stationery, earplugs and hooks to hang pictures on the student parks. The university community, as Óttarr points out, covers much more than just the studies. In addition, the university stretches its wings widely and Bóksalan’s services often extend far beyond the university campus. “It always surprises me how you meet many people from different walks of life who make their way to Háskólatorg.” Bóksalan’s work can therefore be quite varied and it is often surprising which products sell best with them. “I do not know if this is true or not, but I heard somewhere that Bóksalan is one of the largest retailers in the country when it comes to ear­plugs,” says Óttarr.

60


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Áhyggjur ungs fólks á Norðurslóðum

10min
pages 79-80

ٹھنڈی ہواؤں میں لہر تا ہوا دوپٹہ

12min
pages 76-77

Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla

3min
page 78

Staromod(er)no Prjónað af ást

12min
pages 69-71

Heimildarmyndir til að horfa á í jólafríinu

7min
pages 74-75

Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu

10min
pages 66-68

Anna og Snædís kynna leikárið 2021 2022

9min
pages 64-65

Hjarta í miðju háskólasamfélagsins

13min
pages 60-63

Українське Різдво. Православний Геловін

17min
pages 56-59

Er viðtal í gangi?

15min
pages 48-51

Ο «Ελληνικός» Άι Βασίλης

8min
pages 52-53

Íslenska jólabókaflóðið er einstakt

9min
pages 43-45

Að vera utanaðkomandi

6min
pages 41-42

Bókmenntahorn ritstjórnar

8min
pages 46-47

Babelbókasafn Borges

9min
pages 37-38

Útópía MC Myasnoi

8min
pages 30-31

Að lifa íslenska veturinn af

7min
pages 12-13

Sókrates var fyrsti áhrifavaldurinn

11min
pages 10-11

Nýtt líf í nýju landi

8min
pages 28-29

Ávarp ritstýru

11min
pages 5-7

Ávarp alþjóðafulltrúa LÍS

4min
pages 26-27

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

4min
page 21

Uppáhalds orð erlendra nema á íslensku

4min
pages 8-9

Þýðingamikil alþjóðareynsla

8min
pages 19-20
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.