TÍMARITIÐ ÆGIR
115 ár liðin frá fyrstu útgáfu tímaritsins Ægis
„Yður er þetta rit ætlað“ Þ
jér fiskimenn og sjómenn! Yður er þetta rit ætlað, það á að vera ykkur leiðarvísir og málsvari, það á að leiðbeina og styðja að öllu því, sem getur orðið ykkar atvinnuveg til þrifa og framfara, að öllu því, sem getur stutt að ykkar sameiginlegri velgengni; það á að vera talsmaður yðar þegar þjer eruð önnum kafnir á hafi úti og hafið ekki tíma til umsvifa; það á að upplýsa yður sem búið á útkjálkum og annesjum, þar sem auðurinn er annarsvegar, en því miður oft vanþekking og fátækt hinsvegar. Öll þau málefni, sem að einhverju leyti geta stutt að framförum í fiskveiðunum, veiðiaðferðinni, hagnýtingu, verkun o.fl. verður rækilega rætt og útlistað, hafandi fyrir augum bæði útlent og innlent, sem gefur leiðbeiningar og upplýsingar í því efni.“ Þetta skrifaði Matthías Þórðarson frá Móum, ritstjóri tímaritsins Ægis í fyrsta tölublaði tímaritsins sem kom út þann 10. júlí árið 1905. Blaðið fagnar því 115 ára afmæli í ár, langri útgáfusögu sem á sér fáar ef nokkrar hliðstæður á Íslandi og ólíklegt er að í heiminum sé að finna svo gamla samfellda útgáfu í sjávarútvegi.
34