Stúdentablaðið - febrúar 2022

Page 56

Grein / Article

Mahdya Malik

Þýðing / Translation Þórunn Halldórsdóttir

Sólin, húðin og SPF The Sun, the Skin and SPF Undanfarinn áratug hafa sérfræðingar á sviði húðsjúkdóma og áhugafólk um húðumhirðu snúið sér til samfélagsmiðla til að deila þekkingu sinni og þar af leiðandi hafa upplýsingar um heilbrigði húðarinnar og húðumhirðu orðið aðgengilegri en nokkur sinni fyrr. Þrátt fyrir að til séu margar tegundir af húð og að húðumhirða ætti að vera sniðin að hverri tegund, segja margir sérfræðingar og áhrifa­valdar að ef það er ein alhliða vara sem allir þurfa, þá sé það sólar­vörn. Sólarvarnarstuðull er nánar tiltekið nauðsynlegur í kremum eins og sólarvörn. Hvert fyrir sig hafa þau óafvitandi skapað einróma vitundarvakningar herferð varðandi áhrif sólarinnar á húðina okkar og þau hafa dregið húðkrabbamein, ótímabæra öldrun og heilsu húðarinnar fram í dagsljós almennrar umfjöllunar.

Over the past decade, experts in the field of dermatology and skin care enthusiasts have turned to social media to share their knowl­ edge and as a result of this, information about skin health and skin care has become more accessible than ever before. Even considering that many skin types exist and skin care should be tailored to skin types, most experts and influencers will tell you if there is one universal product that everyone needs is sunscreen. More specifi­ cally the sun protection factor (SPF) is essential in cream products like sunscreen. Individually and unknowingly they have created a unanimous awareness campaign about the sun’s impact on our skin and they have brought skin cancer, premature ageing and good skin health to the forefront of public discussion.

SKAÐLEGIR ÚTFJÓLUBLÁIR GEISLAR Sólin, dýrðlega heita og bjarta sólin, sem situr í miðju sólkerfis okkar, spilar nauðsynlegt hlutverk í lífvænleika jarðarinnar og allra lifandi vera sem byggja hana. Eins og plöntur hafa manneskjur og dýr að­lagast til að hámarka gagnið sem þau geta haft af sólinni. Stærsta líffæri okkar, húðin, drekkur í sig útfjólubláu geislana frá sólinni og framleiða D-vítamín, sem er meðal annars mjög mikilvægt fyrir heil­brigði beina og aðstoðar heilbrigðan frumuvöxt. Sé man aftur á móti útsett fyrir útfjólubláum geislum til lengri tíma getur það verið mjög slæmt fyrir húðina þar sem þeir valda skemmdum á DNA sem getur leitt til truflana á starfsemi frumnanna. Yfir ákveðinn tíma geta skemmdu frumurnar aukist óstjórnlega, sem getur leitt til húðkrabbameins. Það er átakanleg hugsun, krabbamein sem myndast hljóðlaust innan í líkamanum, en það eru nokkur merki sem ættu að gefa til kynna hvort þú þurfir að leita til læknis. Það er vert að minnast á það við húðsjúkdómalækninn þinn eða heimilislækninn þinn ef þú ert sólbrunninn. Þú getur einnig haft augun opin fyrir sólarblettum á andliti, höndum eða öðrum svæðum húðarinnar sem eru gjarnan mikið í sólarljósi, sem er annað merki um of mikla útsetningu á út­fjólubláum geislum. Ef þú tekur eftir ótímabærri öldrun, eins og myndun hrukka í andliti, þýðir það að teygjanlegir trefjar húðarinnar eru að skemmast. Þess vegna er mikilvægt að vera upplýstur um þessi merki og að tala um þau við fagmann eins fljótt og auðið er.

HARMFUL UV RAYS The sun, the gloriously hot and bright sun, that sits at the centre of our solar system plays an essential role in the survival of planet earth and all the living beings that inhabit it. Human beings like plants and animals have adapted to maximise the benefits they can reap from the sun. Our skin, the biggest organ, absorbs UV rays from the sun to create vitamin D which among many things is crucial for good bone health and aids in healthy cell growth. However, long-term exposure to UV rays can be very harmful to our skin as it causes damage to our DNA which leads to cell dys­function. Over a period of time, the damaged cells grow increas­ ingly out of control, which can lead to skin cancer. It is a harrowing thought, cancer forming silently within our bodies but there are some signs that should indicate whether you need to seek some medical advice. Being sunburned often is some­thing worth mentioning to your dermatologist or GP. Then one can also look out for sunspots on their face, hands or frequently exposed skin which is another indicator of too much exposure to UV rays. Also, if you notice premature ageing such as wrinkles forming on your face then that means that the skin’s elastic fibres are being damaged. Therefore, it is crucial to be aware of these signs and to discuss your concerns with a professional as soon as possible.

HVAÐ ER SÓLARVARNARSTUÐULL (E. SPF)? Það er mikilvægt að nota sólarvörn og verja sig gegn sólinni. Sólar­vörn og aðrar vörur eins og rakakrem sem hafa sólarvarnarstuðul verja húðina með því að hægja á áhrifum sólarinnar á húðina. Sólar­varnarstuðullinn er „hlutfallsleg mæling sem gefur til kynna hversu lengi sólarvörnin verndar þig fyrir útfjólubláum geislum.“ Meðal margra leiða til að forðast langa útsetningu fyrir sólinni eins og að halda sig í skugga og að klæðast kælandi en verjandi fatnaði, eins og höttum, er sólarvarnarstuðull einnig mjög mikilvægur. Tölur sólar­varnarstuðla eiga yfirleitt bara við um UVB geisla, en sumar sólar­ varnir verja einnig gegn UVA geislum. UVB og UVA geislar eru báðir á rófi útfjólublás ljóss. UVA geislar smjúga dýpra inn í húðina en UVB geislar, þó að þeir síðarnefndu valdi sólbruna og séu áhrifameiri í myndun húðkrabbameins. THE STUDENT PAPER

WHAT IS SPF? Meanwhile, it is important to use sunscreen and protect yourself against the sun. Sunscreen or products like moisturisers that have SPF in them protect our skin by delaying the sun’s impact on our skin. SPF is the “relative measurement indicating the amount of time the sunscreen will protect you from ultraviolet (UV) rays.” Among many ways to avoid long exposure to the sun such as staying in the shade and wearing cool but protective clothing such as hats, SPF is also very important. SPF numbers typically refer only to UVB rays, but some sunscreens can protect against UVA as well. Both UVB and UVA rays fall under the spectrum of UV light. UVA rays penetrate the skin more deeply than UVB rays, while the latter is the culprit behind sunburns and plays a greater role in causing skin cancer.

56


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Skjátími: Að verja minni tíma á netinu hvernig, af hverju og er það þess virði?

9min
pages 70-71

Þrautir & lausnir

4min
pages 72-76

Forréttindi og geðheilsa: Eitrað samband

5min
page 69

Um Tvístruð eftir Gabor Maté: Hvernig athyglisbrestur verður til og hvað er til ráða

11min
pages 66-68

Um sjálfsást

10min
pages 64-65

Dalslaug: Heimsókn í nýjustu sundlaug landsins

3min
page 63

Uppskriftarhornið: Allt á pönnu

6min
pages 59-61

Uppáhalds Hámumatur: Réttindaskrifstofa SHÍ situr fyrir svörum

9min
pages 57-58

Strætó býður afslátt fyrir nema: Og svona sækirðu hann

3min
page 62

Sólin, húðin og SPF

5min
page 56

Spyrðu hagsmunafulltrúa SHÍ: Jessý Jónsdóttir svarar spurningum stúdenta FAQ for SHÍ’s Student Interest

5min
page 55

Svefnráð úr ýmsum áttum

4min
page 51

Heilbrigt kynlíf og heilbrigt viðhorf

5min
page 44

Við eigum öll erindi í umhverfis umræðuna: Viðtal við formann ungra umhverfissinna, Tinnu Hallgrímsdóttur

9min
pages 31-32

Meðganga og fæðing

9min
pages 33-34

Lærum að lesa

5min
pages 40-41

Kennir læknanemum bókmenntafræði Guðrún Steinþórsdóttir ræðir um vensl bókmennta og læknavísinda

15min
pages 35-37

Svefnleysi drepur hægt

7min
pages 48-50

Bókmenntahorn ritstjórnar Bækur um heilsu

7min
pages 42-43

Hvor er óður, þú eða ég?

4min
pages 29-30

Heilsumannfræði

4min
page 22

Vill gefa gæðum háskólans meiri athygli: Viðtal við Áslaugu Örnu

16min
pages 10-12

Ávarp ritstýru

9min
pages 5-6

Ríkisrekin og einkarekin heilbrigðisþjónusta

9min
pages 13-14

Fjöltyngi er fjársjóður

8min
pages 18-19

Lífið er leikur

9min
pages 25-26

Heilbrigði er afstætt: Af hvíldar lækningum og hoknum konum á bak við veggfóður

11min
pages 15-17

Að vera breytingin

8min
pages 20-21
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.