Stúdentablaðið - febrúar 2022

Page 42

STÚDENTABLAÐIÐ

regluna: ef bókin er ekki búin að fanga ykkur á fyrstu 50 síðunum þá er í góðu lagi að skila henni og ná sér í nýja bók. Þið skuldið engum að klára bók ef þið viljið það ekki.

afraid to follow the "50 pages rule": If the book doesn’t enthrall you in the first 50 pages, then it’s fine to return it and start reading a new one. You don’t have to finish a book you don’t like for anyone.

FINNIÐ VIN Það er mjög sniðugt að eignast bókavin. Þið þurfið ekki að lesa ná­kvæmlega sömu bækur á nákvæmlega sama tíma en það er mjög gaman að geta heyrt í einhverjum af og til sem þið getið spjallað við um hitt og þetta tengt bókum. Lestur getur verið mjög einrænt og persónulegt áhugamál en hann þarf ekki að vera það. Einnig eru til ýmislegir bókaklúbbar sem hægt er að taka þátt í. Kíkið á næsta bókasafn eða fylgist með á Facebook, þið gætuð rekist á skemmti­ legan hóp af bókaáhugafólki.

FIND A FRIEND It’s a good idea to make a book friend. You don’t have to read ex­actly the same books at the exact same time, but it’s fun to talk about books with someone every now and then. Reading can be a very isolating hobby, but it doesn’t have to be. There also exist a lot of book clubs that you can join. Check out your nearest library or follow along on Facebook. You could find a fun group of fellow readers.

PRÓFIÐ AÐ HLUSTA Sumar bækur eru torlesnar og þá getur verið sérstaklega erfitt að halda þræði. Mín reynsla er sú að þetta eigi sérstaklega við um klassískar bækur og bókmenntir. Það sem hefur reynst mér vel er að hlusta á slíkar bækur, ýmist meðan ég les eða ekki. Ef þið hafið bjástrað við ákveðna bók lengi og viljið gjarnan klára hana þá gæti þetta hjálpað ykkur. Það að hlusta á bók er jafn mikils virði og að lesa hana, ekki telja ykkur trú um annað. BÓKASÖFN Að lokum vil ég taka smá pláss til að dásama bókasöfn. Þau eru frá­bær. Þau kosta lítið sem ekki neitt á ári og veita ykkur aðgang að fjöldan allan af allskonar bókum. Auk þess bjóða flest söfn upp á fjölbreytta og skemmtilega viðburði og þjónustu. Ég uppgötvaði það til dæmis á liðnu ári að safnið í mínu nágrenni býður upp á að fá lánuð bökunarform og saumavélar. Ég hvet ykkur innilega til að kynna ykkur þjónustuna á ykkar safni. Þá tek ég fram að bókasafnskort í einu safni á höfuðborgarsvæðinu gildir á öllum öðrum söfnum. Hugsið ykkur allar bækurnar sem bíða ykkar. Nú er um að gera að drífa sig af stað á næsta safn og ná sér í góða bók.

Grein / Article

TRY LISTENING Some books are hard to read, which makes it hard to focus. In my experience, this is especially true of classic books and literature. It has helped me to listen to those books, either while I’m reading or while doing something else. If you’ve been struggling with the same book for a long time and really want to finish it, it could help to listen to it. Listening to a book is worth the same as reading it, so don’t be convinced otherwise. LIBRARIES Lastly, I want to dedicate some space to wax eloquent about libraries. They’re fantastic. They cost little to nothing per year and grant you access to a myriad of different books. Most libraries also host many different and exciting events and offer good ser­vices. For instance, I found out last year that my local library offers to lend booking forms and sewing machines to its patrons. I encour­ age you wholeheartedly to check out the services that your local libraries offer and I also want to mention that a library card from one library in the capital area can be used everywhere else. Imagine all the books that are waiting for you… Now get going to the nearest library and fetch a good book.

Ritstjórn Stúdentablaðsins / The Student Paper’s Editorial Team

Bókmenntahorn ritstjórnar Bækur um heilsu The Editorial Booknook Books on Health

ÍSLENSKAR BÆKUR PTSD ljóð með áfallastreituröskun, Ragnheiður Guðmundsdóttir PTSD ljóð með áfallastreituröskun eftir Ragnheiði Guðmundsdóttir kom út nú fyrir jólin. Ljóðabókin er uppgjör höfundar við krabba-­ mein við hún fékk fyrir nokkrum árum og áfallastreituna sem fylgdi því. Ljóðin eru einstaklega falleg, einlæg en að sama skapi stingandi. Þetta er fyrsta ljóðabók Ragnheiðar, sem gaman er að geta að er nemi við Háskólann. Það er deginum ljósara að Ragnheiður er höf­undur sem mun láta að sér kveða og vert er að fylgjast grannt með.

Gangverk, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Gangverk Þorvaldar Sigurbjarnar Helgasonar vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út vorið 2019. Þar lýsir Þorvaldur því þegar hann fór í hjartastopp fimmtán ára gamall í kennslustund í Kvenna­ skólanum. Ljóð bókarinnar lýsa innri og ytri aðstæðum og lesningin er einstaklega áhugaverð. Uppgjör Þorvaldar við þennan trámatíska atburð er einlægt og skilar sér í ljóðabók sem er einstök í efnistökum og góð viðbót á bókalista allra ljóðaunnenda. THE STUDENT PAPER

ICELANDIC BOOKS PTSD ljóð með áfallastreituröskun, Ragnheiður Guðmundsdóttir PTSD ljóð með áfallastreituröskun (PTSD Poems with Post-Traumatic Stress Disorder) by Ragnheiður Guðmundsdóttir came out before Christmas. This poetry collection is the reconciliation of the author with cancer that she was diagnosed with several years ago and the post-traumatic stress that followed it. The poems are uniquely beautiful, sincere but by the same token, stabbing. This is the first poetry book by Ragnheiður, who is, by the way, a student at the University. It is abundantly clear that this is the author who will make a difference and is worth watching closely.

Gangverk, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Gangverk (Mechanism) by Þorvaldur Sigurbjörn Helgason attracted well-deserved attention when it came out in the spring of 2019. In the book Þorvaldur describes the time he went into cardiac arrest at a school lesson aged 15. The poems describe his internal and external circumstances, and reading is uniquely interesting.

42


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Skjátími: Að verja minni tíma á netinu hvernig, af hverju og er það þess virði?

9min
pages 70-71

Þrautir & lausnir

4min
pages 72-76

Forréttindi og geðheilsa: Eitrað samband

5min
page 69

Um Tvístruð eftir Gabor Maté: Hvernig athyglisbrestur verður til og hvað er til ráða

11min
pages 66-68

Um sjálfsást

10min
pages 64-65

Dalslaug: Heimsókn í nýjustu sundlaug landsins

3min
page 63

Uppskriftarhornið: Allt á pönnu

6min
pages 59-61

Uppáhalds Hámumatur: Réttindaskrifstofa SHÍ situr fyrir svörum

9min
pages 57-58

Strætó býður afslátt fyrir nema: Og svona sækirðu hann

3min
page 62

Sólin, húðin og SPF

5min
page 56

Spyrðu hagsmunafulltrúa SHÍ: Jessý Jónsdóttir svarar spurningum stúdenta FAQ for SHÍ’s Student Interest

5min
page 55

Svefnráð úr ýmsum áttum

4min
page 51

Heilbrigt kynlíf og heilbrigt viðhorf

5min
page 44

Við eigum öll erindi í umhverfis umræðuna: Viðtal við formann ungra umhverfissinna, Tinnu Hallgrímsdóttur

9min
pages 31-32

Meðganga og fæðing

9min
pages 33-34

Lærum að lesa

5min
pages 40-41

Kennir læknanemum bókmenntafræði Guðrún Steinþórsdóttir ræðir um vensl bókmennta og læknavísinda

15min
pages 35-37

Svefnleysi drepur hægt

7min
pages 48-50

Bókmenntahorn ritstjórnar Bækur um heilsu

7min
pages 42-43

Hvor er óður, þú eða ég?

4min
pages 29-30

Heilsumannfræði

4min
page 22

Vill gefa gæðum háskólans meiri athygli: Viðtal við Áslaugu Örnu

16min
pages 10-12

Ávarp ritstýru

9min
pages 5-6

Ríkisrekin og einkarekin heilbrigðisþjónusta

9min
pages 13-14

Fjöltyngi er fjársjóður

8min
pages 18-19

Lífið er leikur

9min
pages 25-26

Heilbrigði er afstætt: Af hvíldar lækningum og hoknum konum á bak við veggfóður

11min
pages 15-17

Að vera breytingin

8min
pages 20-21
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.