Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 28

Margrét Björk Daðadóttir

SÉRÐU EKKI AÐ ÉG SÉ HINSEGIN ??

Síðan ég var unglingur hef ég hugsað mikið og ítarlega um eigin kynhneigð og í seinni tíð eigið kyn. Þetta hefur alltaf verið stór og mikilvægur hluti af minni sjálfsmynd og ég er mjög stolt af því að tilheyra hinsegin samfélaginu. Ég skilgreini mig sem tvíkynhneigða og tala mikið og opinskátt um það. Ég hrífst að öllum kynjum, en ástæðan fyrir því að ég skilgreini mig sem tvíkynhneigða en ekki pankynhneigða er að ég hrífst ekki að fólki óháð kyni eins og pankynhneigð er oft lýst og því mér finnst tvíkynhneigð eiga betur við um mig. Ég hrífst einmitt að fólki mjög háð kyni og upplifi hrifninguna mjög ólíkt milli kynja. Ég hef deitað bæði stelpur og stráka og finn mikinn mun þar á. Ég upplifi það sem tvennt ólíkt að deita lesbíska stelpu og óhinsegin strák. Ég sé hvernig standardarnir mínir lækka þegar ég deita stráka, þeir þurfa bara að gera the bare minimum og ég leyfi því að duga. Hins vegar hef ég í gegnum tíðina deitað alveg ótrúlegar stelpur. Ég held að þetta sé vegna þess ég laðast mjög ólíkt að fólki eftir kyni. Ég hrífst frekar rómantískt að stelpum og kynsegin fólki en hrifning mín að strákum er mun frekar kynferðisleg en rómantísk.

Ég tel mig mjög heppna að vera tvíkynhneigða og myndi ekki vilja breyta því. Mér finnst kynhneigðin mín líka lita kyntjáninguna mína. Ég á stundum erfitt með það þegar menn sjá mig sem konu, nema þegar ég sérstaklega vil það. Mér finnst það vera svo mikilvægur hluti af kyninu mínu að vera hinsegin. Það er einhver smá frelsun frá the male gaze. En ég finn líka að ég upplifi mig öðruvísi eftir því hvort ég vilji að strákar sjái mig eða stelpur og kynsegin fólk, þó að það sé ákveðin þversögn í því. Ég vil frekar vera kvenleg ef ég er skotin í strák en meira kynlaus ef ég er skotin í stelpu eða stálpi. Mér finnst mjög gaman að ég geti notað útlit og klæðnað til að velja hvaða fólk ég vil laða að mér og hvernig það hrífst að mér, en á sama tíma er það algjör hausverkur. Hvað ef ég fer út úr húsinu í kynhlutlausum eða masculine fötum og rekst svo á sætan strák sem ég vil að sjái mig? Nú þá eða ef ég fer út úr húsinu í kvennlegum fötum og skvísuð á því og sé svo stelpu sem mig langar að fatti að ég sé hinsegin? Ég get ekki verið með auka outfit á mér hvert sem ég fer! Hér skal taka fram að ég er alls ekki að setja samasemmerki milli þess að vera kvenleg kona og að vera gagnkynhneigð, eða að vera masculine kona og hinsegin. Mín upplifun á eigin kyni, kynhneigð og hrifningu helst bara ótrúlega mikið

28

í hendur við kyntjáninguna mína. Ég tengi í raun mína hrifningu að stelpum og kynsegin fólki mun meira við hinseginleika minn en kvenleika minn. Hins vegar tengist mín hrifningu að strákum mun meira kyni mínu, þá vil ég vera stelpa. En það er aðeins ef ég er nú þegar spennt fyrir stráknum, ég vil fá að stjórna því hvenær strákar sjá mig sem konu. Kynhneigð er bæði mjög persónubundin og persónuleg. Ég er mjög þakklát því að hinsegin samfélagið skapi rými í samfélaginu fyrir fólk til að spá í og skoða eigið kyn og kynhneigð. Þetta er eitthvað sem ég get íhugað og talað um endalaust, enda er þetta stór hluti af minni sjálfsmynd og upplifun af heiminum.

Image: Margrét Björk Daðadóttir

Þegar ég var í sambandi með stelpu slapp ég alveg við óumbeðna viðreynslu frá karlmönnum með því að segja bara að ég ætti kærustu. Þess vegna sagði ég fólki gjarnan að ég væri lesbía eftir að því sambandi lauk, ég vildi ekki að menn héldu að þeir mættu reyna við mig. Ég var ekki tilbúin að sleppa þeim fríðindunum sem fylgdu því að vera í sambandi með stelpu. Ég vildi bara láta þá vita að ég væri tvíkynhneigð væri ég spennt fyrir þeim, og þar með hafa stjórn á því hver og hvenær horfa mætti á mig kynferðislega. Vegna þess hve fólk er litað af tvíhyggju

samfélagsins vil ég frekar að fólk haldi að ég sé lesbía en að ég sé gagnkynhneigð, vegna þess að þá finnst mér ég hafa meiri stjórn á minni hlutgervingu sem kona, þó að ég myndi helst kjósa að fólk sæi mig alltaf sem tvíkynhneigða. Mér finnst það í raun valdeflandi þegar hinseginleiki minn er meðtekinn, ég gef strákum ekki tækifæri á því að íhuga neitt frekar með mér nema ég gefi því sérstaklega leyfi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.