Anna María Björnsdóttir & Karitas M. Bjarkadóttir
STÚDENTABLAÐIÐ
Myndir / Photos Mandana Emad
Grein / Article
Vill gefa gæðum háskólanáms meiri athygli Viðtal við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Focusing on the Quality of Higher Education Interview with Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Eftir kosningarnar síðasta haust var ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta í ríkisstjórn. Með nýja stjórnarsáttmálanum var stokkað verulega upp í ráðuneytunum og það fór svo að háskólarnir fengu glænýtt ráðuneyti og með því glænýjan ráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrum dómsmálaráðherra, státar nú af titlinum: Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Með þessari breytingu er verið að leggja áherslu á háskóla málin og tengingu þeirra við samfélagið,“ segir Áslaug Arna í samtali við Stúdentablaðið. „Það er á alla kanta, hvort sem það er tenging við nýsköpun, að nýta íslenskt hugvit eða rannsóknir betur.“ Hún segir að þá þekkingu sem háskólasamfélagið skapi þurfi að yfirfæra betur inn í samfélagið. „Tökum stærri áskoranir til dæmis,“ segir hún. „Fátækt, loftslagsmál og öldrun þjóðar. Hugvit og rannsóknir munu leysa þessi mál eftir þrjátíu ár ef haldið er rétt á spilunum.“ NÝSKÖPUN Í ÖLLU SEM VIÐ GERUM „Að gefa háskólanum þennan stall, gefa honum sér ráðuneyti, með öllu þessu hugviti og þekkingu, vonast ég til þess að við getum gefið gæði námsins aukna athygli og veitt það rými sem háskólamenntunin þarf,“ segir Áslaug. Hún segir það vera markmið ríkisstjórnarinnar að geta borið sig saman við norðurlöndin en þá sé ekki einungis átt við fjármögnun heldur að einnig að sjá hvar við stöndum þeim jafnt og hvar ekki. „Það þarf að skila sér í því að við náum að auka gæði náms,“ segir hún. „Peningar og fjármunir eru eitt, en það þarf að vera árangurstengt, svo að við sjáum aukinn árangur yfir höfuð.“ Þetta ætli þau að gera með því að nýta tæknibreytingar á allan hátt til að auka lífsgæði, með íslensku hugviti. „En með því að gera það sköpum við fjölbreyttari, öflugri og meira skapandi störf fyrir ungt fólk í íslensku samfélagi sem er að útskrifast úr háskóla,“ segir Áslaug. Hún segist vona að með þessu verði Ísland ekki lengur einhæft auðlindakerfi heldur byggi á fleiri og fjölbreyttari stoðum sem búi til ríkulegra atvinnutækifæri fyrir fólk til að velja Ísland. „Hvort sem það er fyrir ungt fólk úr háskólanámi, eldra fólk sem vill geta aflað sér nýrrar þekkingar í skólakerfinu vegna þess að störf þeirra eru ef til vill orðin úrelt eða tæknin hefur tekið við, eða til að laða til okkar erlendra aðila.“ Áslaug segir að almennt skipti máli með menntakerfið í heild sinni að ekki sé litið til nýsköpunar sem einn málaflokk. „Heldur náum við að innleiða nýsköpunarhugsun í öllu sem við erum að gera. Hvort sem það byrjar með ungu fólki strax í grunnskóla, að það sé hægt THE STUDENT PAPER
After the elections last fall it was clear that the Independence party held a majority in the government. According to the new government agreement, the ministries have been significantly reorganized, so the universities were given a brand-new ministry, and along with that – a new minister. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, the former minister of justice, now sports the title of a minister of higher education, science, and innovation. “With this change we want to emphasize higher education affairs and their connection with the society,” says Áslaug Arna in an interview with the Student Paper. “It encompasses every thing, whether it’s the connection with innovation, taking a better advantage of Icelandic ingenuity or research.” She says that the knowledge created in the university community should be better incorporated into society. “Let’s take bigger challenges, for example,” she says. “Poverty, climate issues and the aging of the nation. Ingenuity and research will solve these issues in the coming decades if we play our cards right.” INNOVATION IN EVERYTHING WE DO “By giving the university this platform, by giving it its own ministry, I hope that with all this ingenuity and research we can pay more attention to the quality of education and provide the space that higher education needs,” says Áslaug. She says that the goal of the government is to be able to compare Iceland with Nordic countries, not only in terms of financing, but also to see where we are or aren’t on an equal footing with them. “It needs to be implemented with an increased financing accompanied by an increased quality of our higher education,” she says. They plan to do so by utilizing technological change to enhance the quality of life with Icelandic ingenuity. “By doing so we create more diverse, powerful and creative jobs for young people in Icelandic society who are graduating from the university,” says Áslaug. She says that she’s hoping that Iceland will no longer be a simple natural resources system but will be built on several more diverse pillars that will create a bountiful fund of opportunities so that people would choose Iceland. “Whether it is for young people graduating higher education, older people who want to be able to acquire new knowledge in the school system because their jobs are, perhaps, out of date or the technology has stepped in, or to attract foreign partners to us.”
10