Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 79

Peccatum Sodomiticum

Maicol Cipriani & Lísa Margrét Gunnarsdóttir

SÓDÓMA, 3. MÓSEBÓK OG RÖKVILLAN Í HÓMÓFÓBÍSKRI TÚLKUN BIBLÍUNNAR

Image: Gustave Doré (1832–1883), Brunetto Latini accosts Dante

SODOM, GENESIS AND THE PHALLACY OF HOMOPHOBIC INTERPRETATIONS OF THE BIBLE Ljóðræn pílagrímsferð Dante Alighieri í gegnum eftirlífið lýsir sjöunda hring helvítis og þeim týndu sálum sem gerðust sekar um saurlifnað sem stríðir gegn náttúru mannsins. Í helvíti snúast hlutirnir við og náttúran stríðir gegn þeim, og þær eru dæmdar til þess að hlaupa stefnulaust með logandi sand undir iljum sínum á meðan eldi rignir af himnum ofan. Þessi eilífa refsing er skírskotun í gjöreyðingu Sódómu og Gómorru sem lýst er í Mósebók. Í Biblíunni segir frá því þegar Guð tilkynnir Abraham áætlanir sínar um að útrýma Sódómu og Gómorru vegna ófyrirgefanlegra synda þeirra. Guð minntist hins vegar ekki á hvaða syndir íbúar þessara bæja hefðu framið til þess að eiga þau örlög skilið. Abraham og Guð gerðu í framhaldi samning; Guð samþykkti að hlífa borgunum tveimur ef hægt væri að ganga úr skugga um að að minnsta kosti 10 manns væru syndlausir. Tveir englar í mannslíki voru sendir til Sódómu þar sem maður að nafni Lot tók þeim opnum örmum og bauð þeim heim til sín. Hins vegar umkringdi múgur borgarbúa húsið og hvatti Lot til að færa þeim gesti sína svo þeir gætu nauðgað þeim. Englarnir sögðu Lot og fjölskyldu hans að þau væru einu réttsýnu íbúar borgarinnar og að þeim bæri að yfirgefa heimaborg sína samstundis. Brennisteini rigndi yfir Sódómu og Gómorru í framhaldi af því. Englarnir vöruðu Lot við því að líta til baka á meðan þeir flýðu glötun. Hins vegar freistaðist eiginkona Lots til að líta til baka og breyttist í saltstólpa. Sagan um Sódómu hefur í aldaraðir verið notuð til þess að réttlæta þá stefnu kristinnar trúar

að samkynhneigð sé synd (peccatum Sodomiticum). Í verki sínu Summa Theologiae lýsir heilagur Thomas Aquinas (1225-1274) því hvernig sódóma (e. sodomy) sé synd sem stríði gegn náttúrunni (peccata contra naturam). Hann skilgreinir sódómu sem samkynja kynlíf, maður með manni og konu með konu, og syndin sem Dante lýsir í sjöunda hring helvítis er að einhverju leyti byggð á skilgreiningu Thomasar á hugtakinu sódóma. Ef við lítum til dagsins í dag, sjáum við enn dæmi um það að kristnar kirkjur viðurkenni ekki samkynhneigð. Ef við lítum til sjálfrar Biblíunnar og rökfærslu kirkjunnar hvað varðar gjöreyðingu Sódómu og Gómorru vegna samkynhneigðar, stenst það ekki skoðun ef vel er að gáð. Í fyrsta lagi ákvað Guð að útrýma Sódómu og Gómorru löngu áður en englarnir voru sendir til Sódómu og þegar hann tilkynnti Abraham um áform sín minntist hann ekkert á samkynhneigð. Í öðru lagi vildu menn Sódómu ekki eiga í samkynhneigðu ástarsambandi við englana, þeir vildu nauðga þeim. Það er allt annar hlutur. Ennfremur, samkvæmt sumum nútímatúlkunum, var Guð reiður vegna ógestrisni íbúanna en ekki samkynhneigð þeirra. Dante skilgreindi sjöunda hring helvítis á tíma þar sem guðfræðileg hugsun miðalda var allsráðandi, og fleygði sódómítum dýpst í sjöunda hring helvítis. Verra verður það varla. Á hinn bóginn kom Dante fram við sódómítana af meiri virðingu en nokkurn annan syndara. Hann sýndi þeim kurteisi og jafnvel væntumþykju. Meðal sódómítanna rakst Dante á læriföður sinn Brunetto Latini. Dante var hissa á að sjá hann þarna og

79

spurði hann: „Ert þetta virkilega þú hérna, Ser Brunetto? ("Siete voi qui, ser Brunetto?") Í þessum hluta frásagnarljóðs síns vottaði Dante Brunetto virðingu sína með því að heiðra hann og kynna hann sem föðurímynd. Brunetto kallaði Dante „Ó, sonur minn.“ Dante ræddi við


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.