Ægir_afmælisblað nóvember 2020

Page 114

 TÆKI Klaki ehf. í Kópavogi

Þróa róbóta fyrir sjávarútveginn A

ðstæður í sjávarútvegi á Íslandi eru þannig að sjálfvirknivæðing með róbótum á líkast til óvíða betur við. Við sjáum mjög mörg tækifæri til að leysa bæði einföld og flóknari verkefni með róbótum í tengslum við okkar vélbúnað og styttist í að fyrstu róbótarnir frá okkur komi á markað,“ segir Óskar Pétursson, verkfræðingur og einn eigenda Klaka ehf. í Kópavogi. Verkfræðingarnir Óskar og Páll S. Helgason gengu á síðasta ári til liðs við Berg og Lárus Ólafsson í eigendahópi Klaka en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á ryðfríum tækjum og búnaði fyir sjávarútveg og aðrar greinar.

Þekkt fyrir traustan búnað Við innkomu verkfræðinganna tveggja var stefnan sett á aukna vöruþróun, byggða á þeim grunni í framleiðslu tækjabúnaðar sem Klaki hefur lagt síðustu áratugi. Páll er menntaður róbótaverkfræðingur en Óskar menntaður rafmagnsverkfræðingur og forritari og segja þeir mikil tækifæri felast í róbótatækninni. „Klaki hefur í nærri hálfa öld framleitt vélbúnað, færibönd og sérlausnir. Fyrirtækið er þekkt fyrir einfaldan og traustan búnað sem hefur enst vel við krefjandi aðstæður sem eru t.d. í skipum og fiskvinnslum. Við höfum yfir að ráða vel búinni stálsmiðju og stefnum að því að auka við tækjaframleiðsluna enn frekar,“ segir Páll en sem dæmi um vinnslubúnað sem Klaki framleiðir má nefna færibönd, fiskidælur, fiskilyftur, úrsláttarvélar og frystipönnur. Einnig sinnir fyrirtækið fjölbreyttri sérsmíði og má á því sviði nefna stillanlega vinnupalla og ýmsar lausnir í stjórnbúnaði. Nýjar lausnir og róbótavæðing Meðal stórra verkefna sem Klaki hefur

 Páll S. Helgason og Óskar Pétursson eru nú meðal hluthafa í Klaka og segja mikil

tækifæri til að byggja ofan á þann grunn sem fyrirtækið hefur lagt á undanförnum áratugum í framleiðslu sinni á tækjabúnaði.

 Vél frá Klaka sem slær sjálfvirkt úr

frystipönnum.

unnið að á síðustu mánuðum er millidekksbúnaður í nýjan frystitogara Nesfisks hf., Baldvin Nálsson GK en fyrirtækið framleiddi öll færibönd og

stóran hluta búnaðar frá móttöku að frátöldum hausurum, roðdráttarvélunum og flökunarvél. „Í þessu verkefni nýttist okkur sú þekking sem við höfum á stjórnbúnaði í þeim tilgangi auðvelda vinnuna og yfirsýn þeirra sem munu starfa við vinnslukerfið,“ segir Óskar en fyrirtækið er einnig að þróa nýtt lestarkerfi fyrir skip, færibandakerfi sem ætlað er að auðvelda sjómönnum lestarvinnuna til muna. Óskar segir sjálfvirkni lykilorð í framtíðinni enda bjóði tæknin í dag möguleika til að vinna verk með róbótum sem áður var ekki hægt að sjálfvirknivæða. „Með róbótum er hægt að leysa allt upp í mjög flókin verkefni og til þess notum við bæði gervigreind og myndgreiningartækni. Þeir eru hluti af framtíðinni og við leggjum áherslu á þá í þróun okkar búnaðar hjá Klaka fyrir sjávarútveginn,“ segir Óskar.

ÆGIR Í 115 ÁR

Í gegnum söguna

1999 – Milljarður í höfn!

2000 – Ægir í nýjum búningi

Frystitogarinn Arnar HU frá Skagaströnd náði því marki á dögunum að afla á árinu fyrir meira en milljarð króna. Þetta er verðmætasti afli sem íslenskt fiskiskip hefur borið að landi á einu almanaksári en Arnar HU hefur afar sterka kvótastöðu í þorski, þ.e. 3750 þorskígildistonn. Þetta er rösklega 750 tonnum meiri þorskkvóti en er á þeim frystitogara sem næst kemur í verðmætakapphlaupinu, Baldvini Þorsteinssyni EA. Frétt, desember 1999.

Eins og lesendur sjá hefur nú verið gerð veruleg breyting á útliti Ægis. Sú viðamesta felst í því að blaðið verður eftirleiðis í stærra broti en áður, þ.e. brotinu A-4 í stað þeirrar stærðar sem hefur verið við lýði frá upphafi útgáfunnar. Jafnframt þessari breytingu var útlit stokkað upp að verulegu leyti og munu lesendur taka eftir nýjum þáttum í komandi blöðum, til viðbótar við efni sem þeir gjörla þekkja og hefur lengi einkennt Ægi. Frétt, janúar 2000.

114


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ægir_afmælisblað nóvember 2020

1min
page 4

Bleikjurúllur með kotasælu og aspas

1min
pages 138-140

Októberaflinn tæp 87 þúsund tonn

11min
pages 136-137

Ágætt rekstrarár hjá KAPP

5min
pages 132-135

Bylting í fiskeldinu á fáum árum

6min
pages 130-131

Einfaldlega ólýsanleg bylting

7min
pages 126-129

Menntun er undirstaða framfara

2min
page 121

Byrjaði í afleysingum eftir sjóslys

3min
page 120

Getum tvöfaldað verðmæti sjávarafurða á næstu 20 árum

6min
pages 122-123

Kafarar með reynslu og fagþekkingu

2min
pages 124-125

Mennta stjórnendur fyrir alþjóðlegan sjávarútveg

2min
pages 118-119

Hugarfarið okkar stærsta auðlind í sjávarútvegi

5min
pages 116-117

Þróa róbóta fyrir sjávarútveginn

3min
pages 114-115

Fjarnám komið til að vera

2min
pages 112-113

Kolsýrukerfi eru framtíðin í sjávarútvegi

2min
page 105

Ofboðsleg bylting í sjávarútvegi

3min
pages 102-103

Sækja í hugvitið hjá Skiparadíó í Grindavík

2min
pages 106-107

Það er ávallt bjart fram undan

3min
page 104

Ný öryggishandbók fiskiskipa

3min
pages 100-101

Mannauðurinn skiptir öllu í nútíma rekstri

3min
pages 108-109

Þjónusta við sjávarútveginn í forgrunni

3min
pages 110-111

Aukið eftirlit hjá Umbúðamiðlun

2min
page 99

Gengur vel þrátt fyrir sérstakar aðstæður

3min
pages 94-95

Fjölbreytt hlutverk Faxaflóahafna

2min
pages 90-91

Fiskeldið er vaxtarbroddurinn

3min
pages 92-93

Það þarf að berjast fyrir öllu

3min
page 98

Engir tveir dagar eru eins

2min
pages 96-97

Fjölbreytilegt milli tímabila

2min
pages 88-89

Rafvæðing hafnanna undirbúin

2min
pages 84-85

Á Íslandi er sjávarútvegurinn fullkominn

2min
page 78

Beitir smíðar búnað fyrir fiskvinnsluna

2min
page 79

Jotun málning til verndar skipum og stáli

3min
pages 86-87

Fjarvera frá fjölskyldu helsta áskorunin

3min
pages 82-83

Skilum góðum nemendum með góða þekkingu

3min
pages 76-77

Lykilhöfn flutninga til og frá meginlandinu

2min
pages 80-81

Hátæknin hefur gjörbreytt fiskvinnslunni

11min
pages 70-73

Stillanlegir toghlerar og trollstýringarkerfi

3min
pages 74-75

Marport stærst á heimsvísu í veiðarfærastýringum

3min
pages 68-69

Umhverfisvæn og alsjálfvirk lausn við sótthreinsun

2min
pages 58-59

Íslenski krafturinn getur opnað margar dyr

3min
pages 62-63

Markúsarnetið í 40 ár

3min
pages 60-61

Búnaður og breytingar smábáta

1min
pages 56-57

Kafbátadrónar í eftirlit á sjó og vötnum

3min
pages 64-65

Hittum naglann á höfuðið

2min
pages 66-67

Mjög spennandi tækifæri framundan

3min
pages 54-55

Scanbas 365 brúarkerfið fær góðar viðtökur

2min
pages 52-53

Brúartækin og tækniþjónusta hjá FAJ

2min
pages 48-49

Reimaþjónusta fyrir matvælaiðnaðinn ört vaxandi

2min
pages 50-51

Yanmar hannar vetnisvél fyrir skip

1min
pages 46-47

Stöðugur vöxtur iTUB í 10 ár

3min
pages 42-43

Svo miklu meira en bara veiðar og vinnsla

3min
pages 44-45

Hráefni úr endurunnum kerum í fyrsta sinn notað í framleiðslu á nýjum

4min
pages 40-41

Nautalund og benni vinsælast

3min
pages 38-39

Yður er þetta rit ætlað

7min
pages 34-37

Enginn græðir á ósjálfbærri nýtingu

2min
pages 24-25

Íslenskur sjávarútvegur er á mikilli ferð

4min
pages 30-31

Tækin í skipin hjá Simberg

3min
pages 26-27

Fyrst íslenskra útgerðarfyrirtækja til að innleiða veiðar og varðveislu á lifandi fiski

3min
pages 32-33

Sjávarútvegur tilbúinn að takast á við krefjandi framtíð

2min
pages 28-29

Nýr og öflugur Rockall kolmunnapoki

2min
pages 22-23

Ægir í 115 ár

2min
pages 6-7

115 ára saga framfara fyrir íslenskt samfélag

1min
pages 18-19

Sjófatnaður Íslendinga í tæpa öld

3min
pages 12-13

Tæknilausnir og sjálfvirkni umbylta fiskvinnslunni

3min
pages 8-9

Stökkbreyting í nýsköpun í sjávarútvegi

2min
pages 10-11

Heillandi að fá að heimsækja Nígeríu

3min
pages 20-21

Fyrsti Nautic togarinn í Pétursborg að taka á sig mynd

2min
pages 16-17

Brimrún býður ný myndavélakerfi og nýjar sjálfstýringar

2min
pages 14-15
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.