Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 66

Sindri Snær Jónsson

ER Í LAGI, ÍSLAND ? Það er áhugavert að fylgjast með því hversu hratt samfélagið getur breyst. Það er ekki langt síðan hinsegin fræðsla leit dagsins ljós í grunnskólum og framhaldsskólum og var það mikill sigur fyrir hinsegin samfélagið allt. Það að fræða börnin okkar snemma um mikilvægi sýnileika hinsegin fólks og að skila skömminni yfir því að vera hinsegin frá ungum aldri ætti vissulega að stuðla að betri og öruggari framtíð fyrir hinsegin fólk almennt. Hins vegar virðist þróunin gjarnan einkennast af því að við tökum tvö skref áfram og eitt skref afturábak. Sumum á Íslandi finnst kannski vera of mikill sýnileiki meðal mismunandi fólks í dag - fólki sem er ekki hvítt, gagnkynhneigt, eða sískynja karlmenn. Nú þegar Andrew Tate hefur gert sig að fulltrúa hins risastóra, ,,kúgaða” meirihluta finnst ungum gagnkynhneigðum sískynja karlmönnum þeir loksins hafa fundið sína rödd og frelsið til þess að berjast gegn ,,woke” skæruliðunum. Hverjar eru birtingarmyndir þessarar uppreisnar gegn opnari umræðu um hinseginleika? Jú, mörg hafa tekið það að sér að fremja skemmdarverk um allt land sem hljóta að teljast árásir á hinsegin samfélagið. Hinsegin fánar hafa verið rifnir niður fyrir framan kirkjur og í heilum bæjarfélögum, tvisvar var krotað yfir hinsegin fánann sem málaður var fyrir utan Grafarvogskirkju með hræðsluáróðri - í fyrsta sinn var orðið ,,Antichrist“ krotað yfir fánann, en eftir að var búið að laga hann var aftur krotað yfir hann með orðunum ,,Leviticus 20:13.“ Í þeim kafla Biblíunnar sem verið er að vitna í stendur að ef karlmaður sofi hjá karlmanni eins og hann myndi konu, þá séu báðir aðilar réttdræpir. Á sama tíma og verið var að skemma og rífa niður fána um allt land var búið að skera á allar fánalínur á Rangárþingi ytra. Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi taldi þetta atvik ekki vera árás á hinsegin samfélagið, heldur fannst henni þetta flokkast undir almennt skemmdarverk. Mörgum þykir þó liggja í augum uppi að ef eingöngu er verið að fremja skemmdarverk á hinsegin fánum um allt land, þá megi færa rök fyrir því að flokka megi þessa röð atvika sem hatursglæpi. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir að Ísland hafi lengi haldið sér á fyrsta stigi hvað varðar hatursorðræðu og glæpi gegn hinsegin samfélaginu, semsagt í tiltölulegu lágmarki. Nú finnst honum Ísland vera að færa sig yfir á annað stig. Það varð síalgengara að gelt væri á hinsegin fólk í sumar, en sú hegðun á rætur sínar að rekja til ungra karlmanna á TikTok sem tóku upp á því að gelta á trans konur, og í kjölfar þess hafa hinsegin unglingar fundið fyrir aukningu í hatursorðræðu og áreiti gegn þeim. Hópur unglinga greindi frá því í sumar að hlutum hafi verið grýtt í þau, að þeim hafi verið sagt að svipta sig lífi, þau fengið að heyra að þau séu

ekki manneskjur og að vegna þessa þori mörg þeirra varla út úr húsi nú til dags. Man undrar sig á þessu bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks því krakkar í dag ættu að vita betur - börnin sem eru að byrja framhaldsskólagöngu sína á þessu ári fengu mun meiri fræðslu um hinsegin málefni heldur en nokkur önnur kynslóð á undan þeim. Það er ljóst að sum höndla ekki að sjá þegar fleiri hópar fólks innan okkar samfélags fá meiri sýnileika í daglegu lífi. Þónokkrir Íslendingar sem hafa látið í ljós neikvæðar skoðanir sínar á Facebook um endurgerð myndarinnar Litlu hafmeyjunnar. Á síðustu árum hefur samfélagsumræðan þróast þannig að þau sem útskúfa öðrum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða vegna annarra eiginleika hafa í auknum mæli lotið í lægra haldi fyrir framsæknari röddum. Samt virðist vera að eiga sér stað þróun á meðal ungs fólks sem felur í sér aukna andúð gegn hinsegin samfélaginu, allavega meiri en áður fyrr. Er fólk orðið þreytt á að passa hvað það segir á opinberum vettvangi, eða er umræðan að verða æ meira pólaríseruð? Það er ekki langt síðan hinn umdeildi Karlmennskuspjallsskandall átti sér stað, en þá var lektor sagt upp í HR eftir að hafa deilt niðrandi ummælum um konur í lokuðum hópi aðeins ætluðum karlmönnum. Leyndarmálið er kannski falið í því að hlusta á reynslu og upplifun minnihlutahópa, reyna að skilja þá og berjast við fávisku sína í leiðinni - þá hefðu mörg minni ástæðu til að líða eins og þau þurfi að passa það sem þau segja. Hvernig spornar man gegn slíku hatri? Það er erfitt að segja, því það verða alltaf einhver sem neita að fylgja eða styðja frelsisbaráttu hinsegin fólks. Það er samt mikilvægt að minna fólk á að orð okkar og gjörðir hafa vægi, þó það virðist ekki alltaf vera svo. Þó að það hafi engin áhrif á þig að segja orðið faggi, kannski í léttu gríni, þá hefur það áhrif á þau sem hafa þolað að heyra það notað gegn þeim í mörg ár. Það er einnig margt svipað í daglegu tali sem flest missa af eða pæla ekkert allt of mikið í. Ef þú heyrir manneskju segja eitthvað niðrandi um vin þinn, á grundvelli húðlits, kynvitundar, kyntjáningar eða kynhneigðar, þá er æskilegast að standa með vini sínum sem verður fyrir áreitni - hvort sem sú manneskja er með inni í herberginu eða ekki. Það getur verið erfitt að standa með einstaklingum sem tilheyra minnihlutahópum ef man er statt í herbergi fullu af einstaklingum sem eru allir tilheyra meirihlutahópnum - til þess þarf hugrekki. Oft munu einstaklingar meirihlutahópsins standa saman og láta þér líða eins og þú hafir rangt fyrir þér, en svo lengi sem þín gildi eiga við um jafnrétti meðal allra hópa samfélagsins, þá ætti þér að vera alveg sama um hvað meirihlutahópnum finnst um þig.

66


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.