Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 82

Tess Mavrommati Hvað þýðir orðið „hinsegin“? Það er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd margra okkar, á meðan önnur telja það vera ímyndun. En hvað þýðir það í raun og veru? Það er það skemmtilega við fyrirbærið hinsegin. Það er sveigjanlegt í skilgreiningu sinni, og er regnhlífarhugtak sem notað hefur verið af LGBTQIA+ samfélaginu í áraraðir, en er rétt farið að skipa sér sess í almennri fréttaumfjöllun og samfélaginu í víðara samhengi. Þess vegna, ef til vill, er hægt að skilgreina orðið á mismunandi hátt. Orðið á ensku lýsti upprunalega einhverju furðulegu, en nútímafyrirbærið hinsegin er eitthvað sem við erum enn að ræða, og rífast um. Stór hluti okkar hefur fundið frið innan þessa regnhlífarhugtaks. Það meikar sens, er það ekki? Þetta er flæðandi orð; það þarf ekki að skilgreina það til hlítar eða uppfylla ströng skilyrði. Fyrir sum er það ástæða þess að við ættum ekki að nota það; að vegna þess hve flæðandi það er, verði það merkingarlaust. Mig langar hins vegar að horfa á hugtakið út frá öðru sjónarhorni, og líta til félagsfræðinnar. Tungumál hefur veigamiklu hlutverki að gegna út frá félagsfræðilegu sjónarmiði. Raunvísindamenn eru meira að segja sammála því að tungumál mótar meðvitund mannfólks; því fleiri orð sem manneskja lærir, því betur getur hún skilgreint heiminn í kringum sig. Mannfræðingar og annað fræðafólk í skyldum greinum skilja vægi tungumálsins hvað varðar þau flóknu félagslegu net sem einkenna mannfólk nútímans. Ef við gætum ekki talað, gætum við ekki gert okkur grein fyrir þeim flóknu fyrirbærum og hugtökum sem samfélag okkar byggist á. Lögin sem við förum eftir í sameiningu, viðskipti og sambönd okkar við annað fólk eru til staðar vegna tungumáls, og framþróun þess. Því flóknara sem málið verður, því

82

framsæknari og þróaðri verðum við í hugsunarhætti okkar. Og kannski nær það yfir hugtakið „hinsegin“. Nýtt orð sem mætir þörfum nútímans. Reynt hefur verið að finna einhverja líffræðilega tengingu við orðið, ýmist til þess að styrkja það eða hafna því, en ég held að hún sé ekki til staðar. Flestir hlutir í nútímasamfélagi eru ótengdir líffræði eða náttúrunni, en eru samt órjúfanlegir hlutir af raunveruleikanum, og við notum þá til þess að þróa það hvernig við hugsum. Þetta finnst mér líka eiga við hugtakið „hinsegin“. Hvers vegna þurfum við á þessu orði að halda í dag? Hvaða hlutverki þjónar það í sameiginlegri meðvitund okkar? Mér finnst svarið við þeirri spurningu nokkuð einfalt; við höfum áttað okkur á því að lífið er ekki svarthvítt, og við þurfum orð til þess að gera því betri skil. Þetta kemur kannski einhverjum á óvart, en 20. öldin er liðin. Fólk er hætt að skilgreina sig út frá þeim hlutverkum sem því var úthlutað við fæðingu, og vilja hafa frelsið til þess að velja sitt eigið hlutverk og skilgreina sjálfið og lífið. Að samþykkja fyrirfram ákveðið hlutverk, eftir allt saman, er ekki eitthvað sem hentar okkur öllum. Ætli fólk sem styður kynjakerfið átti sig ekki á þig hvað þetta er leiðinleg leið til þess að lifa? Að vera fastur í kassa þegar þig langar að kanna innri og ytri flóru lífsins? Kannski upplifði fólk öryggi í svo afgerandi kerfi á tímum þar sem lífið var óreiðukennt. Það er hugsanleg ástæða þess að fólk virðist hverfa aftur til strangari hugmyndafræði þegar óstöðug tímabil gera vart við sig í samfélaginu. Eins og staðan er í dag, hins vegar, er hluti af heiminum staddur á tímabili þar sem samfélagið er tiltölulega stöðugt, og þá gefst rými til að hugsa lengra en til þess að lifa einfaldlega af. Fleiri og fleiri átta sig á því að þau eru hinsegin - og af hverju ættum við að sætta okkur við tilvist sem einhver


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.