Ægir_afmælisblað nóvember 2020

Page 122

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, ráðgjafi í stefnumótun og nýsköpun hjá Mergi ráðgjöf

Getum tvöfaldað verðmæti sjávarafurða á næstu 20 árum

 Hólmfríður Sveinsdóttir segir að Íslendingar eigi að stefna að fullnýtingu sjávaraflans.

E

r sjávarútvegurinn ótæmandi uppspretta nýsköpunar í líftækni? „Já, ég myndi segja það. Þetta er svo mikið magn sem við tökum upp úr sjónum að þarna getum við virkilega keppt,“ segir dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, ráðgjafi í stefnumótun og nýsköpun hjá Mergi ráðgjöf. Hólmfríður er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu í matvælafræði. Hún hefur unnið m.a. hjá Matís, Iceprotein, Prótís, FISK Seafood og Genís. Hún hlaut Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2016 og Hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu árið 2017. Síðustu tvo áratugi hefur verið mikill stígandi í verðmætasköpunarhugsun varðandi sjávarútvegsafurðir og nýsköpun í líftækni. Ekki síst eftir að íslensk stjórnvöld tóku stefnumótandi ákvörðun árið 2003 um að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi með því að setja AVS-sjóðinn á laggir. „Þá fór svolítil bylgja í gang

og okkur tókst í rauninni að tvöfalda útflutningsverðmæti á sjávarútvegsafurðum á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar,“ segir Hólmfríður en markmiðið í þessu ferli var að fullnýta fiskinn.

Vinna úr hliðarafurðunum Fyrir sjávarútvegsfyrirtækin eru miklir möguleikar til að auka verðmæti sjávarfangs með aðstoð líftækni. „Og ég myndi segja að á næstu 20 árum ættum við í það minnsta að geta tvöfaldað útflutningsverðmæti sjávarafurða með því að framleiða verðmætar vörur eins og heilsuvörur, og jafnvel lyf, úr hliðarafurðum. Það er búið að þróa mjög mikið af búnaði, bæði veiðibúnaði og vinnslubúnaði sem gerir okkur kleift að koma með hágæða hráefni í land til þess að vinna þessar vörur úr,“ segir Hólmfríður. Hún nefnir sem dæmi að nú séu nýtt 85% af hverjum þorski og fiskurinn sé meðhöndlaður til að koma með fyrsta

flokks hráefni í land. „En það sem gerist við þessa breytingu, að við séum alltaf að koma með fyrsta flokks hráefni í land, er að þetta opnar á tækifæri til að fara að vinna verðmætar vörur úr hliðarafurðunum. Það eru ekki minni gæði í roði, hrygg eða haus en flakinu sjálfu og þar skapast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar,“ segir Hólmfríður. Margt er spennandi við sjávarfangið við Ísland þar sem lífverurnar hafa aðlagast mjög erfiðum aðstæðum. „Í þeim eru áhugaverð efni sem þær hafa þróað með sér til þess að lifa af. Svo eru þetta kuldakærar lífverur þannig að þetta eru virk efni við mjög lágt hitastig sem eru eftirsótt í t.d. matvælavinnslu þar sem oft er verið að leitast við að vinna matvæli við lágt hitastig,“ segir Hólmfríður.

Mikilvægi samvinnu mikið Hólmfríður telur að þetta auki möguleika á að margs konar fyrirtæki spretti upp úr

ÆGIR Í 115 ÁR

Í gegnum söguna

2008 – Rannsaka atferli Atlantshafslaxins

2009 – Mæla minna brottkast

Nú er hafið umfangsmesta rannsóknaverkefni á Atlantshafslaxinum sem ráðist hefur verið í og munu tuttugu rannsóknastofnanir í ellefu þjóðlöndum taka þátt í verkefninu, sem ber yfirskriftina „SalseaMerge“. Af Íslands hálfu taka Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnunin og Matís þátt í verkefninu, sem lýtur að rannsóknum á laxi í sjó og mun í það heila taka um þrjú ár. Frétt, október 2008.

Hafrannsóknastofnun hefur gefið út skýrslu um mælingar á brottkasti botnfiska 2008. Niðurstöður mælinga á brottkasti árið 2008 sýna að brottkast á þorski er 0,79% af lönduðum afla, sem er þriðja lægsta hlutfall brottkasts á tímabilinu 2001-2008. Brottkast ýsu var 1,93% og er það næst lægsta hlutfall brottkasts á ýsu á framangreindu tímabili. Frétt, september 2009.

122


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ægir_afmælisblað nóvember 2020

1min
page 4

Bleikjurúllur með kotasælu og aspas

1min
pages 138-140

Októberaflinn tæp 87 þúsund tonn

11min
pages 136-137

Ágætt rekstrarár hjá KAPP

5min
pages 132-135

Bylting í fiskeldinu á fáum árum

6min
pages 130-131

Einfaldlega ólýsanleg bylting

7min
pages 126-129

Menntun er undirstaða framfara

2min
page 121

Byrjaði í afleysingum eftir sjóslys

3min
page 120

Getum tvöfaldað verðmæti sjávarafurða á næstu 20 árum

6min
pages 122-123

Kafarar með reynslu og fagþekkingu

2min
pages 124-125

Mennta stjórnendur fyrir alþjóðlegan sjávarútveg

2min
pages 118-119

Hugarfarið okkar stærsta auðlind í sjávarútvegi

5min
pages 116-117

Þróa róbóta fyrir sjávarútveginn

3min
pages 114-115

Fjarnám komið til að vera

2min
pages 112-113

Kolsýrukerfi eru framtíðin í sjávarútvegi

2min
page 105

Ofboðsleg bylting í sjávarútvegi

3min
pages 102-103

Sækja í hugvitið hjá Skiparadíó í Grindavík

2min
pages 106-107

Það er ávallt bjart fram undan

3min
page 104

Ný öryggishandbók fiskiskipa

3min
pages 100-101

Mannauðurinn skiptir öllu í nútíma rekstri

3min
pages 108-109

Þjónusta við sjávarútveginn í forgrunni

3min
pages 110-111

Aukið eftirlit hjá Umbúðamiðlun

2min
page 99

Gengur vel þrátt fyrir sérstakar aðstæður

3min
pages 94-95

Fjölbreytt hlutverk Faxaflóahafna

2min
pages 90-91

Fiskeldið er vaxtarbroddurinn

3min
pages 92-93

Það þarf að berjast fyrir öllu

3min
page 98

Engir tveir dagar eru eins

2min
pages 96-97

Fjölbreytilegt milli tímabila

2min
pages 88-89

Rafvæðing hafnanna undirbúin

2min
pages 84-85

Á Íslandi er sjávarútvegurinn fullkominn

2min
page 78

Beitir smíðar búnað fyrir fiskvinnsluna

2min
page 79

Jotun málning til verndar skipum og stáli

3min
pages 86-87

Fjarvera frá fjölskyldu helsta áskorunin

3min
pages 82-83

Skilum góðum nemendum með góða þekkingu

3min
pages 76-77

Lykilhöfn flutninga til og frá meginlandinu

2min
pages 80-81

Hátæknin hefur gjörbreytt fiskvinnslunni

11min
pages 70-73

Stillanlegir toghlerar og trollstýringarkerfi

3min
pages 74-75

Marport stærst á heimsvísu í veiðarfærastýringum

3min
pages 68-69

Umhverfisvæn og alsjálfvirk lausn við sótthreinsun

2min
pages 58-59

Íslenski krafturinn getur opnað margar dyr

3min
pages 62-63

Markúsarnetið í 40 ár

3min
pages 60-61

Búnaður og breytingar smábáta

1min
pages 56-57

Kafbátadrónar í eftirlit á sjó og vötnum

3min
pages 64-65

Hittum naglann á höfuðið

2min
pages 66-67

Mjög spennandi tækifæri framundan

3min
pages 54-55

Scanbas 365 brúarkerfið fær góðar viðtökur

2min
pages 52-53

Brúartækin og tækniþjónusta hjá FAJ

2min
pages 48-49

Reimaþjónusta fyrir matvælaiðnaðinn ört vaxandi

2min
pages 50-51

Yanmar hannar vetnisvél fyrir skip

1min
pages 46-47

Stöðugur vöxtur iTUB í 10 ár

3min
pages 42-43

Svo miklu meira en bara veiðar og vinnsla

3min
pages 44-45

Hráefni úr endurunnum kerum í fyrsta sinn notað í framleiðslu á nýjum

4min
pages 40-41

Nautalund og benni vinsælast

3min
pages 38-39

Yður er þetta rit ætlað

7min
pages 34-37

Enginn græðir á ósjálfbærri nýtingu

2min
pages 24-25

Íslenskur sjávarútvegur er á mikilli ferð

4min
pages 30-31

Tækin í skipin hjá Simberg

3min
pages 26-27

Fyrst íslenskra útgerðarfyrirtækja til að innleiða veiðar og varðveislu á lifandi fiski

3min
pages 32-33

Sjávarútvegur tilbúinn að takast á við krefjandi framtíð

2min
pages 28-29

Nýr og öflugur Rockall kolmunnapoki

2min
pages 22-23

Ægir í 115 ár

2min
pages 6-7

115 ára saga framfara fyrir íslenskt samfélag

1min
pages 18-19

Sjófatnaður Íslendinga í tæpa öld

3min
pages 12-13

Tæknilausnir og sjálfvirkni umbylta fiskvinnslunni

3min
pages 8-9

Stökkbreyting í nýsköpun í sjávarútvegi

2min
pages 10-11

Heillandi að fá að heimsækja Nígeríu

3min
pages 20-21

Fyrsti Nautic togarinn í Pétursborg að taka á sig mynd

2min
pages 16-17

Brimrún býður ný myndavélakerfi og nýjar sjálfstýringar

2min
pages 14-15
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.