Birta B. Kjerúlf og Birta Ósk
Hver er staða trans
Image: Regn Sólmundur Evu
Nöfnurnar Birta B. Kjerúlf (hún) og Birta Ósk (hán/hún) unnu í sumar sitthvor rannsóknarverkefnin um stöðu trans fólks í íslensku samfélagi. Bæði verkefnin voru styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnin í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands annars vegar og Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Samtökin ´78 hins vegar. Ósk lagði áherslu á að greina félagslega stöðu kvára á meðan Kjerúlf skoðaði stöðu og réttindi trans fólks gagnvart stjórnkerfinu. En hvað þýðir að vera trans?
Trans regnhlífin Trans er regnhlífarheiti yfir kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem einstaklingi var úthlutað við fæðingu. Undir regnhlífinni eru trans konur, trans karlar og kvár. Kvár er tiltölulega nýtt nafnorð sem má líta á sem aðra regnhlíf undir trans regnhlífinni sem nær yfir allt fólk sem upplifir sig og skilgreinir á einn eða annan hátt utan kynjatvíhyggjunnar: kona-karl. Sís (stundum stafsett cís) er hugtak yfir öll hin, eða þau sem upplifa kyn sitt í samræmi við það sem þeim var úthlutað við fæðingu.
Samfélagið og kerfi gera ekki ráð fyrir trans fólki Helstu niðurstöður beggja rannsókna voru þær að trans fólk mætir víðsvegar gölluðum kerfum sem ekki gera ráð fyrir þeim. Hópurinn er gerður ósýnilegur, hann er ýmist ekki nefndur eða honum jafnvel afneitað í almennri umræðu. Slík kerfi eru jafn ólík og þau eru mörg, allt frá því að vera tölvukerfi sem bjóða ekki upp á hlutlausa kynskráningu og þröngva kynsegin fólki í kynjuð box, yfir í að vera mun stærri í sniðum, t.d. heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfið, skólakerfið,
Where do trans people