Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 16

HÝRORÐALISTI Bleikþvottur Lýsir því hvernig þjóðríki og fyrirtæki nota hinsegin fólk og málefni þeirra til að skapa sér jákvæða ímynd. Gagnkynhneigðarhyggja Gagnkynhneigðarhyggja er kerfi hugmynda sem meðvitað eða ómeðvitað setur fólk sem ekki er gagnkynhneigt skör lægra en það sem er gagnkynhneigt. Hinsegin Regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem er ekki gagnkynhneigt og/eða fellur ekki inn í það sem teljast hefðbundinð kyn eða kynhlutverk. Jaðarsetning Jaðarsetning er ferli þar sem tilteknum hópum samfélagsins er ýtt út á jaðar þess. Þessir hópar hafa þá ekki jafn greiðan aðgang að völdum, upplýsingum, menntun og virðingu í samfélaginu. Kvár Fullorðin manneskja sem skilgreinir sig utan tvíhyggjunnar; kynhlutlaust orð sambærilegt orðunum karl og kona. Kyn og kyngervi Kyn og kyngervi eru lykilhugtök bæði innan hinseginfræða og kynjafræða. Í þessum fræðum þykir oft gagnlegt að greina á milli líffræðilegs kyns annars vegar, sem þá er einfaldlega nefnt kyn (e. sex), og hins vegar félagslega mótað kyns, sem þá er nefnt kyngervi (e. gender). Í almennu talmáli hérlendis vísar þó kyn oftast bæði til kyns og kyngervis. Kynjatvíhyggja Sú hugmynd um að fólk sé annaðhvort kvenkyns eða karlkyns.

Óhinsegin Kemur fyrir í þessu tölublaði og lýsir þeim sem ekki skilgreina sig sem hinsegin, s.s. gagnkynhneigðu fólki sem skilgreinir sig út frá því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu (sískynja). Regnbogakapítalismi Þegar fyrirtæki nota regnbogann og önnur tákn hinsegin samfélagsins í markaðslegum tilgangi, án þess að taka þátt í hinsegin samfélaginu á merkingarbæran hátt, t.d. með virkri baráttu gegn fordómum og misrétti eða fjárhagslegum stuðningi við hinsegin samtök. Síshyggja (transfóbía) Síshyggja er kerfi hugmynda sem setur trans fólk skör lægra en sís fólk. Öráreitni Öráreitni er hugtak sem notað er yfir hversdagslegar athafnir, athugasemdir eða umhverfisþætti sem eru niðrandi eða niðurlægjandi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og eiga sinn þátt í jaðarsetningu þess. Hver athöfn, umhverfisþáttur eða athugasemd er ef til vill ekki stórvægileg ein og sér en þegar jaðarsett fólk finnur fyrir slíku reglulega, jafnvel daglega, eykur það álagið sem það verður fyrir samfélagsstöðu sinnar vegna og gerir jaðarstöðuna áþreifanlega. Transútilokandi femínismi (TERF) TERF-ismi (Trans Exclusionary Radical Feminist) kennir sig við femíiniísma en hann snýst um það að transkonur búi aðyfir forréttindum karlmanna, þekki ekki kúgun kvenna af eigin raun og eigi þar með ekki erindi hvað réttindabaráttu kvenna varðar. TERF-ismi

gengur út frá því að trans konur séu í raun að ráðast inn á svæði kvenna og styrki með því feðraveldið. KYNHNEIGÐ* Gagnkynhneigð Að laðast að gagnstæðu kyni; karl laðast að konu og öfugt. Athugið að þetta orð er litað af þeirri hugmynd að kynin séu einungis tvö og gagnstæð hvort öðru. Samkynhneigð Að laðast að sama kyni og man sjálft tilheyrir; hommi er samkynhneigður karlmaður og lesbía er samkynhneigð kona. Tvíkynhneigð Að laðast að fleiri en einu kyni. Upprunalega átti hugtakið við um fólk sem laðast bæði að körlum og konum, en það getur einnig átt við um t.d. karl sem laðast bæði að konum og trans fólki sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunnar. Pankynhneigð Að laðast að öllum kynjum; konum, körlum og fólki af öðrum kynjum. Athugið að hugtakið á ekki endilega við um að pankynhneigt fólk laðist jafnt að öllum kynjum, heldur einfaldlega þann eiginleika að geta hrifist af öllum kynjum. Forskeytið pan- á rætur sínar að rekja til gríska orðsins pâs, sem merkir allt. Eikynhneigð Að laðast sjaldan eða aldrei kynferðislega að öðru fólki. Sumt eikynhneigt fólk hefur kynhvöt en hefur ekki áhuga á að fullnægja henni með öðru fólki; annað eikynhneigt fólk hefur litla eða enga kynhvöt. Sumt eikyn-

*Til eru mun fleiri kynhneigðir sem hægt er að kynna sér betur á vef Hinsegin frá Ö til A.

16


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.