Grein / Article
Birta Björnsdóttir Kjerúlf
Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson
Lærum að lesa How to Start Reading Again Sem barn las ég hverja bókinna á fætur annarri en eftir því sem árin liðu tók lífið yfir. Mér gafst lítill tími til þess að njóta lestrarins og smám saman hætti ég alfarið að lesa mér til skemmtunar. Fyrir nokkrum árum ákvað ég að taka mig saman í andlitinu og finna ánægjuna í lestrinum á ný. Það reyndist hins vegar erfiðara en ég gerði mér grein fyrir. Athyglisgáfa mín var ekki upp á sitt besta og ég hafði lítið þol til að sitja við bók til lengri tíma. Ég fór þess vegna í hálfgert lestrarátak og setti mér ákveðnar reglur og markmið varðandi lesturinn. Þetta leiddi til þess að ég náði mér á strik í lestrinum og á aðeins tveimur árum fór ég úr því að lesa engar bækur á ári upp í nokkra tugi bóka. Hér deili ég með lesendum Stúdentablaðsins þeim ráðum sem komu mér af stað í lestrinum.
As a child I read very many books, but life seemed to get in the way as the years went by. I had increasingly less time to enjoy reading, and little by little, I stopped reading recreationally. I decided to get myself together and discover my joy for reading again, yet this turned out to be more challenging than I thought. My attention span was not at its best, and I had little patience to sit with a book in my hand for an extended period. For this reason, I decided to start a kind of reading challenge and set specific rules and goals for my reading. This led to me getting back on track, and in only two years, I went from reading no books each year to reading dozens. Here I’ll share with the readers of The Student Paper how I started reading again.
TÖLULEG MARKMIÐ Það getur reynst erfitt að byrja að lesa aftur eftir langt tímabil af litlum sem engum lestri. Þá tel ég fátt mikilvægara en að taka lítil skref í upphafi. Þetta á sérstaklega við þegar markmið eru sett. Raunhæf markmið eru betri en háleit markmið. Hafið í huga að það er mun betra að ná markmiði snemma og fara fram úr væntingum en að eiga tíu bækur eftir þegar jólafríið skellur á í desember.
NUMBERED GOALS It can be tough to start reading again after a long time spent reading little to nothing. Therefore, I think it’s most important to take baby steps initially. This applies especially when setting goals. Realistic goals are better than setting the bar too high. Remember that it is far better to reach your goals early on and exceed your expectations than having ten books left for the yearly goal when you go on a winter holiday in December.
HLIÐARMARKMIÐ Markmið sem hægt er að mæla í tölum eru mjög aðgengileg og geta hvatt okkur til dáða. Hins vegar hefur líka reynst mér vel að hafa eins konar hliðarmarkmið í lestrinum. Það gæti þá til dæmis verið að lesa allar bækur sem ákveðinn höfundur hefur gefið út, klára heila bókaseríu eða læra eins mikið og hægt er um ákveðið efni. Þetta þarf ekki að vera heilagt en það að hafa ramma utan um lestrarátakið getur hjálpað þegar erfitt reynist að halda áfram. Ég hef persónulega eytt mörgum klukkustundum í að ráfa stefnulaust um á bókasafninu því ég hef svo mikinn valkvíða. Hliðarmarkmið hafa þá gjarnan skorið niður magn valmöguleika og það hefur ávallt verið mér kærkomið. ÞOLÆFINGAR Lestur snýst fyrst og fremst um þol. Það er ekki sjálfsagt að geta setið klukkutímum saman og blaðað í bók ef þið hafið ekki gert það í mörg ár. Því er mikilvægt að æfa athyglina smátt og smátt. Setjið ykkur lítil vikuleg eða dagleg markmið. Prófið að lesa í að minnsta kosti tíu mínútur á hverju kvöldi fyrsta mánuðinn og athugið hvort þið finnið mun á athyglisgáfunni þegar hann er liðinn. Þá mæli ég einnig með því að lesa stuttar bækur í byrjun. Ekki byrja á að lesa 500+ blaðsíðna doðrant sem var skrifaður á 18. öld ef þið eruð að byrja að lesa aftur eftir lesstíflu. Það boðar fátt annað en vonbrigði. LESIÐ SKEMMTILEGAR BÆKUR Það sem er þó mikilvægara en lengd bókarinnar er innihaldið. Þegar þið eruð að byrja að lesa aftur drepur ekkert áhugann og athyglina frekar en að pína sig í gegnum óspennandi bók. Finnið það sem virkar fyrir ykkur. Kannski eru það glæpasögur, rómantískar gamanbók menntir eða ævisögur? Verið einnig óhrædd við að iðka 50 blaðsíðna THE STUDENT PAPER
SECONDARY GOALS Goals that can be numerically measured are more accessible and can help us succeed. However, it has also helped me to have secondary goals while reading. Such goals could be to read all the books published by a specific author, finish a whole book series, or learn as much as possible about a subject. This is not necessary, but having a framework for your reading challenge can help you out when the going gets rough. I personally have spent many hours wandering aimlessly through the library because I couldn’t choose anything. In those cases, my secondary goals helped narrow down my options, and that’s always a relief. ENDURANCE EXERCISES Reading mainly revolves around endurance. It’s not easy to sit for hours on end, flipping through pages if you haven’t done it in years. That’s why it’s important to train your attention span slowly. Set small weekly or daily goals. Try reading for at least 10 minutes every night for the first month, and see if you feel a difference in how you focus afterwards. In this case, I’d recommend reading short books to start with. Don’t start by reading a 500+ page tome written in the 18th century if you’re just starting to read again after a reading pause. That’s only going to end in disappointment. READ ENTERTAINING BOOKS What matters more than the length of the book are its contents. Nothing kills one’s interest and attention when you start to read again than reading a boring book. Find what works for you. Could it be crime novels, romance, comedies, or biographies? Also, don’t be
40