Ægir_afmælisblað nóvember 2020

Page 38

|

FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI Magnús Sævarsson

Nautalund og benni vinsælast V

enjulegur vinnudagur byrjar kl. 6:30 með því að útbúa morgunmat. Þegar ég er búinn að græja matinn fer ég í kalda karið í fimm til tíu mínútur. Við erum með fiskikar sem við látum renna í kaldan sjó. Þetta er allra meina bót og er mikið notað um borð,“ segir Magnús Sævarsson kokkur á togaranum Björgu EA 7 þar sem hann hefur verið í tvö ár. „Ég nota tímann á morgnana til að baka kökur og kruðerí. Hádegismaturinn er kominn kl. 11 í heita borðið fyrir vaktina sem er að fara að vinna kl. 12. Eftir matinn baka ég yfirleitt matarbrauð fyrir daginn,“ bætir Magnús við en eftir það fer hann í ræktina að hjóla. „Svo er farið að undurbúa kvöldmatinn og græja kvöldhressingu fyrir nóttina. Yfirleitt er ég búinn að ganga frá kl. 21 á kvöldin.“

Fengu leyfi hjá pabba Magnús hefur verið lengi á sjó eða frá árinu 1979. Hann var fyrst á Frosta ÞH frá Grenivík en eigendur skipsins fengu

leyfi frá föður Magnúsar til að hann fengi að fara með skipinu á sjó. Þrátt fyrir að vera ekki kokkur þá man hann vel eftir matseðlinum um borð. „Það var soðið lambakjöt, saltkjöt, bjúgu og pylsur. Svona gekk þetta alla daga. Ekki voru kröfurnar meiri á þeim tíma,“ rifjar hann upp. Árið 1990 varð hann svo kokkur á Súlunni EA. Hann segir það hafa verið rólegt fyrst en breyttist þegar loðnuvertíðin byrjaði. „Mér er mjög minnistætt hvað ég var stressaður þá. Það voru 13 karlar um borð og reynsla mín ekki mikil á þessum tíma. Ég svaf lítið fyrstu dagana, var með endalausar áhyggjur af því hvað ætti að vera í matinn,“ segir Magnús.

Úlfaldasteik um borð Magnús minnist þess að þegar hann var kokkur á Margréti og skipið landaði í Afríku. Þá voru oftar en ekki nokkrir heimamenn um borð og eitt sinn komu þeir með úlfaldakjöt sem þeir sögðu

vera lostæti. „Það voru miklar væntingar hjá mönnum þegar steikin kom á borð með rauðvínsósu og lituðum jarðeplum. En bragðið af kjötinu var skelfilegt,“ segir Magnús. Hann segir að sjómenn vilji helst venjulegan heimilismat. „Í dag er krafan að nota sem minnst af tilbúnum kjötvörum og neysla á fersku grænmeti hefur stóraukist,“ segir Magnús sem nýtir veraldarvefinn til þess að finna nýjar uppskriftir og auka fjölbreytnina. Verandi kokkur á ísfisktogara segist Magnús alltaf hafa aðgang að nýjum fiski af ýmsum tegundum. „Það bíður upp á mikla mögurleika enda vilja kallarnir á Björgu EA 7 helst borða fisk,“ segir Magnús sem er í litlum vafa um hvað sé vinsælasti rétturinn. „Ætli nautalund og benni sé ekki vinsælast,“ segir hann að lokum.

ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 1914 – Námskeið fyrir matsveina Ungfrú Fjóla Stefánsdóttir forstöðukona matreiðsluskólans á Ísafirði hefir í hyggju að halda þar vestra námskeið fyrir matsveina á skipum, frá 16. maí til 5. júní næstk. sumar. Virðist þetta fyrirtæki hið nauðsynlegasta og ætti að verða til sparnaðar fyrir útgerðarmenn og um leið til þæginda fyrir skipsmenn. Góður matsveinn er mikils virði á sjó. Óskandi væri að sem flestir styrktu fyrirtæki þetta. Frétt í Ægi, mars 1914.

1915 – Nauðsyn á sjómannaheimilum Hin miklu sjómannaheimili hvervetna um lönd, hafa öll þau þægindi að bjóða, sem sjómönnum ætti að koma best meðan þeir dvelja í landi. Skipstjórar og yfirmenn geta fengið herbergi og fæði við sitt hæfi og hásetar, kyndarar og matsveinar við sitt. Gnægð er þar af bókum, sem ýmsir góðir menn gefa og hafa gefið, þar eru einnig ýms töfl, en spil sjást þar ekki og í flestum þeirra er bannað að spila á spil og í öllum að neyta víns í húsinu. Úr grein um nauðsyn sjómannaheimila á Íslandi, júlí 1915.

 Magnús Sævarsson, kokkur á Björgu EA 7,

við vinnuaðstöðu sína um borð.

38


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ægir_afmælisblað nóvember 2020

1min
page 4

Bleikjurúllur með kotasælu og aspas

1min
pages 138-140

Októberaflinn tæp 87 þúsund tonn

11min
pages 136-137

Ágætt rekstrarár hjá KAPP

5min
pages 132-135

Bylting í fiskeldinu á fáum árum

6min
pages 130-131

Einfaldlega ólýsanleg bylting

7min
pages 126-129

Menntun er undirstaða framfara

2min
page 121

Byrjaði í afleysingum eftir sjóslys

3min
page 120

Getum tvöfaldað verðmæti sjávarafurða á næstu 20 árum

6min
pages 122-123

Kafarar með reynslu og fagþekkingu

2min
pages 124-125

Mennta stjórnendur fyrir alþjóðlegan sjávarútveg

2min
pages 118-119

Hugarfarið okkar stærsta auðlind í sjávarútvegi

5min
pages 116-117

Þróa róbóta fyrir sjávarútveginn

3min
pages 114-115

Fjarnám komið til að vera

2min
pages 112-113

Kolsýrukerfi eru framtíðin í sjávarútvegi

2min
page 105

Ofboðsleg bylting í sjávarútvegi

3min
pages 102-103

Sækja í hugvitið hjá Skiparadíó í Grindavík

2min
pages 106-107

Það er ávallt bjart fram undan

3min
page 104

Ný öryggishandbók fiskiskipa

3min
pages 100-101

Mannauðurinn skiptir öllu í nútíma rekstri

3min
pages 108-109

Þjónusta við sjávarútveginn í forgrunni

3min
pages 110-111

Aukið eftirlit hjá Umbúðamiðlun

2min
page 99

Gengur vel þrátt fyrir sérstakar aðstæður

3min
pages 94-95

Fjölbreytt hlutverk Faxaflóahafna

2min
pages 90-91

Fiskeldið er vaxtarbroddurinn

3min
pages 92-93

Það þarf að berjast fyrir öllu

3min
page 98

Engir tveir dagar eru eins

2min
pages 96-97

Fjölbreytilegt milli tímabila

2min
pages 88-89

Rafvæðing hafnanna undirbúin

2min
pages 84-85

Á Íslandi er sjávarútvegurinn fullkominn

2min
page 78

Beitir smíðar búnað fyrir fiskvinnsluna

2min
page 79

Jotun málning til verndar skipum og stáli

3min
pages 86-87

Fjarvera frá fjölskyldu helsta áskorunin

3min
pages 82-83

Skilum góðum nemendum með góða þekkingu

3min
pages 76-77

Lykilhöfn flutninga til og frá meginlandinu

2min
pages 80-81

Hátæknin hefur gjörbreytt fiskvinnslunni

11min
pages 70-73

Stillanlegir toghlerar og trollstýringarkerfi

3min
pages 74-75

Marport stærst á heimsvísu í veiðarfærastýringum

3min
pages 68-69

Umhverfisvæn og alsjálfvirk lausn við sótthreinsun

2min
pages 58-59

Íslenski krafturinn getur opnað margar dyr

3min
pages 62-63

Markúsarnetið í 40 ár

3min
pages 60-61

Búnaður og breytingar smábáta

1min
pages 56-57

Kafbátadrónar í eftirlit á sjó og vötnum

3min
pages 64-65

Hittum naglann á höfuðið

2min
pages 66-67

Mjög spennandi tækifæri framundan

3min
pages 54-55

Scanbas 365 brúarkerfið fær góðar viðtökur

2min
pages 52-53

Brúartækin og tækniþjónusta hjá FAJ

2min
pages 48-49

Reimaþjónusta fyrir matvælaiðnaðinn ört vaxandi

2min
pages 50-51

Yanmar hannar vetnisvél fyrir skip

1min
pages 46-47

Stöðugur vöxtur iTUB í 10 ár

3min
pages 42-43

Svo miklu meira en bara veiðar og vinnsla

3min
pages 44-45

Hráefni úr endurunnum kerum í fyrsta sinn notað í framleiðslu á nýjum

4min
pages 40-41

Nautalund og benni vinsælast

3min
pages 38-39

Yður er þetta rit ætlað

7min
pages 34-37

Enginn græðir á ósjálfbærri nýtingu

2min
pages 24-25

Íslenskur sjávarútvegur er á mikilli ferð

4min
pages 30-31

Tækin í skipin hjá Simberg

3min
pages 26-27

Fyrst íslenskra útgerðarfyrirtækja til að innleiða veiðar og varðveislu á lifandi fiski

3min
pages 32-33

Sjávarútvegur tilbúinn að takast á við krefjandi framtíð

2min
pages 28-29

Nýr og öflugur Rockall kolmunnapoki

2min
pages 22-23

Ægir í 115 ár

2min
pages 6-7

115 ára saga framfara fyrir íslenskt samfélag

1min
pages 18-19

Sjófatnaður Íslendinga í tæpa öld

3min
pages 12-13

Tæknilausnir og sjálfvirkni umbylta fiskvinnslunni

3min
pages 8-9

Stökkbreyting í nýsköpun í sjávarútvegi

2min
pages 10-11

Heillandi að fá að heimsækja Nígeríu

3min
pages 20-21

Fyrsti Nautic togarinn í Pétursborg að taka á sig mynd

2min
pages 16-17

Brimrún býður ný myndavélakerfi og nýjar sjálfstýringar

2min
pages 14-15
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.