Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 45

Rakel Anna Boulter

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

Images: 'Family: Woman, Woman, Girl' emoji on varioous platforms

Um fyrirlestur Auðar og Írisar: Mamma, mamma, börn og bíll

Fjölmiðlar eiga ríkan þátt í því að móta viðhorf samfélagsins, en fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fólk hefur ekki verið rannsökuð mikið, hvorki hérlendis né erlendis. Eflaust eru einhverjir lesendur kunnugir þeim Írisi Ellenberger og Auði Magndísi Auðardóttur, en báðar starfa þær við Háskóla Íslands. Auður er lektor í uppeldis- og menntunarfræði og Íris er sagnfræðingur og dósent í samfélagsgreinum við Menntavísindasvið. Íris og Auður hafa unnið að rannsókn um birtingarmyndir hinsegin fjölskyldna í íslenskum fjölmiðlum á árunum 2010 til 2021. Þær fluttu fyrirlestur um verkefnið sem bar titilinn Mamma, mamma, börn og bíll og var fyrirlesturinn kynning á niðurstöðum þeirra. Stefnur og straumar í hinsegin málefnum síðastliðin ár Í fyrstu stiklaði Íris á stóru um lagabreytingar sem urðu í hinsegin málefnum á síðustu þrem áratugum og setti þær í samhengi við breytingar sem urðu á orðræðu fjölmiðla um hinsegin fólk eftir aldamótin. Íris tekur sérstaklega fram og segir mikilvægt að hafa í huga að þær Auður séu hjón sem tilheyra hefðbundinni millistéttar- barnafjölskyldu. „Við erum báðar hvítar, háskólamenntaðar, ófatlaðar, sískynja hinsegin konur. Við tilheyrum þeim hópi sem við erum að rannsaka. Þessi hópur nýtur hvað mestra forréttinda hérlendis innan mengisins ‘hinsegin fólk’. Með þessum greinum viljum við skoða þessi forréttindi ofan í kjölinn og hvaða afleiðingar þau hafa.“

Ekki hinsegin heldur eins og hin

Þá er rétt að skoða hvers lags viðtöl við hinsegin fjölskyldur hafa fengið rými í fjölmiðlum. Auður kynnti gögn rannsóknarinnar, hún sagði mikinn meirihluta viðtalanna vera við samkynhneigt fólk, þar af um þrefalt fleiri við konur. Aðeins eitt viðtalanna er við trans einstakling og átta viðtöl eru við annars konar fjölskyldur. Við þetta má bæta að út frá atvinnustétt má ætla að fólkið sé í millistétt og engin viðmælanda var með sjáanlega fötlun eða fötluð börn. Nýfrjálshyggja í fjölskyldulífinu Í rannsókninni eru áhrif nýfrjálshyggju dregin fram, en ris nýfrjálshyggjunnar átti sér stað á sama tíma og jákvæðari umfjöllun um hinsegin fólk fór að líta dagsins ljós. Samkvæmt hugmyndum nýfrjálshyggjunnar er samkeppni blandað inn í uppeldi, þannig nægir ekki að foreldrar veiti börnum sýnum umhyggju, fæði og húsnæði. „Foreldrahlutverkið fólst fyrst og fremst í þrotlausri vinnu við að vega og meta ólíka kosti til að tryggja að börnin hafi allt sem þau þurfa til að hafa forskot á önnur börn.“

45

Stórt þema sem dregið er fram í rannsókninni er tilhneiging til að ítreka að hinsegin fjölskyldur séu ekkert frábrugðnar öðrum fjölskyldum. Þetta býr eðlilega til togstreitu, þar sem hinsegin fjölskyldur mæta gjarnan hindrunum eða verða fyrir öráreitni sem aðrar „hefðbundnari fjölskyldur“ lenda ekki í. Annað þema fjallar einmitt um hvernig áðurnefndum hindrunum eða öráreitni er stillt upp sem tækifærum til að verða sterkari einstaklingar og ber það titilinn „Hinsegin foreldrar ala upp þrautseiga borgara.“ Annað fyrirferðarmikið hugtak í rannsókninni er samkynhneigð þjóðernishyggja (e. homonationalism). Þetta á við þegar áður jaðarsettir þjóðfélagshópar fara að teljast til „okkar“ og eru þá innlimaðir í þjóðina, gjarnan á kostnað annarra hópa, sem enn teljast til „hinna“. Í fjölmiðlagreinunum sem Auður og Íris taka fyrir má sjá hvernig sá hópur sem hefur verið innlimaður í þjóðina er einkum samkynhneigt fólk sem fellur vel að ímyndinni um fyrirmyndar millistéttarborgarann,


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.