TÆKI
Brimrún býður ný myndavélakerfi og nýjar sjálfstýringar F
yrirtækið Brimrún ehf. sem hefur verið mjög þekkt í sjávarútvegi á Íslandi mörg undanfarin ár fyrir sölu og þjónustu fiskileitar-, siglinga- og fjarskiptatækja hefur útvíkkað þjónstusvið sitt enn frekar og hafið sölu á myndavélum og myndavélakerfum fyrir skip. Önnur nýjung í þjónustu fyrirtækisins er sala og þjónusta á bresku sjálfstýringunum Navitrone.
Hröð þróun í myndavélakerfunum Sveinn K. Sveinsson, sölustjóri hjá Brimrún, segir mikla þróun hafa orðið í bæði myndavélakerfunum sjálfum á undanförnum árum og ekki síður í því hvernig hægt er að nota þennan búnað um borð í skipum. „Myndavélakerfi í skipum gegna mun víðtækara hlutverki en áður var. Það eru til margar útfærslur af myndavélum og með mismunandi virkni, allt upp í 360 gráðu vélar. Í stórum togurum er ekki óalgengt að það séu nokkrir tugir véla um borð sem gegna mismunandi hlutverkum en það er staðreynd að þessi búnaður bæði sparar sporin og einfaldar vinnuna, samhliða öryggisþættinum,“ segir Sveinn en Brimrún býður myndavélar annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Suður-Kóreu. „Við lögðum áherslu á að finna öflugan og sterkan búnað, vélar úr ryðfríum efnum sem þola mikinn þrýsting og það álag sem fylgir sjóganginum og vondum veðrum. Aðalatriðið er að þessi búnaður sé traustur og endingargóður.“
Vinsæl sjálfstýring frá breska fyrirtækninu Navitrone.
kynna Navitrone sjálfstýringarnar úti á markaðnum,“ segir Sveinn.
Brúartæki í Vilhelm og Berki Aðspurður segir Sveinn að kórónuveirufaraldurinn setji vissulega mark sitt á tækniþjónustu í sjávarútvegi, líkt og annað. „Við, líkt og aðrir í sjávarútvegi, höfum þurft að grípa til ráðstafana í daglegum störfum. Við höfum verið með starfsmenn á okkar vegum í Karstensens
Nýtt umboð fyrir sjálfstýringar Nýjasta viðbótin hjá Brimrún er söluog þjónustuumboð fyrir sjálfstýringar frá breska fyrirtækinu Navitrone Systems Ltd. „Þetta eru mjög traustar sjálfstýringar sem eiga sér áratuga sögu og eru um borð í mörgum skipum og bátum hér á landi. Navitrone framleiðir þær fyrir alla flokka skipa og báta, allt frá smábátum upp í herskip. Eftir viðræður við Navitrone varð niðurstaðan að Brimrún tók að sér sölu- og þjónustuumboð á Íslandi og við erum því að byggja upp varahlutalager og annað sem þeirri þjónustu fylgir, auk þess að
14
skipasmíðastöðinni í Danmörku í haust þar sem við erum að ganga frá brúartækjum í nýju uppsjávarskipunum Vilhelm Þorsteinssyni EA og Berki NK sem væntanleg eru til landsins á næstu mánuðum. Það er öðruvísi að leysa svona verkefni við þessar aðstæður en allt gengur þetta upp. Talandi um þessar nýsmíðar, þá má geta þess að í báðum skipunum verða myndavélakerfi Brimrúnar og Navitron búnaður,“ segir Sveinn.