Ritstjórn / Editorial Team
Þýðing / Translation Victoria Bakshina
Myndir / Photos Snædís Björnsdóttir
Grein / Article
Uppskriftahorn: Allt á pönnu Recipe Corner: Everything in a Frying Pan Þrátt fyrir að vera meðvituð um slæmar afleiðingar matarsóunar, fyrir jörðina sem og fyrir veskið, getur verið erfitt að nýta allan matinn úr ísskápnum. Hvað getum við gert þegar við reynumst aðeins of metnaðarfull í matarinnkaupunum eða eigum erfiða viku og gleymum að borða? Eða þegar við erum of sjaldan heima til að geta eldað? Eða þegar við vitum einfaldlega ekki hvað við eigum að búa til? Við hjá Stúdentablaðinu þekkjum allar þessar raunir vel og höfum því tekið saman nokkur ráð og eina uppskrift sem hjálpa til að nýta grænmeti sem komið er á síðasta séns. Leitaðu að réttum uppskriftum: Ef okkur langar að nýta afganga og grænmeti er gott að leita að uppskriftum út frá því sem við eigum nú þegar, í staðinn fyrir að fletta upp rétti og kaupa allt í hann. Sjóðið úr afskorningum: Í staðinn fyrir að henda því sem við skerum burt af grænmetinu okkar, er hægt að geyma það í frysti og búa til grænmetissoð sem nýtist sósur og súpur. Hýði og stilkar eru gríðarlega næringarrík og því synd að missa af þeim steinefnum. Geymið rétt: Ef grænmeti og ávextir eru geymdir á réttan hátt er hægt að framlengja líftíma þeirra til muna, til eru ótal leiðbeiningar á netinu um það. Nýtið gamla tómata: Þegar tómatarnir verða mjúkir er fullkomið að nýta þá í pönnu- eða ofnrétti, búa til súpu eða jafnvel bruschettu. Frystið ferskar jurtir: Við eigum það mörg til að kaupa ferskar jurtir, nota smá og fylgjast svo með þeim rotna í ísskápnum. Sniðug leið til að geyma þær er að skera niður og frysta. Varðveitið grænmeti: Til að framlengja líftímann getum við súrsað, þurrkað eða fryst grænmetið okkar og þannig notið þess mun lengur. Búið til ídýfur: Oft eiga dósir af baunum til að safnast saman í dökkum skúmaskotum skápanna og gleymast. Góð leið til að nýta þær er að búa til ídýfur, eins konar hummus. Þá er gott að sjóða baunirnar í 3 mínútur og skella svo í ískalt vatn til að stöðva eldunartímann. Þar næst eru þær settar í blandara með smá salti og olíu. Við mælum líka með því að prófa sig áfram með kryddum og öðru grænmeti, eins og rauðrófum eða sólþurrkuðum tómötum.
THE STUDENT PAPER
Despite being aware of the bad consequences of food waste, for the earth as well as for the wallet, it can be difficult to take advantage of all the food in the fridge. What can we do when we have been a bit too ambitious in grocery shopping or have a difficult week and forget to eat? Or when we are rarely at home to be able to cook? Or when we simply don’t know what we are supposed to prepare? We at the Student Paper know all these struggles well and have compiled a few tips and one recipe to help you take advantage of the vegetables that are about to go bad. Search for the right recipes: If we would like to take advantage of leftovers and vegetables, it’s good to look for recipes using what we already have, instead of looking up dishes and buying everything for them. Cook the trimmed parts: Instead of throwing away the parts we cut off our produce, you can store them in the freezer and create a vegetable broth that will be useful for sauces and soups. Peel and stalks are very nutritious, and, therefore, it’s a sin to lose those minerals. Store it right: If vegetables and fruits are stored properly it can extend their lifespan considerably, there are countless instructions on the internet about it. Use old tomatoes: When tomatoes become soft it is perfect to take advantage of them in a frying pan – or an oven-cooked dish, make a soup or even a bruschetta. Freeze fresh herbs: We have to buy many fresh herbs, use them a little and observe how they are rotting in the fridge. An innovative way to store them is to cut and freeze them. Save the vegetables: To extend the lifespan, we can pickle, dry or freeze vegetables and enjoy them for much longer. Make dips: We often have cans of beans accumulating in the dark corner of the pantry, being overlooked. A good way to take advantage of them is to create dips like hummus. It is good to boil the beans for 3 minutes and throw them in icy water to stop the cooking time. Then put them into a blender with a pinch of salt and oil. We also recommend trying adding spices and other vegetables like beetroot or sun-dried tomatoes.
59