Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 64

Samantha Louise Cone

hinsegin list Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að tala við listafólk sem tók þátt í hinsegin listamarkaði Q–félagsins, félagi hinsegin stúdenta, og ræða það hvað list þýðir fyrir þeim, hvernig þau nýta sér hana, og hvað gerir hinsegin list hinsegin. Á heimasíðu Stúdentablaðsins er að finna lengri útgáfu af þessari umfjöllun, ásamt myndum, nánari upplýsingum um listafólkið auk hlekkja að samfélagsmiðlum þeirra og heimasíðna. Spurningarnar sem ég lagði fyrir listafólkið voru víðtækar en það var gjarnan samhljómur í svörunum - tenging listafólksins við list tengdist oft samfélagi, tengingu, viðurkenningu og öryggi. Ég tók sérstaklega eftir hlýju viðmóti allra viðmælenda minna, og þau áttu það sameiginlegt að íhuga svör sín vel og vandlega. Ástríða þeirra skein í gegnum svörin sem mér voru gefin, ástríða sem teygir anga sína lengra en til listarinnar sjálfar og snertir á tilgangi listarinnar, því hvernig hún getur hreyft við fólki og stuðlað að breytingum.

Flest

samþykkti listafólkið að hinsegin list þurfi ekki að einblína á hinsegin málefni, og að hún sé í eðli sínu hinsegin - það að listin sé sköpuð af hinsegin manneskju, með hinsegin sjónarhorn á heiminn, er það sem gerir listina hinsegin. List endurspeglar jú alltaf þá manneskju sem skapar hana, og listafólk setur svip sinn á list sína með sínum hætti. Nokkur sem ég ræddi við svöruðu þessari spurningu á nákvæmari hátt; að hinsegin list sneri oft að samfélaginu og væri verkfæri til að skilja heiminn betur og útvíkka hugtök eins og kynvitund og kynhneigð.

Það

sem mér fannst einna áhugaverðast var að þó að fólk sammældist ekki alltaf um

skilgreininguna á hinsegin list voru svör allra einróma hvað varðar tilgang og mikilvægi hinsegin viðburða. Viðburðir eins og listamarkaður Q– félagsins í sumar gegnir því mikilvæga hlutverki að stuðla að einingu, tryggja að öllum viðstöddum líði eins og þau tilheyri, séu samþykkt eins og þau og séu í öruggu rými. Þessi gildi, að tilheyra og upplifa öryggi og samþykki eru byggingareiningar sem styðja við samfélagið og listsköpun og skapa vettvang fyrir sjálfstjáningu. Stuðningur getur tekið á sig ýmis form, og þó að skýrasta mynd hans sé að styðja fjárhagslega við hinsegin listafólk, lögðu flest þau sem ég ræddi við mesta áherslu á sammannlegu þættina sem eru til staðar á viðburðum eins og listamarkaðnum: sjálfstjáningu og þróun samfélags þar sem öll mega vera þau sjálf, sem er því miður ekki alltaf í boði eins og staðan er í dag.

Það er kýrskýrt eftir samtöl mín við listafólk Q–markaðsins hversu mikilvægir hinsegin viðburðir eru til þess að hlúa að fjölbreyttara samfélagi; að gefa listamönnum, -konum og -kvárum rými til þess að kanna tilveru sína, sjálfsmynd og reynslu í gegnum listina sína, sem á móti gerir öðru fólki kleift að spegla sig í listinni og hugsa um sína eigin reynslu og upplifun. List er djúpur og persónulegur vettvangur, og að tala um list, sjálfstjáningu og samfélagsgildi við þennan hóp listafólks var einstök og auðmýkjandi upplifun. Ég óska þeim öllum góðs gengis með listsköpun sína - man heyrir oft að mynd segi meira en þúsund orð, og ég mæli eindregið með því að öll skoði Instagramaðganga og vefsíður listafólksins og leyfi listinni að tala til sín. Q–félagið hyggst endurtaka leikinn næsta sumar og ég hvet öll eindregið til

64

þess að hafa augun opin fyrir næsta listamarkaði. /// I had the pleasure of speaking to several different queer artists that attended the Queer Art Market arranged by Q–félagið (the Queer Student Association) about what art means to them, how they use it, and what makes queer art ‘queer’. A more comprehensive version of this article, including images of each artist’s work, as well as links to their Instagram profiles, websites, and other contact details, can be found on Stúdentablaðið’s website. Although I tried to keep my questions broad, many of the responses had similar messages: that of community, connection, acceptance and safety. One thing I found especially poignant was how kind everyone was, and how so many people I reached out to really took the time to think about the topic. I could really feel the passion through the answers I was given, not just for the art, but also for what it represents, and more importantly, how it can make a difference. Most of the artists agreed that ‘queer art’ does not necessarily have to have a queer subject matter and it is ‘queer by default’ – in other words, it is the very fact that the art is being produced by a queer individual, who has a queer perspective on the world, that makes it queer – since art always reflects upon the artist, and the artist, in some way, puts themselves into their work. A couple of the artists were more specific, that queer art should be for the community, and that it is art that is used to help understand the world, often with a focus on


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.