Birgitta Björg Guðmarsdóttir Image: Klara Rosatti
dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki. Klara Rosatti er listakona, en verk eftir hana voru áberandi á strætóskýlum og auglýsingaskiltum borgarinnar á nýliðnum Hinsegin dögum. Hvítar verur af alls konar stærðum og gerðum í ástaratlotum – við hvorar aðrar eða sjálfar sig. Verurnar skarta gjarnan höttum með fánalitum hinsegin samfélagsins, bera tattoo, þær eru stundum fatlaðar og af og til sést inn í þeirra innri líkamsstarfsemi, leg eða hjörtu eins og á röntgenmynd. List Klöru er mjúk, feminísk og afgerandi kærleiksrík. Aðspurð því hvernig Klara skilgreinir sig, segist hún lengi hafa kosið það að skilgreina sig ekki, en að í dag skilgreini hún sig sem tvíkynhneigða konu, og noti fornöfnin hún/hennar. Ég skilgreini mig sem tvíkynhneigða konu. Ég er stundum ekki ennþá alveg viss um hvort ég eigi frekar að skilgreina mig sem pan eða bi, en mér líður bara vel undir bi-flagginu. Það útilokar heldur ekki hrifningu á kynsegin fólki eða transfólki, svo það hentar mér bara prýðilega. Þegar ég var í menntaskóla til dæmis
Not having to define oneself is precious.
þá var ég í löngu sambandi og þá einhvern veginn var ég ekkert rosa mikið að pæla í minni kynhneigð þannig séð. Mér fannst svo eðlilegt að vera umkringd alls konar hinsegin fólki þá, en það var ekki fyrr en seinna að ég fór að spyrja sjálfa mig spurninga um eigin kynhneigð. Fyrsta tinderdeit sem ég fór á eftir þetta samband var með stelpu og samt hugsaði ég bara: ég veit ekki – ég skilgreini ekki kynhneigð mína. Og síðan var ég að hitta stelpur og fara í sleik við stelpur – og sagði alltaf: það sem gerist gerist, ég þarf ekki að skilgreina mig. Sem er líka allt í lagi. Mér fannst bara þægilegra að skilgreina mig ekki þá. Og það er bara þannig. Það ætti ekki að skipta neinu sérstöku máli. Ef ég veit hvernig mér líður þá sé ég ekki hvernig það kemur einhverjum öðrum við. En mér líður allavega vel undir bi stimplinum núna. Við Austurvöll má finna myndasyrpu eftir Klöru sem sett var upp í tilefni Hinsegin daga, en sýningin ber heitið Furðuleg, og er það eins konar samnefnari yfir þau verk Klöru sem innihalda verurnar hennar. Klara segir að nafnið sé vísun til þess hvað
30
henni finnist leg stundum furðuleg, en að sama skapi furðuleika hennar sjálfrar. Mér hefur alltaf fundist legið skrýtið og magnað fyrirbæri. Og ég er alltaf mjög tilbúin að ‚embrace-a‘ það á meðan ég er ekki á túr. Svo byrja ég á túr og þá, eins mikið og ég elska legið og þetta blæðingakerfi, eins magnað og það er, þá líður mér eins og ég sé skrímsli, eiginlega, eða eins og ég sé klessa af einhverju... bleh. En með nafnið - mér fannst þetta skemmtilegur orðaleikur. Ég er skrýtin og leg eru skrýtin. Furðuleg getur bæði átt við um mig og skrýtin leg. Verurnar sem einkenna list Klöru eiga rætur sínar í upplifun hennar á sínum eigin líkama, og lýsir hún þeim sem grafískum dagbókarfærslum. Ég hef alltaf verið með smá komplexa varðandi líkama minn – hvernig hann lítur út (hef alltaf verið smá feit og þarna var ég að díla við mína eigin svakalegu fitufordóma sem ég hef sem betur fer aflært núna) og hvernig hann virkar t.d. í tengslum við blæðingar og allt svoleiðis. Það