Where do trans people stand in Icelandic society?
Hver er staða trans fólks á Íslandi?
fólks á Íslandi? stjórnsýsla og vinnustaðir. Það er því miður raunin að málefni hópsins hafa ekki verið ofarlega á baugi hjá stjórnvöldum. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 voru stórt skref í réttindabaráttu trans fólks en þau voru engin töfralausn á þeim vandamálum sem það stendur frammi fyrir á hverjum degi. Vandamálin eru fjölbreytt og finna má ítarlega útlistun á þeim í rannsóknarskýrslunum báðum. Til dæmis hvað varðar vandamál innan stjórnkerfisins má nefna að kvár hafa takmarkað ferðafrelsi sem fylgir hlutlausri kynskráningu, heilbrigðiskerfið reiðir sig á ýmsar kynbundnar reglur sem þjónusta trans fólk rangt eða alls ekki og málefni hópsins eru ekki í forgangi á borði stjórnvalda og því vanrækt. Önnur vandamál má finna í afstöðu samfélagsins í heild sinni til trans fólks og kvára. Þau eru til dæmis að fólk leggur sig ekki fram við að nota fornafnið hán og tala í hvorugkyni, leiðir málefni hópsins hjá sér og veldur það því að hópurinn verður ósýnilegur í samfélaginu og trans fólk þarf sjálft að berjast fyrir eigin tilveru. Hvar liggur ábyrgðin? Þá er lítið traust til staðar meðal trans fólks til stjórnvalda. Rekja má þennan skort á trausti til þessara gölluðu kerfa og takmarkaðs vilja stjórnvalda og ríkisstofnana til að fræða sig um og vinna að málefnum trans fólks og kvára. Það er ofsalega orkufrekt fyrir trans fólk að þurfa að verja tilverurétt sinn og fræða aðra daglega um hvað það þýðir að vera trans. Dæmi um þetta má taka úr heilbrigðiskerfinu þar sem trans
fólki er gert að fræða starfsfólk sem sjálf eiga að teljast sérfræðingar. Þessu þarf að breyta. Þetta er verkefni sem ætti að vera á herðum forréttindameiri meirihlutahópsins: sís fólks. Sís fólk ætti fyrst og fremst að hlusta á og trúa trans fólki og sýna þeim virðingu með því að nota rétt fornöfn, nafn og kynja þau rétt. Sís fólk ætti einnig að fræða sig sjálft um málefni trans fólks og fræða aðra sem fara með rangt mál eða beita jafnvel hatursorðræðu, þannig getur sís fólk notað forréttindi sín til góðs. Stjórnvöld og samfélagið allt þurfa að taka höndum saman við að stuðla að aukinni jákvæðri vitundarvakningu og sýnileika hópsins. Auk þess er nauðsynlegt að ráðast í beinar aðgerðir til að bæta réttindastöðu trans fólks í íslensku samfélagi og leiðrétta það misrétti sem þau þurfa að sæta. Langar þig að fræða þig meira um málefni trans fólks? Rannsóknarskýrslur Birtu og Birtu voru gefnar út í september og eru aðgengilegar á vef Kvenréttindafélagsins og Stjórnmálafræðideildar HÍ. Þar má lesa mun ítarlegri greiningu á niðurstöðum beggja rannsókna. Enn fremur verður haldið málþing á útgáfudegi þessa blaðs, þann 21. október kl. 11:40-13:10, í Odda. Þar verður greint frá niðurstöðum rannsóknanna og í kjölfarið verður haldið pallborð þar sem staða trans fólks og kvára í íslensku samfélagi verður rædd. Öll eru velkomin og hvött til að mæta. ///
Namesakes Birta B. Kjerúlf (she) and Birta Ósk (they/she) each worked on their research projects on the status of trans people in Icelandic society. Both projects were funded by the Student Innovation Fund and were conducted in collaboration with the Icelandic Women's Rights Association on the one hand, and the Faculty of Political Science at the University of Iceland and Samtökin 78 on the other. Ósk focused on analyzing the social status of kvár or non-binary people, while Kjerúlf examined the status and rights of trans people in relation to the political system. What does it mean to be trans? Trans umbrella Trans is an umbrella term for gender identity that does not correspond to the gender assigned to a person at birth. Under the umbrella are trans women, trans men and kvár or non-binary people. Kvár is a relatively new noun that can be seen as another umbrella under the trans umbrella that covers all people who experience themselves and define in one way or another outside the gender dichotomy: female-male. Cis is a term for all the others, or those who experience their gender according to the one they were assigned at birth. Society and the system do not expect the existence of trans people The main findings of both studies were that trans people face widely flawed systems that do not expect their existence. The group is made invisible, it is either not mentioned
stand in Iceland?