Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 72

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

ARGAFAS OG AÐGERÐIR Í sumar tilkynnti FINA, Alþjóðasundsambandið, breytingar á regluverki sínu og boðaði takmarkanir á aðgengi trans kvenna að sundmótum sambandsins. Breytingarnar fólust í banni þátttöku trans kvenna í keppnum á afreksstigi ef kynleiðréttingarferli hófst eftir 12 ára aldur. Þessi reglugerð felur í sér útilokun flestra, ef ekki allra trans kvenna, þar sem það er svo gott sem ómögulegt að hefja kynleiðréttingarferli fyrir 12 ára aldur alls staðar í heiminum. Á málþingi Alþjóðasundsambandsins var tillagan samþykkt með 71% atkvæða, meðal annars af Sundsambandi Íslands, en ákvörðunin hefur síðan sætt talsverðri gagnrýni. Þau sem eru andvíg þessari ákvörðun hafa vakið athygli á því að ótvíræð afturköllun á réttindum ákveðins hóps fólks sé aldrei siðferðislega réttlætanleg. Þau taka þá fram að ef að siðferðisrök duga ekki til að koma í veg fyrir að mannréttindi séu virt, verður í það minnsta að byggja ákvörðun á gögnum sem að byggja á nákvæmum og marktækum rannsóknum. Viðbrögð á Íslandi Á Íslandi var afstaða Sundsambands Íslands gagnrýnd harðlega, en þar má sérstaklega nefna óformlega hópinn Argafas. Stúdentablaðið ræddi við Elí, einn meðlima Argafass, um forsendur ákvörðunar Sundsambandsins og hvernig hún endurspeglar stöðu trans fólks í íþróttum. ,,Argafas spratt í rauninni upp sem mótsvar við afstöðu Sundsambands Íslands. Við áttum það öll sameiginlegt að finnast vanta fleiri háværar raddir í kjölfar þessarar ákvörðunar. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sagði ekkert, Samtökin ‘78 töluðu eitthvað um þetta í fjölmiðlum en stigu varlega til jarðar, og okkur

fannst bara skorta viðbrögðin af hálfu samfélagsins og íþróttasamtaka.“ Elí bendir á að mikilvægt sé að setja ákvörðun sem þessa í samhengi og átta sig á alvarleikanum sem fylgir því að samtök á heimsmælikvarða ákveði að takmarka aðgengi hóps að stærsta keppnisviðburði í íþróttum. Hafandi stundað íþróttir sjálfur af miklum krafti segir hann að það séu óásættanleg skilaboð til trans fólks sem iðkar íþróttir. “Hvatinn fyrir því að stunda ákveðna íþróttagrein af krafti er oft, ekki alltaf, en mjög oft, að verða framúrskarandi í þinni íþrótt. Það að vita að þó að þú myndir ná framúrskarandi árangri í þinni íþrótt muntu samt aldrei geta tekið þátt í heimsmeistaramóti ef þú ert trans stelpa eða kona sem vilt keppa í kvennaflokki er svakaleg þvingun og mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks.” Illa ígrunduð ákvörðun Ákvörðun FINA leit dagsins ljós eftir árangur Liu Thomas, en hún er trans kona sem vann NCAA titil í sundi og hugðist keppa í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024, og hefði þá verið fyrsta trans konan sem þar keppir. FINA sagði ákvörðunina byggða á vísindalegum grundvelli, gerðar hefðu verið rannsóknir á trans konum og í ljós komið að trans konur sem hefðu undirgengist kynleiðréttingu eftir að kynþroskaskeið átti sér stað hefðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Hins vegar eru einfaldlega ekki til rannsóknir sem ná yfir frammistöðu trans kvenna í sundi samanborið við frammistöðu cís kvenna í sundi. Því skjóti skökku við að halda því fram að nýjar reglur FINA séu byggðar á vísindum.

72

,,Þetta er svakalega gróft, það er bókstaflega verið að afturkalla áður áunnin réttindi fólks, þó að ekki ein trans kona hafi áður keppt í heimsmeistaramóti í sundi. Rannsóknir þurfa að vera nákvæmar, það þarf að bera saman við mengi, vera með nógu margar sís afrekskonur í sundi og bera þær saman við nógu margar trans afrekskonur í sundi. Flestar rannsóknir sem liggja til grundvallar þessari ákvörðun Alþjóðasundsambandsins voru hins vegar gerðar á sís karlmönnum!“ Joanna Harper, langhlaupari og sú eina sem hefur birt ritrýnda rannsókn á frammistöðu trans fólks í íþróttum, hefur gagnrýnt ákvörðun FINA. Eins og hún orðar það, er alls ekki ástæða til að útiloka að trans konur gætu verið með forskot á einhverjum sviðum í vissum íþróttum. Hins vegar séu vísindin þannig staðsett að enginn grundvöllur sé fyrir því að taka jafn afgerandi ákvörðun og þessa, og fráleitt að FINA rökstyðji ákvörðunina sem svo að hún sé byggð á vísindalegum rannsóknum. Háskólanemar og fræðafólk getur svo sannarlega tekið undir það að jafn afgerandi ákvörðun, sem felur í sér útilokun ákveðins hóps frá því að stefna hátt í íþróttaiðkun sinni, ætti að byggjast á rökum og marktækum rannsóknum. Elí bendir á að bæði ákvörðunin og skortur á viðbrögðunum við henni sé lýsandi fyrir það að samfélagið taki réttindabaráttu trans fólks ekki nógu alvarlega. Ljóst er að Sundsamband Íslands tók gífurlega skaðlega ákvörðun, byggða á ímyndaðri forsendu eða ósannaðri tilgátu (trans konur hafa forskot í sundi), frekar en að byggja ákvörðun sína á raunverulegri staðreynd (útilokun eins hóps byggt á kynvitund þeirra er alvarleg mismunun og brot á mannréttindum).


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.