MENNTUN Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Menntun er undirstaða framfara og taki með sér nýjustu þekkingu og tækni út í atvinnulífið. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur verið að vinna með þann veruleika undanfarin ár. Mikið átak hefur verið í að endurnýja kennslutæki skólans, CNC rennibekkir hafa leyst hefðbundnu bekkina af og sýndarveruleiki er nýttur í kennslunni. Útvegaðar hafa verið nýjar vélar til kennslu í vélstjórnargreinum ásamt hermum og fleiri tækjum.
„Það er verðugt verkefni að starfa við að mennta ungt fólk, ekki bara til að það geti
starfað í atvinnulífinu og tryggt að það verði tilbúið að takast á við kröfur framtíðarinnar,“ segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari í grein sinni.
M
enntun er einn af þeim búsetuþáttum sem skipta hvað mestu máli úti á landsbyggðinni. Í Vestmannaeyjum er Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum sem tók formlega til starfa fyrir rúmum 40 árum, haustið 1979. Þá runnu saman í einn skóla Vélskólinn í Vestmannaeyjum, Iðnskólinn í Vestmannaeyjum og framhaldsdeildir Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Vélstjóramenntunin hefur tekið breytingum á þessum árum vegna aukinna krafna um hæfni og aukinnar tækni. Sumt er þó óbreytt því alltaf er nauðsynlegt að læra grunninn sem fagið byggir á. Ein meginstoð framfara og hagvaxtar í
þjóðfélögum er menntun og þar með þekking sem hægt er að nota til framfara. Í sjávarplássi eins og Vestmannaeyjum er menntun einstaklinga undirstaða framfara. Einstaklinga sem síðan með þekkingu sinni, störfum og reynslu byggja upp samfélagið og fyrirtækin sem þeir starfa hjá.
Átak í endurnýjun kennslutækja Í skólanum er lögð áhersla á að laða fram í einstaklingum frumkvæði og frjóa hugsun og það hefur reynt á þann þátt á árinu 2020. Skólinn þarf að að vera með tækja- og tæknibúnað eins og best gerist á hverjum tíma og tryggja stöðuga endurnýjun til að nemendur verði hæfari
121
Breytingar framundan á vinnumarkaði Miklar breytingar eru á hvernig námsgreinarnar eru kenndar og er lögð mun meiri áhersla á samvinnu við lausn verkefna. Verkefnin eru skoðuð frá mörgum sjónarhornum til að finna nýjar og betri lausnir en við höfðum í gær. Einnig eru nemendur hvattir til að líta innávið, lifa í núvitund og rækta sjálfa sig til að vera betur undirbúnir fyrir áskoranir lífsins. Nú er almennt viðurkennt að breytingarnar sem framundan eru á vinnumarkaði munu gjörbreyta vinnumarkaðnum og hugsanlega flýtir heimsfaraldur Covid-19 þeirri þróun. Verkefni skólans er að laga sig að þeim breytingum og bjóða fullorðnu fólki viðbótarnám til að þeir einstaklingar sem þegar eru á vinnumarkaðnum verði færari að takast á við nýjan veruleika. Það nám þarf að vera lotubundið og hægt að stunda með vinnu. Með því móti uppfylla skólarnir ekki aðeins kröfur sem gerðar eru til þeirra að mennta ungt fólk heldur mennta þeir einnig reynslumikið fólk og aðlaga það breyttum veruleika framtíðarinnar. En það vantar kennara og er eitt helsta úrlausnarefni næstu missera að fá einstaklinga til að leggja fyrir sig kennslu í verk- og iðngreinum. Þeir sem hafa lagt fyrir sig kennslu í iðn- og verknámi eru flestir mjög ánægðir í starfi, en það eru bara of fáir einstaklingar sem leggja þetta fyrir sig. Það er verðugt verkefni að starfa við að mennta ungt fólk, ekki bara til að það geti starfað í atvinnulífinu og tryggt að það verði tilbúið að takast á við kröfur framtíðarinnar. Helga Kristín Kolbeins skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum