Stúdentablaðið - febrúar 2022

Page 15

Melkorka Gunborg Briansdóttir

Heilbrigði er afstætt Af hvíldarlækningum og hoknum konum á bak við veggfóður Health Is Relative

Þýðing / Translation Lísa Margrét Gunnarsdóttir

The Rest Cure and Hunched Women behind Wallpapers

Mynd / Photo Charlotte Perkins Gilman (1860-1935). Wikipedia.

Grein / Article

Þema þessa tölublaðs Stúdentablaðsins er heilsa, viðfangsefni sem á sér margar hliðar og viðkemur flestum þáttum daglegs lífs. Hug­myndir um heilsu hafa fylgt mannkyninu frá upphafi, valdið kvíða og ótta en líka veitt okkur þekkingu. Vegna þess hve heilsan er mikilvæg manninum eru hugmyndir okkar um hana líka afstæðar: þær taka mið af þeim tíðaranda og samfélagsskipulagi sem er ríkjandi hverju sinni. Mig langar að snúa hugmyndinni um „heilsu“ aðeins á haus og skoða ákveðið dæmi frá lokum 19. aldar. Það sýnir sig nefnilega að „heil­brigði“ og „óheilbrigði“ eru allt annað en stöðug hugtök.

This edition of the Student Paper is focused on health, a multi­ faceted topic which relates to most aspects of our daily lives. Since the dawn of mankind, we’ve speculated about health, and our ideas have induced anxiety and fear but also resulted in knowledge. The importance of health to mankind causes our ideas regarding it to become somewhat relative: they are influenced by the current zeit­geist. I want to turn the idea of “health” on its head and look into an example from the late 19th century, to demonstrate how “health” and “illness” are indeed fluctuating phenomena.

„TÍMABUNDIN TAUGAVEIKLUN OG ÞUNGLYNDI“ Árið 1892 kom út smásaga eftir bandaríska rithöfundinn Charlotte Perkins Gilman, Gula veggfóðrið (e. The Yellow Wallpaper). Aðal­ persóna og vitundarmiðja sögunnar er nafnlaus ung kona sem er ný­búin að eignast sitt fyrsta barn, en þjáist af vanlíðan og getur ekki myndað tengsl við það. Í meginatriðum lýsir sagan á táknrænan hátt sárri reynslu konunnar af fæðingarþunglyndi og þeirri með­ferð sem hún var látin sæta af hennar völdum. Eiginmaður konunnar, sem er læknir, bregður á það ráð að þau hjónin dvelji á sveitasetri yfir sum­arið til að hún fái hvíld. Það sem í dag væri hiklaust talið fæðingar­þunglyndi kallar maðurinn hennar „tímabundna tauga­ veiklun og þunglyndi – væga hysteríska tilhneigingu.“ Hann skipar henni að drekka heilsubætandi drykki, fara í göngutúra og fá nóg af fersku lofti og hreyfingu. Það sem reynist konunni erfiðast er þó annað skilyrði meðferðarinnar: Hún má ekki undir nokkrum kringum­ stæðum vinna, skrifa né taka þátt í örvandi samræðum fyrr en hún hefur náð bata. Konan ver mestum tíma sínum í yfirgefnu barnaherbergi á efri hæð hússins, þar sem líðan hennar versnar stöðugt. Veggir her­ bergisins eru þaktir tættu, gulu veggfóðri sem veldur henni gríðar­ legu hugarangri og heltekur hana smám saman. Með tímanum sann­færist hún um að á bak við veggfóðrið leynist hokin skuggavera, kona sem skríður og læðist meðfram veggjunum á næturnar og vill komast þaðan út. Að lokum ákveður hún að frelsa konuna undan veggfóðrinu með því að tæta það í sundur. Það tekst og þar endar sagan, en þó með ákveðnum viðsnúningi. Í síðustu setningunum renna konurnar tvær saman og verða að einni og sömu konunni sem skríður hokin og sturluð hring eftir hring um herbergið. Í augum nútímalesandans er það greinilega hjónabandið og staða ungu konunnar innan þess sem gerir hana veika, en ekki „tíma­bundin taugaveiklun.“ Þegar hér er komið sögu er ómögulegt að líta framhjá því samhengi sem smásagan sprettur úr, því við skrifin sótti Gilman í eigin reynslu af erfiðu fæðingarþunglyndi. Saga hennar er vægast sagt ótrúleg, en í ljósi hennar drýpur háð og reiði af hverri setningu Gula veggfóðursins.

“TEMPORARY NERVOUS DEPRESSION” In 1892, the American author Charlotte Perkins Gilman pub­lished a short story titled The Yellow Wallpaper. Its protagonist and cen­tral figure is a young woman of no name, who has just had her first child, but is distressed and finds herself unable to connect with her newborn. The story’s main plot symbolically describes the woman’s painful experience of postpartum depression and the treatment she endures as a result. The woman’s husband, who is a physician, rents an old mansion for the summer to ensure his wife gets some rest. Modern physicians would diagnose the woman’s symptoms as clear signs of postpartum depression, but her hus­band describes them as a “temporary nervous depression – a slight hysterical tendency.” He instructs her to drink health tonics and embark on journeys to ensure she gets enough fresh air and exer­cise. The second condition of the treatment proves most difficult for the woman: she is absolutely forbidden to work, write, and partake in stimulating conversation until she becomes better. The woman spends most of her time in an abandoned chil­dren’s room on the mansion’s upper floor, where her condition steadily deteriorates. The room’s walls are covered with frayed, yellow wallpaper which upsets her greatly and slowly consumes all of her attention. In time, she becomes convinced that a hunched shadowy figure hides behind the wallpaper, a woman who crawls and sneaks along the walls at night and longs to escape. Finally, the protagonist decides to free the woman from under the wall­ paper by tearing it to shreds. She succeeds, which concludes the story, albeit the ending takes somewhat of a dark turn. The last sentences describe the two women merging into one woman who crawls round and round the room, hunched and demented. In the eyes of the modern reader, the marriage and the young woman’s position within it clearly affect her mental condition, not “temporary nervous depression”. To understand the story on a deeper level it’s essential to note the environment in which it is written, because Gilman herself had experienced postpartum de­pression and used fiction to express it. Her true story is hard to believe, but knowing the author’s background allows the reader

THE STUDENT PAPER

15


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Skjátími: Að verja minni tíma á netinu hvernig, af hverju og er það þess virði?

9min
pages 70-71

Þrautir & lausnir

4min
pages 72-76

Forréttindi og geðheilsa: Eitrað samband

5min
page 69

Um Tvístruð eftir Gabor Maté: Hvernig athyglisbrestur verður til og hvað er til ráða

11min
pages 66-68

Um sjálfsást

10min
pages 64-65

Dalslaug: Heimsókn í nýjustu sundlaug landsins

3min
page 63

Uppskriftarhornið: Allt á pönnu

6min
pages 59-61

Uppáhalds Hámumatur: Réttindaskrifstofa SHÍ situr fyrir svörum

9min
pages 57-58

Strætó býður afslátt fyrir nema: Og svona sækirðu hann

3min
page 62

Sólin, húðin og SPF

5min
page 56

Spyrðu hagsmunafulltrúa SHÍ: Jessý Jónsdóttir svarar spurningum stúdenta FAQ for SHÍ’s Student Interest

5min
page 55

Svefnráð úr ýmsum áttum

4min
page 51

Heilbrigt kynlíf og heilbrigt viðhorf

5min
page 44

Við eigum öll erindi í umhverfis umræðuna: Viðtal við formann ungra umhverfissinna, Tinnu Hallgrímsdóttur

9min
pages 31-32

Meðganga og fæðing

9min
pages 33-34

Lærum að lesa

5min
pages 40-41

Kennir læknanemum bókmenntafræði Guðrún Steinþórsdóttir ræðir um vensl bókmennta og læknavísinda

15min
pages 35-37

Svefnleysi drepur hægt

7min
pages 48-50

Bókmenntahorn ritstjórnar Bækur um heilsu

7min
pages 42-43

Hvor er óður, þú eða ég?

4min
pages 29-30

Heilsumannfræði

4min
page 22

Vill gefa gæðum háskólans meiri athygli: Viðtal við Áslaugu Örnu

16min
pages 10-12

Ávarp ritstýru

9min
pages 5-6

Ríkisrekin og einkarekin heilbrigðisþjónusta

9min
pages 13-14

Fjöltyngi er fjársjóður

8min
pages 18-19

Lífið er leikur

9min
pages 25-26

Heilbrigði er afstætt: Af hvíldar lækningum og hoknum konum á bak við veggfóður

11min
pages 15-17

Að vera breytingin

8min
pages 20-21
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.