Intersex people and the Icelandic health care system
Margrét Jóhannesdóttir
Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu
Intersex people & the Icelandic health care system Hvað er intersex?
Intersex flag: Morgan Carpenter
Áður en farið er í umræðuna um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu skal fyrst skýrt í hverju hugtakið intersex felst. Líkt og kemur fram á heimasíðu Intersex Ísland félagasamtakanna er intersex „hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. Einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; eru sambland af karl- og kvenkyns; eða eru hvorki karl- né kvenkyns“. Með öðrum orðum geta þessi einkenni eða breytileiki tengst litningum, genum, ytri kynfærum, innri æxlunarfærum, hormónum eða kynsvipkennum eins og líkamshárum.
Áætla má að alls séu 68 einstaklingar ár hvert sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni á Íslandi. Þannig er heildarfjöldi intersex fólks á Íslandi um 6000 manns. Vert er þó að nefna að ekki eru öll sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni sem kjósa að kalla sig intersex og nota því ekki það hugtak. Oft er það vegna þess að intersex fólki er ekki gefið þetta hugtak þegar upp kemur að þau séu intersex heldur eru þau greind með læknisfræðilega greiningu. Þeim er að auki ekki bent, af heilbrigðisstarfsfólki, á hagsmunafélög sem berjast fyrir réttindum þeirra, svo sem Intersex Ísland og Samtökin ‘78. Auk þess kemst fólk að því að það sé intersex á mjög ólíkum tímum lífsleiðarinnar, allt frá fæðingu að krufningu og því eru þessar tölur aðeins áætlað mat.
57