Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 42

Helen Nicola Seeger

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ Við Jónína hittumst á Café Babalú, krúttlegu kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þar sem við höfum aðeins verið í sambandi gegnum Facebook þekki ég hann ekki til að byrja með þar sem hann stendur og bíður eftir afgreiðslu í biðröðinni, en við fundum hvort annað á endanum. Jónína er með sítt hár, klæddur öllu svörtu og án farða. Hann er öðruvísi en ég bjóst við miðað við það sem ég sá eftir að hafa skoðað samfélagsmiðla hans en þeir eru fullir af drag og „cosplay“ myndum.

En það var ekki aðeins það að finna réttu hugtökin sem skiptu máli í ferlinu. Jónína segir að drag og cosplay hafi hjálpað sér að öðlast meira sjálfsöryggi líkamlega, en hann leikur sér oft með ólíka eiginleika í dragsýningum sínum eins og að sýna brjóstin sín og að vera með skegg – kyntjáning hans á sviði fer eftir því hvernig honum líður þann daginn. Árið 2019 fann hann sinn stað, sitt heimili, í íslenska dragsamfélaginu og tók þátt í sýningu á Gauknum. Þó að það væri honum ekki ný tilfinning að standa á sviði, voru drag-sýningarnar samt sem áður glænýr heimur. Jónína, eða ApocalypsticK, leggur áherslu á að sviðs-

„Mér finnst gaman að vinna mikið með gerviblóð“, segir hann brosandi og heldur áfram að segja mér frá atriði þar sem hann dró sverð úr brjóstkassanum – og á eftir fylgdi að sjálfsögðu mikið af gerviblóði. Búningarnir sem Jónína er í eru að hluta til keyptir en einnig finnst honum gaman að leysa ímyndunaraflið úr læðingi og búa til sína eigin búninga. Þetta er dýrt áhugamál, sérstaklega á Íslandi. Jónína segir að drag virki sköpunarkraft hans og sé vettvangur sem geri honum kleift að vera hann sjálfur, og að viðbrögðin og viðurkenningin frá áhorfendum ylji honum um hjartarætur. Að koma fram er það sem hefur gert Jónínu kleift að kunna vel við líkamshluta sem hann vill helst ekki hafa, eins og brjóstin, og gefur honum kjarkinn til að segja: „Þetta er ég.“ Hann segist ekki vera nein fyrirsæta, en að heyra aðdáendur segja honum hversu fallegur hann sé þrátt fyrir nokkrar auka fitufrumur eða brjóstin á honum láti honum líða vel. Hann á aðdáendur á samfélagsmiðlum um allan heim og aðra sem koma reglulega til að sjá sýningarnar hans, Drag Cabaret „ApocalypsticK“, sem hann skipuleggur ásamt öðrum fyrsta föstudag hvers mánaðar Gauknum. Aðspurður því hvort einhver munur sé á drag-menningunni á Íslandi og í Þýskalandi, segir Jónína að það sé frekar hægt að greina mun milli svæða í Þýskalandi. Drag-menning í Þýskalandi sé mun stærri og fjölbreyttari, þar sem mismunandi borgir dragi fram mismunandi áherslur. Sums staðar sé lögð meiri áhersla á fegurð, á meðan aðrir staðir leika sér meira með alternative og öðruvísi útlit. Hann segist vera sérstaklega ánægður með að á Íslandi sé öðruvísi drag mjög vinsælt hjá áhorfendum. Hann bætir því við að hann hafi ekki fundið fyrir áreitni á götum Reykjavíkur og upplifi sig öruggan og samþykktan hér, þó hann sjái stundum neikvæðar athugasemdir á íslenskum kommentakerfum. Hann segist ekki hafa upplifað mikið áreiti í Þýskalandi, en að hann hafi þó upplifað neikvæðari viðbrögð þar en hér. „Ég er eikynhneigður, en það sést ekki beint á manni og svo ég á ekki maka sem hægt er að nota til að draga ályktun um kynhneigð mína, svo ég hef ekki mikið lent í áreiti úti á götu, en ég hef átt mörg týpísk samtöl við þýska karlmenn sem eru gegnsýrð af eitraðri karlmennsku - þar sem þeir fullyrða að ég hafi bara ekki prófað að stunda kynlíf með þeim ennþá.“

42

Images: Odysseus Chloridis

Jónína ólst upp í litlu þorpi í Þýskalandi nærri Münster og hollensku landamærunum. Fjölskylda hans hefur alltaf verið hrifin af Íslandi og það kom engum á óvart þegar Jónína fluttist til landsins, þá 21 árs gamall, árið 2017, en hann segir að það hafi verið ákvörðun sem skipti sköpum í lífi hans. Hér kynntist hann í fyrsta sinn manneskju sem skilgreindi sig sem eigerva (e. agender) og allt í einu áttaði Jónína sig á því að það væri til heiti yfir það sem hann hefur fundið fyrir allt sitt líf. Að alast upp í litlu þýsku þorpi, „fyrir tíma Google“, eins og hann orðaði það, þýddi að það var einfaldlega engin fræðsla í boði hvað varðaði ólíka kynvitund. Um hinseginleika almennt? Jú, það var umfjöllunarefni í skólanum. En Jónína minnist þess að það átti meira við um trans fólk út frá líffræðilegu sjónarhorni. Ég spurði Jónínu hvaða fornöfn hann kysi að nota, þar sem ég sjálf er hrædd um að nota þau vitlaust. Hann segir mér að hann hafi notað þau öll í byrjun en áttaði sig fljótlega á því að vegna kvenkyns útlits hans hafði fólk tilhneigingu til að nota fornöfnin hún/hennar miklu meira en hann/hans eða þeim/þeirra. Jónína vinnur í minjagripabúð og er svo oft kynjaður sem hún/hennar í daglegu lífi að hann ákvað að jafna það út með því að nota oftast hann/hans, en notar stundum þeim/þeirra. Að hans sögn var það mikið frelsi að finna orð sem náði yfir það hvernig honum leið, eftir mörg ár af því að líða eins og hann passaði ekki inn í neina heteró-normatíva flokka, og var stór þáttur í því að hann fór að skilja sjálfan sig.

myndir sínar séu áhrifamiklar og skilgreinir sig innan flokksins „alternative drag“.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.