ÞJÓNUSTA
Íslenskur sjávarútvegur er á mikilli ferð segir Guðbjartur Þórarinsson, framkvæmdastjóri þjónustufyrirtækisins Ísfells
Í
sfell kemur mjög víða við sögu sjávarútveginum; í veiðarfæragerð, viðgerðum á veiðarfærum og veiðarfærasölu, í sölu öryggisbúnaðar, hífingarog fallvarnarbúnaðar og síðast en ekki síst erum við í þjónustu við ört vaxandi fiskeldi á Íslandi. Íslenskur sjávarútvegur er í heild sinni á mikilli ferð og verður áhugavert að fylgja þróuninni á komandi árum,“ segir Guðbjartur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ísfells.
Veiðarfæraþjónustan stöðugt að vaxa Veiðarfæraþjónustan er stór þáttur í starfsemi Ísfells og segir Guðbjartur hana í stöðugri þróun. „Sem dæmi vorum við að fá til landsins á dögunum strekkivindu fyrir togvíra sem við getum farið með hvert á land sem er. Hönnun og framleiðsla á togveiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfseminni. Í hönnunarferlinu notum við m.a. tölvuhermun sem gefur okkur mikinn sveigjanleika þar sem við fáum niðurstöður nánast samtímis. Reynslan hefur sýnt að tölvuhermun gefur ótrúlega nákvæmar upplýsingar en samhliða þessu prófum við veiðarfærin einnig í flæðitönkum. Tæknin í hönnun og framleiðslu veiðarfæra er alltaf að aukast og skilar enn betri veiðarfærum,“ segir Guðbjartur og nefnir í þessu sambandi að Ísfell hafi einnig nýtt sér neðansjávarmyndavélar sem festar eru á togveiðarfæri til að taka upp myndefni sem nýtist við hönnun og uppsetningu veiðarfæra. Hann segir sömuleiðis að framfarir í efnum til veiðarfæragerðar hafi sitt að segja um þróun í veiðum. „Við notum eingöngu bestu fáanlegu efnin á markaðnum og vinnum mikið með erlendum birgjum okkar að framþróun þeirra,“ segir hann. Ísfell er með starfsstöðvar og veiðarfæragerðir á sjö stöðum á landinu, þ.e. í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, á Húsavík, Akureyri, Sauðárkróki, Ólafsfirði og Flateyri. Allar eru þær mjög svipaðar að uppbyggingu en starfsstöðin á Flateyri
Veiðarþjónusta Ísfells er víðfeðm. Hér er unnið við botntroll.
Fyrirtækið fékk á dögunum öfluga færanlega vírastrekkivindu sem hægt er að fara með
hvert á land sem er.
30