Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, ráðgjafi í stefnumótun og nýsköpun hjá Mergi ráðgjöf
Getum tvöfaldað verðmæti sjávarafurða á næstu 20 árum
Hólmfríður Sveinsdóttir segir að Íslendingar eigi að stefna að fullnýtingu sjávaraflans.
E
r sjávarútvegurinn ótæmandi uppspretta nýsköpunar í líftækni? „Já, ég myndi segja það. Þetta er svo mikið magn sem við tökum upp úr sjónum að þarna getum við virkilega keppt,“ segir dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, ráðgjafi í stefnumótun og nýsköpun hjá Mergi ráðgjöf. Hólmfríður er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu í matvælafræði. Hún hefur unnið m.a. hjá Matís, Iceprotein, Prótís, FISK Seafood og Genís. Hún hlaut Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2016 og Hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu árið 2017. Síðustu tvo áratugi hefur verið mikill stígandi í verðmætasköpunarhugsun varðandi sjávarútvegsafurðir og nýsköpun í líftækni. Ekki síst eftir að íslensk stjórnvöld tóku stefnumótandi ákvörðun árið 2003 um að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi með því að setja AVS-sjóðinn á laggir. „Þá fór svolítil bylgja í gang
og okkur tókst í rauninni að tvöfalda útflutningsverðmæti á sjávarútvegsafurðum á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar,“ segir Hólmfríður en markmiðið í þessu ferli var að fullnýta fiskinn.
Vinna úr hliðarafurðunum Fyrir sjávarútvegsfyrirtækin eru miklir möguleikar til að auka verðmæti sjávarfangs með aðstoð líftækni. „Og ég myndi segja að á næstu 20 árum ættum við í það minnsta að geta tvöfaldað útflutningsverðmæti sjávarafurða með því að framleiða verðmætar vörur eins og heilsuvörur, og jafnvel lyf, úr hliðarafurðum. Það er búið að þróa mjög mikið af búnaði, bæði veiðibúnaði og vinnslubúnaði sem gerir okkur kleift að koma með hágæða hráefni í land til þess að vinna þessar vörur úr,“ segir Hólmfríður. Hún nefnir sem dæmi að nú séu nýtt 85% af hverjum þorski og fiskurinn sé meðhöndlaður til að koma með fyrsta
flokks hráefni í land. „En það sem gerist við þessa breytingu, að við séum alltaf að koma með fyrsta flokks hráefni í land, er að þetta opnar á tækifæri til að fara að vinna verðmætar vörur úr hliðarafurðunum. Það eru ekki minni gæði í roði, hrygg eða haus en flakinu sjálfu og þar skapast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar,“ segir Hólmfríður. Margt er spennandi við sjávarfangið við Ísland þar sem lífverurnar hafa aðlagast mjög erfiðum aðstæðum. „Í þeim eru áhugaverð efni sem þær hafa þróað með sér til þess að lifa af. Svo eru þetta kuldakærar lífverur þannig að þetta eru virk efni við mjög lágt hitastig sem eru eftirsótt í t.d. matvælavinnslu þar sem oft er verið að leitast við að vinna matvæli við lágt hitastig,“ segir Hólmfríður.
Mikilvægi samvinnu mikið Hólmfríður telur að þetta auki möguleika á að margs konar fyrirtæki spretti upp úr
ÆGIR Í 115 ÁR
Í gegnum söguna
2008 – Rannsaka atferli Atlantshafslaxins
2009 – Mæla minna brottkast
Nú er hafið umfangsmesta rannsóknaverkefni á Atlantshafslaxinum sem ráðist hefur verið í og munu tuttugu rannsóknastofnanir í ellefu þjóðlöndum taka þátt í verkefninu, sem ber yfirskriftina „SalseaMerge“. Af Íslands hálfu taka Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnunin og Matís þátt í verkefninu, sem lýtur að rannsóknum á laxi í sjó og mun í það heila taka um þrjú ár. Frétt, október 2008.
Hafrannsóknastofnun hefur gefið út skýrslu um mælingar á brottkasti botnfiska 2008. Niðurstöður mælinga á brottkasti árið 2008 sýna að brottkast á þorski er 0,79% af lönduðum afla, sem er þriðja lægsta hlutfall brottkasts á tímabilinu 2001-2008. Brottkast ýsu var 1,93% og er það næst lægsta hlutfall brottkasts á ýsu á framangreindu tímabili. Frétt, september 2009.
122