FISKVEIÐINÝJUNG
Fyrst íslenskra útgerðarfyrirtækja til að innleiða veiðar og varðveislu á lifandi fiski
Tölvuteikning af Oddeyrinni EA sem er í lengingu hjá Karstensens Skibsverft AS í Danmörku.
U
m þessar mundir standa yfir breytingar á uppsjávarskipi í eigu Samherja í Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku til að gera skipinu kleift að stunda veiðar og varðveislu á lifandi fiski. Breytingarnar felast í því að hægt verður að dæla lifandi fiski um borð og geyma lifandi í sérútbúnum tönkum. Verkefnastjórarnir Heiðdís Smáradóttir og Hjörvar Kristjánsson sjá um verkefnið fyrir hönd Samherja. Þegar skipið verður tekið í notkun hér á landi verður Samherji fyrsta útgerðarfyrirtækið til að innleiða þessa tækni hér á landi. Þetta fyrirkomulag býður upp á meiri sveigjanleika í meðferð aflans og betri stýringu vinnuálags um borð. Þeir möguleikar sem eru í boði eru eftirfarandi: F iskur fer lifandi í sérútbúna tanka. Þá er hægt að vinna hann síðar um borð eða koma með fiskinn lifandi að landi og geyma í kvíum fram að slátrun. F iskur er blóðgaður/slægður og settur í tanka með kældum sjó (RSW) til geymslu. F iskur er blóðgaður/slægður í hefðbundin kör sem geymd eru í kældri fiskilest. Aðferðin hefur verið stunduð í Noregi til fjölda ára og þá aðallega með þorsk. Upphaflega hófu Norðmenn og Bretar að skila lifandi fiski að landi um árið 1880, þá í opnum brunnum í skipunum en þannig fengu þeir margfalt verð fyrir aflann.
Höfundar eru Heiðdís Smáradóttir og Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjórar Samherja.
Aðferðin hefur síðan þróast töluvert og er í dag mikið notuð í norska strandflotanum.
Skipið lengt til að koma fyrir fiskilest og vinnsludekki Samherji festi kaup á 45 metra uppsjávarveiðiskipi sem var byggt í Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku árið 2004. Skipið er í góðu ástandi og lítið notað og hentar vel til þeirra breytinga sem þarf til varðveislu á lifandi fiski um borð. Skipið verður lengt um tíu metra til að koma fyrir hefðbundinni fiskilest og vinnsludekki. Fyrir eru í skipinu sex fiskitankar með sjókælingu. Fjórum þeirra verður breytt þannig að þeir geti einnig
32
nýst fyrir lifandi fisk. Nýtt dekkhús verður byggt á efra þilfari, þar sem aðstöðu til flokkunar á fiski verður komið fyrir og þaðan verður fiskur flokkaður til vinnslu, kælingar eða í tanka þar sem honum er haldið lifandi. Hefðbundin fiskilest verður einnig í skipinu fyrir fiskikör þar sem frágangur á afla verður eins og við þekkjum í dag, slægt og ísað. Vinnslan verður starfrækt með sama hætti og gert er í ísfisktogurum í dag en minni þörf verður á afkastagetu vinnslu um borð þar sem mestur afli fer beint í tanka. Möguleiki er á áframhaldandi vinnslu um borð á fiski beint frá flokkun, frá sjókældum tönkum eða úr geymslutönkum fyrir lifandi fisk. Skipið verður búið sogdælukerfi sem