Grein / Article
Dino Ðula
Þýðing / Translation Karitas M. Bjarkadóttir
Að vera breytingin Being the Change Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvert það myndi leiða mig að taka fyrstu skrefin mín á íslenskri grundu fyrir mörgum árum. Á þeim tíma ætlaði ég mér að vera hérna í eitt ár, skoða alla fegurðina og njóta náttúrunnar í þessu litla landi lengst í norðri. Ég skemmti mér, ég djammaði (þetta var fyrir heimsfaraldurinn), ég ferðaðist, ég grét og þegar árið var búið, var ég kyrr. Einhverra hluta vegna breyttust allar áætlanir mínar.
When I took my first step in Iceland, several years ago, I could have never imagined where that journey would eventually take me. At that moment in time the plan was to stay here for a year, explore the beauty and enjoy the nature of this little country in the North. I laughed, I partied (it was the pre-pandemic times), I travelled, I cried and when the year was up – I stayed. Somehow, my plans had changed.
„VIÐ GETUM GERT HVAÐ SEM VIÐ VILJUM LÍF OKKAR VIГ „Lífið er það sem gerist þegar þú ert of upptekið við að skipuleggja eitthvað annað,“ söng John Lennon þegar hann ímyndaði sér annan heim en okkar. En stundum áttar jafnvel ímyndunaraflið sig ekki á því hve hratt lífið getur breyst, oft þarf bara eina ákvörðun til. Vissulega eru sumar breytingar smávægilegar, matarsmekkur sem breytist með tímanum eða áhugamál sem þú vex upp úr. En sumar breytingar eru stórar, eins og að flytja, skipta um starfsvettvang eða sambandsslit. Það er útbreiddur misskilningur að breytingar séu annað hvort af hinu góða eða slæma, að líf okkar breytist annað hvort til hins betra eða verra og að við munum óhjákvæmilega ganga oft í gegnum þessar breytingar. Þarna er mikilvægasti þáttur breytinga hins vegar hundsaður, að breytingar eru bara það: atburðir í lífi okkar sem við tengjumst engum sérstökum böndum. Breytingar verða góðar eða slæmar vegna þess að við krefjumst þess alltaf að flokka hlutina í kringum okkur til að átta okkur á þeim. Þó svo að innsæi okkar geri okkur þetta oftast kleift, reiðum við okkur oft á eigin skynsemi til að meðtaka aðstæður og áætla næstu skref. En skilningurinn á því að „hlutirnir“ gerast stundum bara, hvort sem okkur líkar betur eða verr, og þegar við reynum að samþykkja þá staðreynd förum við að ná tökum á eigin lífi. Ákvörðun mín um að vera um kyrrt á Íslandi kom í kjölfar stórra breytinga í lífi mínu á stuttum tíma. Þær höfðu mikil áhrif á mig og neyddu mig til þess að horfast í augu við sjálfan mig. Til þess drepa þig, kæri lesandi, ekki úr leiðindum með smáatriðum læt ég nægja að segja að á einu augnabliki leið mér eins og ég hefði allt lífið í höndum mér og á því næsta var það allt farið. Allt nema ég, bugaður, uppgefinn og einn.
SPARE THE CHANGE “Life is what happens to you while you’re busy making other plans,” sang John Lennon imagining different worlds than our own. But sometimes our imagination cannot fathom how much our reality can change in a split second, with one single decision. Because that is all it takes for your life to flip upside down. Granted, some changes are small, like your taste in food changing over time or your interests shifting as you grow older. But some changes are big, like moving places, big career ups and downs and even break-ups. The general misconception here is that change is either good or bad; that our life subsequently changes for the better or for the worse, and that we inevitably experience this many times through life. But there is a crucial component that gets overlooked; changes are just that, events that occurred in your life with no emotions attached to them. Changes become good or bad because of our innate need to categorize the environment around us in order to make sense of it. While our instincts kick in at times, most often we depend on our reason to analyze the situation we are in and plan our next steps. However, understanding that “things” will always inevitably happen, whether we like it or not, and working towards simply accepting that fact, is a great step towards truly becoming in charge of our own lives. My decision to stay in Iceland came with a series of big life changes that happened in a noticeably short span of time. They affected me greatly and forced me to take a long, hard look at myself, before being able to continue. Not wanting to bore you, dear reader, with the details, it is sufficient to say that one moment I felt like I had everything I ever wanted and the next moment it was all gone. All but me, defeated, broken, and alone.
EF ÞÚ BROSIR ÖLLUM VIÐ, BROSIR VERÖLDIN MEÐ ÞÉR Eðlilega var þetta ekki í fyrsta skipti sem ég upplifði þess konar stakkaskipti í lífi mínu og sem betur fer hafði ég lært af fyrri
HAPPY MWE (OR HAPPY ME, HAPPY WE) Understandably, this was not the first time I felt such a substantial change happen in my life and, luck would have it, I had learnt from
THE STUDENT PAPER
20