Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 50

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

Árið 2017 ritstýrðu þær Ásta Kristín, Íris og Hafdís Erla bókinni Svo veistu að þú varst ekki hér: Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi. Við vinnslu bókarinnar kom í ljós að aðgengi að heimildum um hinsegin karla var mun betra en að heimildum um hinsegin konur eða fólks af öðrum kynjum. „Á árunum 2016 - 2017 var ekkert í gangi hvað varðar rannsóknir á hinsegin sögu og bókin var sú fyrsta á því sviði. Í útgáfuferlinu tókum við eftir vandræðalegum skorti á umfjöllun um konur og sammæltumst við um að við yrðum að bregðast við. Oft er því haldið fram að séu einfaldlega engar heimildir til um hinsegin konur í fortíðinni en við vorum ekki alveg sannfærðar um að það væri raunin, svo við ákváðum að fara á fullt í að rannsaka það, og úr varð grasrótarverkefnið Huldukonur.“ Ásta, Íris og Hafdís fjármögnuðu verkefnið sjálfar með því að sækja um styrki í Jafnréttissjóð Íslands og unnu með Kvennasögusafni og Samtökunum ‘78. Svo lögðust þær yfir skjalasöfn, lásu allt sem þeim datt í hug og óskuðu eftir ábendingum og sögum.

„Þetta snerist um að velja sjónarhorn, hvar við ætluðum að leita og að hverju - orðin lesbía og samkynhneigð eru hugtök sem urðu ekki til fyrr en um miðja 20. öldina. Við reyndum því að hugsa leitina út frá hugtakinu hinsegin, skoða hvað þótti venjulegt og hvað þótti hinsegin, og pössuðum að takmarka leitina ekki við einhverjar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um lesbíur. Í einhverjum skilningi vorum við að leita að konum sem þóttu dálítið öðruvísi.“ Við leitina fundust ýmsar eldri heimildir (frá 18. og 19. öld) um konur sem fólki þótti eitthvað skrítnar. „Við fundum alls konar heimildir sem segja frá konum sem gengu í buxum eða stunduðu atvinnugreinar ætlaðar karlmönnum, t.d. sjómennsku - sumar þeirra fengu í kjölfarið viðurnefnið „karlmaður“. Við tókum líka ítrekað eftir viðurnefninu „graða“, sem í því samhengi táknar ekki bara kynferðislega löngun eins og við skiljum hugtakið í dag heldur karlmennskueðli - þetta orð var notað til þess að karlkenna þessar konur. Við eigum engar heimildir frá konunum sjálfum á 18. og 19. öld, en það hvernig talað er um þær segir okkur ýmislegt um hugmyndir samfélagsins um hvernig konur áttu að vera, hvernig karlar áttu að vera og hvernig fólk átti almennt að hegða sér.“ Ásta segir ákveðna þögn ríkja hvað varðar hinseginleikann í eldri heimildum. „Á sama tíma og við fundum heimildir um óvenjulegar konur, rákum við okkur á það að það vantar heimildir. Það eru mjög mörg tímabil í Íslandssögunni þar sem við vitum ekkert um hinsegin fólk yfir höfuð, hvða þá konur. Þá er auðvelt að afgreiða þögnina með því að segja að við vitum ekki

50

neitt og að engar heimildir séum til, en í tilfelli hinsegin sögu finnst okkur þögnin mjög mikilvæg. Henni hefur markvisst verið beitt í formi þöggunar og ritskoðunar.“ Eitt af því sem fannst við heimilda söfnun nýrri heimilda voru vísbend ingar um hinseginleika efri millistéttarkvenna í Reykjavík í byrjun 20. aldar. „Það var eitthvað sem við vissum ekki fyrirfram að við myndum finna en hefði kannski átt að gruna, konur sem áttu í því sem við köllum rómantísk vináttusambönd. Það eru dæmi um að konur hafi búið með öðrum konum í áratugi og lifað lífinu saman, við fundum net af konum á árunum 1900 - 1930 sem þekktust innbyrðis, það voru ástarþríhyrningar í gangi á milli kvenna sem stunduðu sjálfstæðan rekstur, þingkvenna og íþróttafrömuða. Þær áttu það sameiginlegt að giftast ekki, og höfðu þennan tilfinningalega stuðning af hvor annarri. Þetta mynstur birtist í mörgum öðrum rannsóknum sem hafa verið gerðar á svipuðum tíma á Vesturlöndum konur sem eru að reyna að fóta sig utan hjónabandsins sem stofnunar, og þeim tekst það vegna stéttar sinnar. Á þessum tíma er enginn að fetta fingur út í þessi sambönd, þær eru einfaldlega kallaðar vinkonur og við höfum engar heimildir um hvort samband þeirra er kynferðislegt eða ekki, og það er í raun ekki viðfangsefni heimildanna.“ Upp úr byrjun 20. aldar fara heimildir um kvennasambönd hins vegar að hverfa, og margt bendir til þess að þá byrji þöggun hvað varðar hinseginleika kvenna að ná fótfestu. „Þessi sambönd fara greinilega að verða feimnismál, og þá komum við aftur inn á þögnina. Í sumum tilfellum borgaralegra kvenna sem skilja

Mynd: Fengin af vefnum Huldukonur

Huldukonur er heimildasöfnunarverkefni í umsjón Ástu Kristínar Benediktsdóttur, Írisar Ellenberger og Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur og er samantekt á íslenskum heimildum sem fjalla um hinsegin kynverund kvenna og annars fólks sem litið er á sem konur frá árunum 1700 - 1960. Markmið verkefnisins er að gera þessar heimildir aðgengilegar fræðafólki, nemendum og almenningi og koma nýjum rannsóknum í hinsegin sögu af stað. Stúdentablaðið ræddi við Ástu Kristínu um tilurð verkefnisins og hinsegin sagnfræðirannsóknir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.