Grein / Article
Mahdya Malik
Þýðing / Translation Þórunn Halldórsdóttir
Meðganga og fæðing Pregnancy and Childbirth Þegar ég var unglingur man ég eftir að hafa sagt vinum mínum að einn daginn myndi ég eignast stóra fjölskyldu. Núna, eftir að hafa eignast tvö börn, get ég sagt með fullri vissu að fjölskyldan er orðin alveg nógu stór. Ekki vegna þess að mér líki illa við börn, heldur vegna áhrifanna sem það að eiga börn hefur haft á mig. Blákaldur sannleikurinn er nefnilega sá að ég var alls ekki búin undir þær breytingar sem það að verða barnshafandi, vera barnshafandi, fæða og ná mér eftir fæðingu áttu eftir að hafa í för með sér. Mig langar til að deila reynslu minni af þessum breytingum og þeim mörgu nýju hlutum sem ég hef lært hingað til á þessari vegferð. FYRIR ÞUNGUN Ófrjósemi er eitthvað sem ég hafði ekki einu sinni velt fyrir mér áður en ég fór að reyna að eignast mitt fyrsta barn snemma á þrítugsaldri. Mánuðirnir liðu með hverju neikvæðu óléttuprófinu á eftir öðru. Í skólanum, í herferðum gegn unglingaþungun, hafði okkur alltaf verið kennt að þunganir gætu átt sér stað frá fyrsta skiptinu sem óvarið kynlíf er stundað. Þetta var endurtekið svo oft að staðreyndin var orðin rótgróin í huga mér. Óvarið kynlíf leiðir til tafar lausrar þungunar. Það var hvorki neitt í námi okkar í skólanum né heima sem leiddi líkum að því að hið gagnstæða gæti nokkurn tímann reynst satt. Ég bókaði svo tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni minni eftir að hafa gert það eðlilegasta, en að sama skapi órökréttasta, í stöðunni, leita til Google vegna ótta míns um að vera ófrjósöm. Eftir nokkuð langt samtal við lækninn man ég bara eitt, að það getur tekið meira en heilt ár fyrir heilbrigt par að geta barn og að það sé fullkomlega eðlilegt. Ég var fegin að fá þessa fullvissu frá henni og eftir nokkrar blóðprufur og ráðleggingar um vítamín sendi hún mig heim. Niðurstöður blóðprufanna voru góðar og ég virtist ekki vera með nein undirliggjandi heilsufarsvandamál. Læknirinn sendi mig THE STUDENT PAPER
When I was younger, a teen, I remember telling friends I would one day have a big family. Now, after having two children, I can very confidently say that this is big enough. It is not because I don’t like children, but more so about the impact that having children has had on me. The honest truth is that I was not prepared for how life-changing the journey of getting pregnant, being pregnant, giving birth and the postpartum period of recovery was going to be. I thought I could share my experiences and the many new things I have learned on this journey so far. PRE-PREGNANCY Infertility is something that had never even crossed my mind. I was in my early twenties, trying for my first baby, and month after month the pregnancy test kept coming back negative. In our school, in campaigns against underage pregnancies, we had always been taught that pregnancy can occur from that one time of unprotected sex, and it was repeated so often that this was the only fact ingrained in my mind. Unprotected sex meant immediate pregnancy. There was nothing in my education at school, or at home that taught me that the opposite could ever be true. After doing the most natural, but illogical, thing, googling my fears around being infertile, I eventually booked an appoint ment with my health centre to see a doctor. After a pretty lengthy chat with the doctor, I remember only one thing, that it can take longer than a year for a healthy couple to conceive a child and that this is completely normal. I was relieved to hear her reassuring words, and after some blood tests and vitamin recommendations, she sent me home. My blood tests were all within the normal range and I seemed to have no underlying health concerns. My doctor then sent me to a gynaecologist for a pelvic ultrasound, which also raised no red flags. I realise now, after two pregnancies, that I did not know my
33