NÚTÍMINN Í BRÚNNI
Einfaldlega ólýsanleg bylting rætt við Eirík Jónsson, skipstjóra á ísfisktogaranum Akurey AK um öra og mikla tækniþróun í fiskiskipum
T
ogarinn Akurey AK kom nýr til landsins um mitt ár 2017 og hóf veiðar í byrjun árs 2018. Hann er einn af best búnum ísfisktogurum landsins. Fullur af nýjungum. Eiríkur Jónsson hefur verið með skipið frá upphafi en var áður með Sturlaug H. Böðvarsson. „Það er alveg himinn og haf á milli skipa. Og byltingin sem hefur orðið frá því ég byrjaði á sjó er að segja má ólýsanleg. Maður hefði ekki einu sinni getað látið sig dreyma um hana,“ segir Eiríkur.
Allt í blindni á árum áður „Græjurnar í brúnni eru ótrúlegar miðað við það sem var þegar maður byrjaði á togara. Þá voru engin staðsetningartæki, bara A-Lóran og síðan kom C-Lóran og auðvitað var dýptarmælir og radar. Svo kom pappírs plotter sem notaður var við C-Lóraninn. Síðar fóru að koma þessir Scanmar aflanemar og svo þróaðist þetta smám saman. Það komu höfuðlínustykki með kapli á flottrollið sem eru reyndar ennþá. Bara miklu flottari græjur. Núna erum við komnir með tæki sem sýna dýpi, hita og stöðu á hlerum þannig að við sjáum hvort hlerarnir eru í botni eða ekki, hvernig þeir skvera og allt það. Þetta var allt í blindni hér á árum áður,“ segir Eiríkur. Þrívíddarkort af botninum Skipstjórinn segir að tölvuplotterarnir hafi verið mikil bylting. „Fyrsti tölvuplotterinn sem ég sá var reyndar á sjávarútvegssýningu í Glasgow árið 1987. Hann var bylting þá en síðan hefur sú tækni þróast alveg gífurlega. Nú erum við komnir með þrívíddarkort af botninum og dýptarmæla sem teikna upp í þrívídd það sem er undir skipinu. Við getum stærðargreint fiskinn sem kemur á mælinn og svo eru þessi gríðarlega nákvæmu GPS-tæki og GPS-Gyró sem er notað eru til hliðar við GPS-tækin. Nú eru allir komnir með autotroll og við erum komnir með trollstaðsetningu inn á plotterinn útreiknað frá víralengd og öðru. Þannig sjáum við hvar trollið er á eftir skipinu. Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er orðin mikil þróun. Svo eru allar þessar nettengingar sem gera kleift að fara inn á allan búnaðinn í landi til græja það sem þarf ef eitthvað bilar,“ segir Eiríkur.
Eiríkur Jónsson skipstjóri segir að það sé himinn og haf á milli gömlu togaranna og
þeirra nýju og eigi það við um nánast alla hluti.
Akurey AK er eitt þriggja samskonar ferskfiskskipa sem smíðuð voru fyrir fáum árum
fyrir HB Granda sem nú heitir Brim. Mikil tæknivæðing er um borð, bylting frá fyrri kynslóðum togskipa.
Undirbyrðið úr eða ekki Hann segir að áður fyrr hafi það verið þannig að ef verið var á 100 föðmum hafi verið kastað út 300 föðmum af vír og svo togað í þrjá tíma. Þá var það bara Guð og lukkan sem réði því hvort eitthvað var í eða hvort undirbyrðið var úr eða ekki. „Núna erum við komnir með pokasjá sem sýnir okkur hvað safnast í pokann. Ef það kemur grjót í pokann sést það eins og skot því þá leggst hann á botninn. Fyrir vikið er þetta allt orðið miklu markviss-
126
ara. Svo sér maður hvar öll hin skipin eru og hvernig þau eru að toga, ferlana eftir þau og fleira. Það verða svo örugglega komnar myndavélar á trollin áður en langt um líður. Þetta er einfaldlega algjör bylting.“ Svo er aðbúnaður og vinnuaðstaða í þessum nýju stóru skipum alveg einstök. Um borð í Akurey eru tveir klefar saman með salerni og sturtu og allir skipverjar einir í klefa. Hér áður fyrr voru menn oft fjórir í klefa og aðstaða öll mun lakari.