TÆKI Klaki ehf. í Kópavogi
Þróa róbóta fyrir sjávarútveginn A
ðstæður í sjávarútvegi á Íslandi eru þannig að sjálfvirknivæðing með róbótum á líkast til óvíða betur við. Við sjáum mjög mörg tækifæri til að leysa bæði einföld og flóknari verkefni með róbótum í tengslum við okkar vélbúnað og styttist í að fyrstu róbótarnir frá okkur komi á markað,“ segir Óskar Pétursson, verkfræðingur og einn eigenda Klaka ehf. í Kópavogi. Verkfræðingarnir Óskar og Páll S. Helgason gengu á síðasta ári til liðs við Berg og Lárus Ólafsson í eigendahópi Klaka en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á ryðfríum tækjum og búnaði fyir sjávarútveg og aðrar greinar.
Þekkt fyrir traustan búnað Við innkomu verkfræðinganna tveggja var stefnan sett á aukna vöruþróun, byggða á þeim grunni í framleiðslu tækjabúnaðar sem Klaki hefur lagt síðustu áratugi. Páll er menntaður róbótaverkfræðingur en Óskar menntaður rafmagnsverkfræðingur og forritari og segja þeir mikil tækifæri felast í róbótatækninni. „Klaki hefur í nærri hálfa öld framleitt vélbúnað, færibönd og sérlausnir. Fyrirtækið er þekkt fyrir einfaldan og traustan búnað sem hefur enst vel við krefjandi aðstæður sem eru t.d. í skipum og fiskvinnslum. Við höfum yfir að ráða vel búinni stálsmiðju og stefnum að því að auka við tækjaframleiðsluna enn frekar,“ segir Páll en sem dæmi um vinnslubúnað sem Klaki framleiðir má nefna færibönd, fiskidælur, fiskilyftur, úrsláttarvélar og frystipönnur. Einnig sinnir fyrirtækið fjölbreyttri sérsmíði og má á því sviði nefna stillanlega vinnupalla og ýmsar lausnir í stjórnbúnaði. Nýjar lausnir og róbótavæðing Meðal stórra verkefna sem Klaki hefur
Páll S. Helgason og Óskar Pétursson eru nú meðal hluthafa í Klaka og segja mikil
tækifæri til að byggja ofan á þann grunn sem fyrirtækið hefur lagt á undanförnum áratugum í framleiðslu sinni á tækjabúnaði.
Vél frá Klaka sem slær sjálfvirkt úr
frystipönnum.
unnið að á síðustu mánuðum er millidekksbúnaður í nýjan frystitogara Nesfisks hf., Baldvin Nálsson GK en fyrirtækið framleiddi öll færibönd og
stóran hluta búnaðar frá móttöku að frátöldum hausurum, roðdráttarvélunum og flökunarvél. „Í þessu verkefni nýttist okkur sú þekking sem við höfum á stjórnbúnaði í þeim tilgangi auðvelda vinnuna og yfirsýn þeirra sem munu starfa við vinnslukerfið,“ segir Óskar en fyrirtækið er einnig að þróa nýtt lestarkerfi fyrir skip, færibandakerfi sem ætlað er að auðvelda sjómönnum lestarvinnuna til muna. Óskar segir sjálfvirkni lykilorð í framtíðinni enda bjóði tæknin í dag möguleika til að vinna verk með róbótum sem áður var ekki hægt að sjálfvirknivæða. „Með róbótum er hægt að leysa allt upp í mjög flókin verkefni og til þess notum við bæði gervigreind og myndgreiningartækni. Þeir eru hluti af framtíðinni og við leggjum áherslu á þá í þróun okkar búnaðar hjá Klaka fyrir sjávarútveginn,“ segir Óskar.
ÆGIR Í 115 ÁR
Í gegnum söguna
1999 – Milljarður í höfn!
2000 – Ægir í nýjum búningi
Frystitogarinn Arnar HU frá Skagaströnd náði því marki á dögunum að afla á árinu fyrir meira en milljarð króna. Þetta er verðmætasti afli sem íslenskt fiskiskip hefur borið að landi á einu almanaksári en Arnar HU hefur afar sterka kvótastöðu í þorski, þ.e. 3750 þorskígildistonn. Þetta er rösklega 750 tonnum meiri þorskkvóti en er á þeim frystitogara sem næst kemur í verðmætakapphlaupinu, Baldvini Þorsteinssyni EA. Frétt, desember 1999.
Eins og lesendur sjá hefur nú verið gerð veruleg breyting á útliti Ægis. Sú viðamesta felst í því að blaðið verður eftirleiðis í stærra broti en áður, þ.e. brotinu A-4 í stað þeirrar stærðar sem hefur verið við lýði frá upphafi útgáfunnar. Jafnframt þessari breytingu var útlit stokkað upp að verulegu leyti og munu lesendur taka eftir nýjum þáttum í komandi blöðum, til viðbótar við efni sem þeir gjörla þekkja og hefur lengi einkennt Ægi. Frétt, janúar 2000.
114