Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 86

Hallberg Brynjar Guðmundsson

Takið þátt Get involved Kristmundur Pétursson er 25 ára gamall trans maður og stúdent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Til gamans má geta að Kristmundur er Hrútur í stjörnumerki, er einnig ritari Röskvu og hefur verið áberandi í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi. Blaðamaður Stúdentablaðsins settist niður með honum og ræddi málefni hinsegin fólks innan Háskóla Íslands, en stjórn háskólans hefur sætt nokkurri gagnrýni hvað varðar hæg viðbrögð við kröfu stúdenta um að fjölga ókyngreindum salernum á háskólasvæðinu. Aðspurður því hvernig honum þætti háskólinn koma til móts við réttindi trans nemenda við skólann segir Kristmundur að margt hafi breyst, en að skólinn geti gert betur. ,,Sem stofnun hefur háskólinn gert margt, þau eru með verklög og lausnir fyrir margs konar aðstæður en mér finnst þær ekki nógu aðgengilegar nemendum. Til dæmis var mjög gott fyrir mig að geta breytt nafninu mínu í kerfum háskólans (Uglu og Canvas) þrátt fyrir að ég væri ekki búinn að gera það í þjóðskrá. Það var eitthvað sem ég komst að í gegnum félaga mína sem hefðu gert það sama, þetta voru ekki upplýsingar sem komu frá háskólanum. Það er þannig með háskólann, maður þarf að finna þetta út sjálfur.“

Kristmundur segir að auðvelt væri að betrumbæta upplýsingaflæðið frá háskólanum, og nefnir ýmsar lausnir: ,,Það væri geggjað að fá upplýsingabækling frá skólanum sem væri sérsniðinn að hinsegin nemendum, eða að vera með hinsegin nýnemadaga.“ Annað sem háskólinn mætti gera betur fyrir nemendur sem eru trans væri að taka niður kynjamerkingar af salernum innan skólans. Sem trans maður segist Kristmundur hafa lent í óþægilegum aðstæðum þegar kemur að salernisferðum. „Kynjamerkingarnar trufluðu mig sérstaklega þegar ég var að byrja í skólanum.Þá var ég óöruggur við það að fara inn á salerni merkt karlmönnum, sérstaklega þegar það er einn bás og skálar. Mér leið þegar óþægilega að vera þar inni, sérstaklega þegar maður þarf að bíða eftir básnum. Ég vil bara fara inn og út.“ Annað sem Kristmundur hefur neyðst til að gera er að þurfa að ganga á milli bygginga til þess að finna viðeigandi salerni; „Ég hef hoppað á milli bygginga vegna þess að ég treysti mér ekki að nota salernið í Háskólabíói t.d. en þá fer ég í Veröld.“ (Veröld er ein fárra bygginga á háskólasvæðinu sem er með ókyngreind salerni).

86

Til þess að bæta aðgengi trans fólks að salernum á háskólasvæðinu stingur Kristmundur upp á lausn sem virðist vera auðveld í framkvæmd; ,,Bara taka niður kynjamerkingarnar.“ Þegar Kristmundur er spurður um fleira sem háskólinn mætti gera betur stingur hann upp á hinsegin fræðslu fyrir kennara. ,,Það er slatti af kennurum sem eiga að kunna orðaforðann sem þarf þegar verið er að tala um hinsegin og trans fólk, kennarar þurfa að hætta að tala um kynin tvö. Það mætti líka bjóða öllum kennurum upp á hinsegin fræðslu, því að koma fram við hinsegin og trans fólk af virðingu er eitthvað sem þau mættu taka til sín.“ Hins vegar, þegar kemur að félagslífinu í Háskóla Íslands lýsir Kristmundur jákvæðri reynslu af viðbrögðum og hegðun samnemenda sinna gagnvart trans og hinsegin fólki. ,,Það er mjög mikilvægt að það sé í boði bæði hinsegin viðburðir, eins og Q–félagið er að halda, ásamt því að hinsegin fólk sé velkomið á almenna viðburði. Sem ritari Röskvu get ég sagt að hinsegin fólk er klárlega velkomið innan Röskvu og meðal annarra nemenda í skólanum. Ég hef ekki upplifað að það að ég sé trans maður sé vesen og ég finn fyrir miklum stuðningi hjá opnum og fjölbreyttum hópi samnemenda. Ég


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.