STÉTTARFÉLÖG Samband stjórnendafélaga
Mannauðurinn skiptir öllu í nútíma rekstri höndum. Þá á sjóðurinn og rekur sjúkraíbúð í Kópavogi fyrir þá félagsmenn utan af landi sem þurfa að leita sér lækninga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Skúli.
Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga. „Hér í Hlíðasmáranum rekur STF
þjónustumiðstöð fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga sambandsins. Hingað eru allir velkomnir að kynna sér kosti þess að vera í stjórnendafélagi.“
A
llir sem reka fyrirtæki vita að góðir millistjórnendur eru nauðsynlegir ef reksturinn á að ganga upp. Mannauðurinn skiptir öllu í nútíma rekstri, sjávarútvegi sem öðrum greinum, og gríðarlega mikilvægt að nýta sem best allan kraftinn sem í starfsfólkinu býr en tryggja um leið að öllum líði vel í sínu starfi. Millistjórnendurnir hafa þetta verkefni með höndum og ef þeir eru vel menntaðir og þjálfaðir í stjórnun geta þeir reynst gulli betri. Það sanna dæmin,“ segir Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga. Innan vébanda STF eru nú 11 félög um land allt með samtals um 3.600 félagsmenn. Félögin eru misstór og starfa sjálfstætt, fjögur þeirra reka eigin skrifstofur en hin ekki. Þróunin síðustu ár
hefur verið sú að skrifstofa STF hefur tekið yfir fleiri verkefni og þannig orðið þjónustumiðstöð fyrir félagsmenn út um landið. Á skrifstofu Sambands stjórnendafélaga í Hlíðasmára 8 í Kópavogi eru fjórir starfsmenn og að auki eru tvö aðildarfélög með aðstöðu á sama stað.
Öflugasti sjúkrasjóðurinn Sjúkrasjóður verkstjóra var stofnaður árið 1974 og hefur hann mjög mikilvægu hlutverki að gegna fyrir félagsmenn í aðildarfélögum Sambands stjórnendafélaga. „Ég get fullyrt að sjúkrasjóðurinn okkar er einn sá albesti á landinu. Hann veitir mjög góð réttindi til aðstoðar í slysa- og veikindatilfellum auk þess sem hann léttir undir með fjölskyldum félagsmanna þegar andlát ber að
ÆGIR Í 115 ÁR
Nauðsynlegt að huga að réttindamálunum Mikilvægt er að sögn Skúla að launþegar hugi að sínum réttindamálum. „Við höfum greinilega orðið þess vör að allt of margir stjórnendur, menn sem áður nefndust verkstjórar, voru ekki með sín rettindamál í nógu góði horfi og sjá að með þátttöku í okkar félögum geti þeir bætt úr. Á undanförnum árum höfum við heimsótt hundruð fyrirtækja um allt land og árangurinn hefur verið sá að félagsmönnum hjá okkur hefur fjölgað ár frá ári. Við þurfum hins vegar að ná til fleiri, ekki síst kvenna, því öðruvísi nær sambandið ekki að endurspegla veruleikann á vinnumarkaðnum. Konum í stjórnendastörfum hefur sem betur fer fjölgað gríðarlega og við bjóðum þær allar velkomnar til liðs við okkar félög,“ segir Skúli. Frábært stjórnendanám Á síðasta vori útskrifuðust fyrstu nemendurnir í stjórnunarnámi sem STF kom á laggirnar í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Um er að ræða fjarnám fyrir vinnandi fólk og hægt að stunda það samhliða vinnu. „Þetta nám er frábært tækifæri fyrir millistjórnendur og eru allir sammála um að þar öðlast fólk ómetanlega þekkingu í mannauðsstjórnun og leikni til að stjórna starfsfólki með góðum árangri. Þess má geta að nemendur geta fengið styrk úr starfsmenntasjóði STF og SA sem stendur undir 80% kostnaðar og oft leggja fyrirtækin til það sem upp á vantar,“ segir Skúli.
Í gegnum söguna
1987 – Ljóðað á Kolbeinsey
1990 – Hlýnandi veðurfar eða kólnandi?
Í umræðum á 45. Fiskiþingi um Kolbeinsey varpaði Kristján Ásgeirsson frá Húsavík fram eftirfarandi stöku: Þingheimur ályktar þegar í stað að þrumuveðrunum sloti svo komist til framkvæmda krafa um það að Kolbeinsey haldist á floti. Frásögn, janúar 1987.
Ráðstefna um gróðurhúsaáhrif og veðurfarsbreytingar af mannavöldum var haldin í Reykjavík þann 17. janúar sl. Síðustu áratugi hafa vísindamenn haft æ meiri áhyggjur af aukinni mengun í lofthjúpi jarðar. Einkum hefur koltvíildi aukist svo mjög ár frá ári allt frá upphafi iðnbyltingar, að hætta er á, að það hafi eða muni breyta svonefndum geislunarbúskap lofthjúps. Frétt, febrúar 1990.
108