Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 84

Sindri Snær Jónsson

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum! Við Íslendingar þekkjum vel hefðina í kringum bóndadaginn og konudaginn og eru þessir dagar haldnir hátíðlegir með svipuðu móti og Valentínusardagurinn, nema þá dekrar annað hvort bóndinn við konuna eða þá konan við bóndann (samkynhneigð pör geta vissulega tekið þátt í þessari hefð, þó að ég og samkynhneigðu vinir mínir tengjum lítið sem ekkert við hana). Nýverið sáum við sem samfélag svo ástæðu til þess að taka upp Valentínusardaginn til viðbótar, og má sjá allar auglýsingar skipta um tón í byrjun febrúar. Þessar hefðir eiga sér ennþá stað í samfélagi gegnsýrðu af gagnkynhneigðum viðmiðum (e. heteronormativity) og skiljanlega mun samkynhneigt fólk sem ólst upp við að horfa á gagnkynhneigt fólk halda upp á gagnkynhneigð sína á þessum dögum ekki finna þörf að halda í þessa hefð eða líða eins og það tilheyri henni. Þrátt fyrir það eru þessir dagar tilefni sem allt sískynja fólk getur tekið þátt í, vegna þess að í grunninn þarf bara að minnsta kosti eina konu eða einn bónda. En hvað þá með kynsegin fólk? Þann 22. mars á þessu ári var kváradagurinn haldinn í fyrsta sinn á Íslandi, en sá dagur er tileinkaður þeim sem passa ekki inn í kynjatvíhyggjuna (e. gender binary), en vilja líka dekra við makann sinn eins og gert er á bóndadeginum og konudeginum. Orðið kvár (sem beygist eins og ár) er tiltölulega nýtt orð sem lýsir fullorðinni manneskju sem finnur sig ekki innan kynjatvíhyggjunnar, en nýyrðasmiður þess orðs var Hrafnsunna Ross, sem fékk hugmyndina í aðdraganda hýryrðakeppnarinnar árið 2020. Regn Sólmundur Evu er 24 ára listakvár og er einnig stofnandi kváradagsins á Íslandi.

,,Sem barn hafði ég engin hugtök til að grípa í,“ segir hán. ,,Ég fann á mér að ég væri eitthvað öðruvísi, en mig skorti fyrirmyndir, fordæmi og orð til að útskýra hvernig mér leið. Það var svolítið einmanalegt, ef ég á að vera hreinskilið. Að lokum, um tvítugt, sætti ég mig við það að ég væri kynsegin og ég fann svo mikið frelsi í því. Að fá bara að vera ég. Ég syrgi stundum innra barnið mitt sem leið svo oft illa því það kunni ekki að segja frá því sem það upplifði.“ Á þessum tímum virðist vandamálið stigmagnast ört varðandi hvar kynsegin fólk passar inn í myndina sem mótuð er eftir gagnkynhneigðum viðmiðum og kynjatvíhyggju. Regni fannst alltaf vandkveðið að dýpka þekkingu sína á ýmsum þjóðarhefðum og menningarheimum í vestrænu samfélagi akkúrat vegna þess að það er gegnsýrt af hugmyndafræði feðraveldisins, sem við könnumst flest vel við. ,,Mér fannst kjörið tækifæri að búa bara til hátíðisdag, þar sem allar hefðir þurfa að byrja einhversstaðar, og ákveða bara dagsetningu.“ Kváradagurinn í ár var haldinn á fyrsta degi einmánaðar, en ástæðan fyrir því að sá dagur varð fyrir valinu er sú að bæði bóndadagurinn og konudagurinn eru dagsett eftir gamla norræna dagatalinu, þar sem bóndadagurinn er alltaf haldinn á fyrsta degi Þorra og konudagurinn haldinn á fyrsta degi Góu. Regn nefnir einnig að Trans Ísland hafi reynt að koma í hefð svipuðum degi fyrir kynsegin fólk á síðasta degi einmánaðar, en vegna skorts á orðum og sýnileika hvað varðar kynsegin fólk var hátíðin ekki haldin aftur fyrr en Regn stofnaði kváradaginn. Enn áhugaverðara er að hán hefur fengið ábendingar um að fyrsti dagur einmánaðar sé einnig yngissveinadagurinn svokallaði,

84

en háni finnst allt í lagi að báðar hátíðir eigi sama dag þar sem hán hefur aldrei séð neinn halda upp á yngissveinadaginn. ,,Svo mega vera tvö eða fleiri hátíðleg tilefni á sama degi. Til dæmis á pabbi minn afmæli á aðfangadag og mér finnst bæði afmælið hans og jólin jafn hátíðlegt tilefni,“. Regn segir það hafa glatt sig mjög mikið hvað það var tekið vel í þessa hugmynd og vonar hán að það skapist hefð í kringum þennan dag. Næst verður kváradagurinn haldinn 21. mars 2023 og Stúdentablaðið hvetur öll til þess að sýna kynsegin vinum sínum stuðning og halda daginn hátíðlegan. /// Us Icelanders are well aware of the traditions around Bóndadagur, or Husband’s Day and Konudagur, or Women’s Day. These days are celebratory traditions are similar to Valentine’s Day, except that either the man pampers the woman or the woman pampers the man (samesex couples can certainly participate in this tradition, although my queer friends and I have little or no connection with these traditions). Recently, we as a society saw a reason to adopt Valentine’s Day in addition to these days, as one can see that all the advertisements have shifted at the beginning of February to accommodate. These traditions still take place in a society saturated in heteronormativity. Understandably queer people who grew up watching heterosexual people celebrate their heterosexuality will not feel the need to adhere to this tradition or feel that it applies to them. Even so, these days are occasions in which all cisgender people can take part, because at its core at least one woman or one man is needed. But what about non-binary people?


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.