Dino Ðula
Lífið er leikur Life Worth Playing Sólin er að rísa. Borgin sefur. Myrkrið hörfar í rólegheitum. Ég heyri ekki mörg önnur hljóð en mín eigin, stöðugan andardrátt, fæturna smella taktfast á malbikinu, hlaupafötin mín nuddast saman. Ég er næstum kominn heim þegar lagið sem ég er að hlusta á stöðvast skyndilega og ég heyri drungalega rödd segja: „Uppvakningarnir nálgast“. Andlit mitt er steinrunnið, óttasleginn sný ég mér við með hjartað í buxunum, en þar er ekkert. Auðvitað, hugsa ég með sjálfum mér. Þetta er bara forrit.
Þýðing / Translation Karitas M. Bjarkadóttir
Myndir / Photos Dino Ðula
Grein / Article
The dawn is breaking. The city is asleep. The darkness blanket is slowly lifting. There are not that many sounds I can hear bouncing off the walls but my own: my steady breathing, my steps rhythmi cally hitting the pavement, my running clothes rubbing against each other. I’m almost home, when the song I’m listening to suddenly stops and I hear an ominous voice in my ears saying: “The zombies are approaching.” With my face covered in fear, my heartbeat increases as I slowly turn back only to be met with an empty street. Of course, I think to myself, it’s just an app.
VIÐBÚIN, TILBÚIN… AF STAÐ! Ef einhver hefði reynt að telja mér trú um það mánuði fyrr að ég myndi vakna spenntur alla morgna til að fara út að hlaupa klukkan 6, hefði ég hrist höfuðið og hlegið að viðkomandi. En einhvern veginn tókst forriti um uppvakninga að ýta mér út fyrir þægindarammann. Með því að setja á svið áhugaverða sögu, sem ég vissi þó að er ekki sönn, var ætlunarverki forritsins náð fyrirhafnarlaust. Ég varð svo spenntur að samþykkja þennan nýja raunveruleika að ég var tilbúinn að vinna fyrir því að upplifa hann. Í rauninni virka flest forrit sem ætlað er að leikjavæða líf þitt svona. Við eigum það til að finnast lífið óáhugavert og leiðinlegt, heimilisverkin eru alltaf eins, vinnan óspennandi og reikningarnir hlaðast upp. Hví ekki að flýja gráa tilveruna, verða einhver annar, einhver með spennandi tilgang í lífinu, í ímynduðum heimi? Þetta er það sem vakti áhuga minn til að byrja með. Mér fannst aðlaðandi að taka þátt í hlutverkaleikjum þar sem ég gat látið sem ég væri ekki bugaður námsmaður, bara í smá stund. Ég gat verið hetjan sem bjargaði deginum eða hugrakkur ævintýramaður sem veigraði sér ekki við að kynnast nýrri menningu. Ég gat lært galdra og álög í staðinn fyrir stærðfræði og bókmenntafræði og í staðinn fyrir að hjálpa mömmu að skipta um gardínur gat ég tekið þátt í leit að galdraveru. En það sem skipti mig mestu máli var hvað þetta hjálpaði mér að átta mig á tilgangi mínum í þessum (þykjustu heimi). En svo óx ég úr grasi og áttaði mig á því að lífið er ekki leikur. Að ég þyrfti að taka ákvarðanir sem yngri útgáfan af sjálfum mér væri ekki endilega hrifinn af, því nú var ég orðinn ábyrgur og iðinn fullorðinn karl. Svo óx ég enn meira úr grasi og kynntist leikjum sem hafa það að markmiði að gera mig að ábyrgan og iðinn. Og ég var fljótur að tileinka mér þá.
GAME SET. RUN! If someone had told me, a month prior to this event, that I’ll be excitedly waking up every day at 6am for an early morning run, I would have shook my head and laughed at the idea. But somehow an app that told the story of a post-apocalyptic world, ridden with zombies, managed to push me out of my comfort zone. It did so quite effortlessly by simulating a story that I knew was not real but my brain was eager to accept as plausible to the extent of making me work for it. In essence, this is how most of the modern apps, meant to gamify your life, work. We often think everyday life is boring and mundane, what with repetitive chores, tedious jobs and bills to pay. Why wouldn’t we want to seek escape in a fictional world where we can be someone else with a glorious purpose in life? That is what drew me to games in the first place. Playing any role-playing game (RPG) meant I could pretend, even if for just a while, that I wasn’t a student with a dull school life; I could be the hero that was promised or a brave adventurer willing to explore new cultures. Instead of Maths and Literature, I could study Magic and Spells, and rather than helping my mum change the curtains, I could go on a quest for a mythical beast. But most importantly, it was easy to identify my purpose in this (pretend) life. But then I grew up and realised life is not a game and, as a responsible and diligent adult, I had to make choices a younger me would not approve of. That is until I grew up some more and learned that there exist games whose purpose was to make me a responsible and diligent adult. And I was quick to jump on that train.
UPP UM BORÐ Zombies, Run! var fyrsti leikurinn sem ég prófaði og fléttaði saman leik og alvöru lífsins. Þetta er einmitt sá leikur sem ég minntist á hér í upphafi, en alls ekki sá síðasti.
LEVEL UP Zombies, Run! was the first-ever game I tried that incorporated game mechanics into my real life. It is the one mentioned in the beginning of this article, but it was not the last one.
THE STUDENT PAPER
25