Snædís Björnsdóttir
Þýðing / Translation Victoria Bakshina
Við eigum öll erindi í umhverfisumræðuna Viðtal við formann Ungra umhverfissinna, Tinnu Hallgrímsdóttur We All Have a Say in the Environment Discussion
Myndi / Photo Mandana Emad
Grein / Article
Interview with the Chairman of the Icelandic Young Environmentalist Association, Tinna Hallgrímsdóttir
Undanfarin ár hefur loftslagskvíða borið mikið á góma í samfélags umræðunni en honum hefur verið lýst sem tilfinningu sem felur í sér kvíða, áhyggjur eða óvissu vegna hamfarahlýnunar. Rannsóknir sýna að loftslagskvíði hrjáir ungt fólk sérstaklega og eflaust kannast margir lesendur vel við hugtakið eða hafa jafnvel upplifað tilfinn inguna á eigin skinni. Loftslagskvíði getur leitt til bjargarleysis eða ollið því að ungu fólki líði eins og ábyrgðin hvíli öll á þeirra herðum, þó að sú sé ekki raunin. En hvað er þá til bragðs að taka þegar við finnum fyrir loftslagskvíða – og hvert getum við leitað? Stúdentablaðið ræddi við Tinnu Hallgrímsdóttur, formann Ungra umhverfissinna, um loftslagskvíða, aktívisma og hvernig megi láta gott af sér leiða í umhverfismálum. UNGT FÓLK ÓTTIST UM FRAMTÍÐ SÍNA Umhverfismál snerta framtíð okkar allra og því er ekki að undra að þau séu meðal þeirra málefna sem eru efst á baugi hjá ungu fólki. Í gegnum starf sitt hjá Ungum umhverfissinnum hefur Tinna orðið vör við að mörg þjáist af loftslagskvíða, allt niður í börn á grunnskóla aldri. „Við sjáum að ungt fólk mætir hvern einasta föstudag á loftslagsverkfall af því að þau óttast um framtíð sína og vilja bæta hana. Þetta er málefni sem ungu fólki er mjög umhugað um.“ ÁBYRGÐIN HJÁ STJÓRNVÖLDUM, FYRIRTÆKJUM OG FJÁRMAGNSEIGENDUM Loftslagskvíða fylgir oft ráðaleysistilfinning: okkur líður eins og við séum ekki nógu umhverfisvæn eða að framlag okkar skipti ekki máli. Þegar við upplifum slíkt bjargarleysi getur verið hjálplegt að tala við aðra sem deila sömu áhyggjum eða taka þátt í skipulögðu félagsstarfi á borð við Unga umhverfissinna. Þá er líka mikilvægt að muna að ábyrgðin liggur ekki einungis hjá einstaklingnum heldur einnig hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Tinna leggur áherslu á þetta. „Ef öll orkan fer í að hugsa um eigin neyslu þá náum við ekki að krefjast alvöru breytinga. Hagsmunagæsla skiptir miklu máli, til dæmis í gegnum pólitískar hreyfingar eða frjáls félagasamtök eins og Unga umhverfissinna. Svo er líka hægt að hafa áhrif með því að láta í sér heyra á samfélagsmiðlum, skrifa greinar eða senda inn umsagnir um frumvörp sem lögð hafa verið fram á Alþingi í gegnum Samráðsgáttina.“ Þetta er ekki síður áhrifamikið en það að breyta eigin lífsstíl. „Fólki þarf ekki að líða eins og heimurinn sé að farast ef lífsstíllinn þeirra er ekki hundrað prósent umhverfisvænn. Við þurfum ekki að dömpa allri ábyrgðinni yfir á okkur sjálf. Það sem skiptir máli er að hafa áhrif út fyrir okkur.“ THE STUDENT PAPER
Over the past few years climate anxiety has come up a lot in public discussions and it has been described as a compound feeling, which includes anxiety, worries or uncertainty because of rapid climate change. Studies show that climate anxiety affects young people especially, and many readers are undoubtedly familiar with the term or have even experienced it first-hand. Climate anxiety can lead to defenselessness or can cause young people to feel like the entire responsibility is resting on their shoulders, which is not the case. But how are we supposed to react if we experience climate anxiety – and where can we look for help? The Student Paper spoke with Tinna Hallgrímsdóttir, the chairperson of the Icelandic Youth Environmentalist Association, about climate anxiety, activism and how we can contribute to environmental issues. YOUNG PEOPLE FEAR FOR THEIR FUTURE Environmental issues affect the future of us all, and therefore it is not surprising that they are among the issues which are most important for young people. Through her work at the Icelandic Youth Environmentalist Association Tinna has become aware of many who suffer from climate anxiety, even children in primary school. “We see that young people gather every Friday for a climate meeting because they fear for their future and want to improve it. This is an issue that young people are very concerned about.” GOVERNMENT, COMPANIES AND CAPITAL OWNERS ARE RESPONSIBLE Climate anxiety is often accompanied by confusion: we feel like we’re not environmentally friendly enough, or that our contribution does not matter. When we experience such helplessness, it can be helpful to talk with others who share the same concerns or participate in organized social activities on a board with The Icelandic Youth Environmentalist Association. Then, it is also important to remember that the responsibility lies not only with the individuals, but also with the government, along with companies and capital owners. Tinna emphasizes this. “If all our energy goes into thinking about our own consumption then we will not manage to call for a real change. Interest monitoring is of great importance, for example, through political movements or NGOs such as The Icelandic Youth Environmentalist Association. So it is also possible to have an impact by making a stink on social media, writing articles or sending reviews about the bills submitted to Parliament through
31