Ægir_afmælisblað nóvember 2020

Page 124

 KÖFUNARÞJÓNUSTA Köfunarþjónustan ehf. í Hafnarfirði

Kafarar með reynslu og fagþekkingu Þ

jónusta í og við hafnir landsins eru meðal sérsviða Köfunarþjónustunnar ehf. í Hafnarfirði. Verkefnin snúast til dæmis um ástandsskoðanir og viðhald hafnarmannvirkja en einnig um neðansjávarverkefni við skip og báta. Helgi Hinriksson, framkvæmdastjóri, segir verkefni af þessum toga stóran hluta starfseminnar en auk þess annast Köfunarþjónustan alls kyns verkefni á landi enda mjög vel búin tækjum til að leysa verkefni við krefjandi og oft á tíðum hættulegar aðstæður. „Við gerum úttektir á hafnarmannvirkjum, þykktarmælingar á stálþilum, skoðun og mat á tjónum sem verða á hafnarmannvirkjum í óhöppum eða vondum veðrum. Síðan önnumst við líka lagfæringar á hafnarmannvirkjum bæði neðansjávar og ofansjávar þannig að okkar vinna snýst um mun meira en bara köfunina sjálfa,“ segir Helgi en neðansjávarverkefni við skip geta einnig tengst viðhaldi, bilunum eða óhöppum. „Við framkvæmum í raun allt sem hægt er að gera við skip á floti.“

Ástandsskoðanir hafnarmannvirkja og viðgerðir Þegar starfsmenn Köfunarþjónustunnar taka að sér ástandsskoðanir hafnarmannvirkja skilar fyrirtækið viðskiptavinum sínum ítarlegum gögnum og skýrslum um ástand mannvirkjanna, sem og tillögum að úrbótum þegar þörf er á slíku. „Hér erum við að tala um skemmdir neðansjávar sem geta verið orðnar umtalsverðar áður en þær uppgötvast. Gat á bryggjuþili getur þýtt að efni skolist út og þar með myndist holrúm undir þekju bryggjunnar án þess að nokkur merki sjáist á yfirborðinu. Þess vegna er mjög mikilvægt að skoða mannvirkin neðansjávar reglulega og lagfæra skemmdir í tíma áður en hætta og meira tjón skapast,“ segir Helgi.

 Helgi Hinriksson, framkvæmdastjóri Köfunarþjónustunnar.

 Hús Köfunarþjónustunnar ehf. við

Hafnarfjarðarhöfn er sérstaklega hannað fyrir búnað og starfsemi fyrirtækisins.

Hann segir mismunandi eftir höfnum hvort farið er í reglubundnar skoðanir með þessum hætti en undantekningarlaust þurfi að skoða mannvirkin vel þegar einhver óhöpp verða, skip rekst í hafnarkant eða eitthvað slíkt gerist. Einnig sé mikilvægt að hafa í huga að stálþil í hafnarmannvirkjum tærast og að tæringin er mismikil milli hafna.

ÆGIR Í 115 ÁR

Vottaðir suðumenn neðansjávar Helgi leggur áherslu á mikilvægi fagmennsku og öryggis í þjónustu Köfunarþjónustunnar en hjá fyrirtækinu starfa sex atvinnukafarar í fullu starfi. Flestir hafa þeir menntað sig í faginu í Bretlandi og Noregi, eru allir með svokölluð HSE atvinnukafararéttindi frá Bretlandi og eru vottaðir neðansjávarsuðumenn. Köfunarþjónustan er með alþjóðlegar vottanir á sinni fagþjónustu og segir Helgi mjög mikilvægt að aldrei sé slegið af öryggiskröfum í verkefnum sem þessum. Stundum þurfi að kafa á mikið dýpi, t.d. þegar farið er niður að sokknum skipum. „Við erum líka með fjarstýrða litla kafbáta sem oft koma sér vel í verkefnum af þessu tagi og eru þeir gott dæmi um þann sérhæfða búnað sem við höfum yfir að ráða,“ segir Helgi.

Í gegnum söguna

2010 – Getur fiskneysla lækkað blóðþrýsting?

2012 – Flest á uppleið í þorskstofninum

„Í sígildri næringarfræði hafa prótein aðallega verið talin gefa nauðsynlega orku og næringu. Í „nýju næringarfræðinni“ er hins vegar litið svo á að peptíð, sem til staðar eru í próteinum meðal annars úr fiski, geti einnig haft lífeðlisfræðilega virkni,“ segir Margrét Geirsddóttir, sérfræðingur hjá Matís. Úr viðtali, janúar 2010.

Í byrjun júní verða kynntar samanteknar niðurstöður rannsókna Hafrannsóknastofnunar á helstu nytjastofnum og tillögur hennar um aflamark næsta fiskveiðiárs. Fyrstu niðurstöður úr vorralli Hafró og mikil veiði í netaralli nú á dögunum gefa fullt tilefni til að ætla að aukið verði við aflamark í þorski enda eru flestir mælikvarðar í rannsóknum á þorskstofninum jákvæðir. Frétt, mars 2012.

124


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ægir_afmælisblað nóvember 2020

1min
page 4

Bleikjurúllur með kotasælu og aspas

1min
pages 138-140

Októberaflinn tæp 87 þúsund tonn

11min
pages 136-137

Ágætt rekstrarár hjá KAPP

5min
pages 132-135

Bylting í fiskeldinu á fáum árum

6min
pages 130-131

Einfaldlega ólýsanleg bylting

7min
pages 126-129

Menntun er undirstaða framfara

2min
page 121

Byrjaði í afleysingum eftir sjóslys

3min
page 120

Getum tvöfaldað verðmæti sjávarafurða á næstu 20 árum

6min
pages 122-123

Kafarar með reynslu og fagþekkingu

2min
pages 124-125

Mennta stjórnendur fyrir alþjóðlegan sjávarútveg

2min
pages 118-119

Hugarfarið okkar stærsta auðlind í sjávarútvegi

5min
pages 116-117

Þróa róbóta fyrir sjávarútveginn

3min
pages 114-115

Fjarnám komið til að vera

2min
pages 112-113

Kolsýrukerfi eru framtíðin í sjávarútvegi

2min
page 105

Ofboðsleg bylting í sjávarútvegi

3min
pages 102-103

Sækja í hugvitið hjá Skiparadíó í Grindavík

2min
pages 106-107

Það er ávallt bjart fram undan

3min
page 104

Ný öryggishandbók fiskiskipa

3min
pages 100-101

Mannauðurinn skiptir öllu í nútíma rekstri

3min
pages 108-109

Þjónusta við sjávarútveginn í forgrunni

3min
pages 110-111

Aukið eftirlit hjá Umbúðamiðlun

2min
page 99

Gengur vel þrátt fyrir sérstakar aðstæður

3min
pages 94-95

Fjölbreytt hlutverk Faxaflóahafna

2min
pages 90-91

Fiskeldið er vaxtarbroddurinn

3min
pages 92-93

Það þarf að berjast fyrir öllu

3min
page 98

Engir tveir dagar eru eins

2min
pages 96-97

Fjölbreytilegt milli tímabila

2min
pages 88-89

Rafvæðing hafnanna undirbúin

2min
pages 84-85

Á Íslandi er sjávarútvegurinn fullkominn

2min
page 78

Beitir smíðar búnað fyrir fiskvinnsluna

2min
page 79

Jotun málning til verndar skipum og stáli

3min
pages 86-87

Fjarvera frá fjölskyldu helsta áskorunin

3min
pages 82-83

Skilum góðum nemendum með góða þekkingu

3min
pages 76-77

Lykilhöfn flutninga til og frá meginlandinu

2min
pages 80-81

Hátæknin hefur gjörbreytt fiskvinnslunni

11min
pages 70-73

Stillanlegir toghlerar og trollstýringarkerfi

3min
pages 74-75

Marport stærst á heimsvísu í veiðarfærastýringum

3min
pages 68-69

Umhverfisvæn og alsjálfvirk lausn við sótthreinsun

2min
pages 58-59

Íslenski krafturinn getur opnað margar dyr

3min
pages 62-63

Markúsarnetið í 40 ár

3min
pages 60-61

Búnaður og breytingar smábáta

1min
pages 56-57

Kafbátadrónar í eftirlit á sjó og vötnum

3min
pages 64-65

Hittum naglann á höfuðið

2min
pages 66-67

Mjög spennandi tækifæri framundan

3min
pages 54-55

Scanbas 365 brúarkerfið fær góðar viðtökur

2min
pages 52-53

Brúartækin og tækniþjónusta hjá FAJ

2min
pages 48-49

Reimaþjónusta fyrir matvælaiðnaðinn ört vaxandi

2min
pages 50-51

Yanmar hannar vetnisvél fyrir skip

1min
pages 46-47

Stöðugur vöxtur iTUB í 10 ár

3min
pages 42-43

Svo miklu meira en bara veiðar og vinnsla

3min
pages 44-45

Hráefni úr endurunnum kerum í fyrsta sinn notað í framleiðslu á nýjum

4min
pages 40-41

Nautalund og benni vinsælast

3min
pages 38-39

Yður er þetta rit ætlað

7min
pages 34-37

Enginn græðir á ósjálfbærri nýtingu

2min
pages 24-25

Íslenskur sjávarútvegur er á mikilli ferð

4min
pages 30-31

Tækin í skipin hjá Simberg

3min
pages 26-27

Fyrst íslenskra útgerðarfyrirtækja til að innleiða veiðar og varðveislu á lifandi fiski

3min
pages 32-33

Sjávarútvegur tilbúinn að takast á við krefjandi framtíð

2min
pages 28-29

Nýr og öflugur Rockall kolmunnapoki

2min
pages 22-23

Ægir í 115 ár

2min
pages 6-7

115 ára saga framfara fyrir íslenskt samfélag

1min
pages 18-19

Sjófatnaður Íslendinga í tæpa öld

3min
pages 12-13

Tæknilausnir og sjálfvirkni umbylta fiskvinnslunni

3min
pages 8-9

Stökkbreyting í nýsköpun í sjávarútvegi

2min
pages 10-11

Heillandi að fá að heimsækja Nígeríu

3min
pages 20-21

Fyrsti Nautic togarinn í Pétursborg að taka á sig mynd

2min
pages 16-17

Brimrún býður ný myndavélakerfi og nýjar sjálfstýringar

2min
pages 14-15
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.