How to utilize one’s own privilege for the better
Að nýta forréttindi sín til góðs
Words Bear Weight How to utilize one’s own privilege for the better Qvað er hægt að gera?
Qnowledge of one’s own privilege
Við eigum enn langt í land þegar kemur að lagalegum réttindum hinsegin fólks á Íslandi og hinsegin fólk er enn jaðarsettur hópur. Undanfarið hefur skapast aukið pláss fyrir fordómafullar athugasemdir og skoðanir sem endurspegla fáfræði og sýna fram á að fólk er enn að loka augunum gagnvart eigin forréttindum og jaðarsetningu annarra. Sem dæmi má nefna ummæli vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur og frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög sem brjóta gegn fjölmörgum alþjóðlegum samningum auk grundvallarmannréttindum fólks.
Privileges are advantages and rights that people have due to their status in society. Most people’s privileges are multifaceted and are intertwined in a multitude of ways. Privilege on one front does not rule out other marginalisation and the intersection of these factors moulds our view of the world and how the world views us. Privilege affects the way we as individuals experience society around us, where we are welcome and how we are treated. Most marginalized people are aware of the privileges they possess and, as a result, they’re more likely to show solidarity with other marginalized groups. With more privilege, it becomes easier to forget, or ignore, the marginalization of other groups.
Hinsegin fólk á, má og þarf að taka pláss í samfélaginu. Það þarf að vera sýnilegt og áberandi. Með því að vera áberandi verðum við fyrirmyndir fyrir þau sem þora ekki að koma út en það getur skipt sköpum að hafa einhvern nálægt sér sem hægt er að leita til og sækja stuðning í. Við þurfum að þröngva hinseginleika okkar upp á fólk í kringum okkur, eins og heyrst hefur að óhinsegin fólk kvarti undan, þar til það er ekki lengur óþægilegt. Við erum hér og við erum hýr. Fyrir þig sem ert ekki hinsegin: talaðu um hinsegin fólk, hinsegin list, hinsegin menningu, hinsegin þekkingu. Talaðu við hinsegin fólkið í kringum þig og kynnstu fleira hinsegin fólki. Lærðu að spyrja fólk hvaða fornöfn þau nota og æfðu þig að nota þau í einrúmi eða með einhverjum til þess að vera með það á hreinu þegar þú hittir kynsegin fólk. Æfðu þig að tala ókynjað almennt, þar sem það er meira inngildandi talsmáti. Deildu hinsegin röddum og gefðu þeim rými. Notaðu heimildir hinsegin fræðafólks í verkefnavinnu og gerðu skólaverkefni sem taka mið af jaðarsettu fólki. Sýndu stuðning í verki með því að styrkja hinsegin fólk, gefa því tækifæri á öllum sviðum samfélagsins og með því að svara fordómum þegar þú kemur auga á þá.
CheQ your privilege It’s important to be aware of one’s privilege status. Awareness leads to us being able to help and support marginalized and oppressed people. Help consists first and foremost of listening, and believing people’s experiences of the oppression they face in society. Marginalized groups often follow other groups’ organisations working towards equality, and actively support and respect their operations. “None of us are free until all of us are free” encompasses how it’s important that we support each other in our fight towards freedom. Marginalized groups support each other by being aware of their differing privileges. Queer people shouldn’t stand alone at the forefront of the fight when dealing with prejudice, hate speech and violence. It is vital for non-queer people to carry the torch as well. By checking our own privilege we, in turn, can observe the marginalization of people around us, recognize it and acknowledge the oppression many face every day. Only then can we actively change the situation for the better.
21