Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 20

Board of Q – Queer Student Association Iceland

Stjórn Q–félags hinsegin stúdenta

Orðin þín – líðan mín Að nýta forréttindi sín til góðs Qvað felst í forréttindum?

Qver er vandinn?

Forréttindi eru forskot og réttindi sem fólk hefur vegna stöðu sinnar í samfélaginu. Forréttindi flestra eru marglaga og tvinnast saman á margbreytilegan hátt. Forréttindi á einu sviði útiloka ekki jaðarsetningu á öðru sviði en samtvinnun þessara þátta mótar hvernig við sjáum heiminn og hvernig heimurinn sér okkur. Forréttindastaða hefur þannig áhrif á það hvernig við sem einstaklingar upplifum samfélagið í kringum okkur, hvar við erum velkomin og hvernig komið er fram við okkur. Flest jaðarsett fólk er meðvitað um þau forréttindi sem það hefur og er því líklegra til að vera vakandi fyrir þeim og sýna samstöðu með öðru jaðarsettu fólki. Þeim mun meiri forréttindi sem einstaklingur hefur, þeim mun auðveldara er að gleyma - eða hunsa - jaðarsetningu annarra.

Vandinn er í raun sá að of margt fólk lítur á Ísland sem jafnréttisparadís og sem hinsegin paradís. Sú er ekki raunin og við þurfum ekki að leita langt til að finna vísbendingar um það. Hinsegin fólk hefur flest heyrt óhinsegin fólk og annað fólk í forréttindastöðu segja eitthvað í þá átt að það sé svo erfitt að vera að „segja alltaf réttu hlutina“ og að „það megi nú ekkert lengur“. Það sem fólk er í raun að upplifa er það að jaðarsett fólk hefur sett mörk og að fólk í forréttindastöðu þarf að mæta afleiðingum orða sinna. Það hefur aldrei verið í lagi að beita hatursorðræðu, það var bara mun auðveldara að komast upp með það áður.

CheQ your privilege Það er mikilvægt að vera meðvituð um eigin forréttindastöðu. Þá fyrst er hægt að hjálpa og vera til staðar fyrir jaðarsett fólk. Hjálpin felst fyrst og fremst í að hlusta á og trúa því þegar fólk lýsir upplifunum sínum af því misrétti sem það mætir í samfélaginu. Jaðarsett fólk hefur stundað það lengi vel að fylgjast með grasrótarhreyfingum annarra jaðarsettra hópa og sýnir stuðning í verki og virðingu. ,,Ekkert okkar er frjálst fyrr en við erum öll frjáls“ ber einmitt þennan boðskap. Jaðarsett fólk styður annað jaðarsett fólk og nýtir til þess þau forréttindi sem þau hafa umfram hvort annað á ólíkum stöðum. Hinsegin fólk á ekki alltaf að þurfa að taka slaginn þegar það mætir fordómum, hatri og ofbeldi. Þá er mikilvægt að til staðar sé óhinsegin fólk sem er tilbúið að taka upp hanskann. Í því að fylgjast með eigin forréttindastöðu felst að fylgjast með jaðarsetningu fólks í kringum okkur, bera kennsl á og viðurkenna það misrétti sem það þarf að þola á hverjum degi. Þá fyrst er hægt að vinna að því að bæta stöðuna.

Er það samt of mikið á fólk lagt að tala um og við jaðarsett fólk af virðingu? Þetta snýst um að tileinka sér orðræðu sem er inngildandi því öll eiga rétt á að fá pláss í tungumálinu. Margt fólk í forréttindastöðu leggur ekki á sig að læra að nota önnur fornöfn en „hann“ og „hún“ um einstaklinga, sem sýnir mikla vanvirðingu og er lítillækkandi fyrir kynsegin fólk sem notar fornöfn eins og „hán“, „héð“ og „hín“. Fólk myndi seint samþykkja það ef nafn þess yrði ítrekað hunsað og hvert og eitt myndi sjálft ákveða hvaða nafn þau nota um fólk í kringum sig. Hvers vegna er það þá í lagi gagnvart hinsegin fólki? Með því að miskynja fólk er verið að hunsa sjálfsskilgreiningar þess og smætta tilvist þeirra. Hinsegin fólk (og eflaust mörg ykkar lesenda líka) heyrir allt of oft niðrandi hugtök í daglegu tali hjá óhinsegin fólki. Þessi orðanotkun verður sérstaklega áberandi hjá unglingum og börnum, sem heyra hana sjálf frá foreldrum sínum og öðru fólki í kringum sig. Þetta á ekki bara við þegar kemur að hinseginleika heldur líka orðræðu sem á við um aðra jaðarsetta hópa, sérstaklega fatlað fólk og svart fólk. Notkun þessara hugtaka er mjög særandi og getur gert það að verkum að fólk velur að koma ekki út í óöruggu rými eða fela hinseginleika sinn.

20


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.