|
FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI Hrönn Egilsdóttir
„Enginn græðir á ósjálfbærri nýtingu“ N
ú er efst á baugi vinna við kortlagningu búsvæða á Reykjaneshryggnum og rannsókn á hverasvæðinu Steinahól sem þar fyrirfinnst. Einnig vinn ég að því að koma af stað langtímavöktun á botndýrum með því markmiði að fylgjast með áhrifum súrnunar sjávar og annarra stórra umhverfisbreytinga á lífríkið,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hrönn hefur starfið hjá Hafrannsóknastofnun í rétt rúm þrjú ár og segir hún starfið vera afar fjölbreytt. „Það felst m.a. í því að fara á sjó í rannsóknarleiðangra og vettvangsvinnu þegar ekki er unnið við greiningu gagna eða skriftir. Það er bæði gefandi og krefjandi að takast á við mismunandi verkefni sem hafa það að markmiði að skapa þekkingu sem er grundvöllur fyrir sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins,“ segir Hrönn um starfið. Í meistara- og doktorsnámi sínu vann Hrönn að rannsóknum á súrnun sjávar og áhrifum þessháttar umhverfisbreytinga á lífríki sjávar og veitti SFS henni styrk til að ljúka við doktorsnámið. „Með þessu óvænta samstarfi fékk maður nýja innsýn í heim sjávarútvegs á Íslandi og upplifði á þessum tíma síaukinn áhuga innan sjávarútvegsfyrirtækja á umhverfi hafsins og umhverfismálum. Undir þeim formerkjum hef ég mest unnið í tengslum við sjávarútvegsfyrirtæki og upplifun mín var afar jákvæð enda hafa stórkostlegar breytingar orðið í umhverfismálum hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi frá aldamótum,“ segir Hrönn.
Skapa nýtanlega þekkingu Hún segir starfið mjög heillandi þó vissulega séu áskoranirnar margar. „Eins og allir vita þá er hlutverk sjávarútvegs gríðarstórt í efnahagsbókhaldi Íslands. En enginn græðir á ósjálfbærri nýtingu. Það sem heillar er vinna sem miðar að því að gera nýtingu auðlinda eins Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. sjálfbæra og mögulegt er en það er ekki síður heillandi að fá innsýn í heim sjávar í rannsóknir og mannauð þar sem rekstur tveggja rannsóknarskipa starfi – sem er auðvitað stórkostlegur,“ segir Hrönn og bætir við. er fastur kostnaður sem ekki er mögulegt að skera niður án þess „Stærsta áskorunin er að hanna og stunda rannsóknir á hinu að leggja alfarið öðru skipinu. Sjávarútvegsfyrirtæki vita þó víðferma og flókna vistkerfi sjávar við Ísland sem virðir engin almennt að hafrannsóknir eru lykill að því að auka virði sjávarlandamæri, og geta þannig skapað nýtanlega þekkingu.“ fangs og hafa því mörg kallað eftir eðlilegri fjármögnun stofnunSpurð um þróun í hafrannsóknum á Íslandi segir Hrönn hana arinnar,“ segir Hrönn að lokum. því miður ekki hafa verið nægilega góða síðustu ár. „Flatur niðurskurður ríkisstjórnarinnar á stofnanir hefur komið illa við
ÆGIR Í 115 ÁR
Í gegnum söguna
1909 – Tilraunir með þorskanet
1912 – Ægir eftir nokkurt hlé
Af því sem sagt er hér að framan má sjá það, að þorskanetabrúkunin breiðist óðum út; menn sjá líka fljótt yfirburði þá, sem netin hafa yfir vanaleg veiðarfæri: 1) að fiskurinn er að jafnaði miklu vænni og fæst, hvort sem hann hefir lyst á beitu eða ekki, 2) að beitu þarf eigi með og 3) að aflinn getur oft verið mjög fljóttekinn. Úr grein Bjarna Sæmundssonar, febrúar 1909.
Hjer kemur aftur fyrir almenningssjónir fiskiveiðaritið »Ægir«. Ritið byrjaði að koma út í júlí 1905 og kom út mánaðarlega í 4 ár, þangað til í júnímánuði 1909. Þótt ritið hafi legið niðri nú í 2,5 ár þótti ekki ástæða til að breyta nafni þess, heldur miklu fremur að láta nafnið haldast, því að ritið hafði hlotið vinsældir miklar. Úr frétt um endurútgáfu Ægis eftir nokkurt hlé, janúar 1912.
24