|
FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI Magnús Sævarsson
Nautalund og benni vinsælast V
enjulegur vinnudagur byrjar kl. 6:30 með því að útbúa morgunmat. Þegar ég er búinn að græja matinn fer ég í kalda karið í fimm til tíu mínútur. Við erum með fiskikar sem við látum renna í kaldan sjó. Þetta er allra meina bót og er mikið notað um borð,“ segir Magnús Sævarsson kokkur á togaranum Björgu EA 7 þar sem hann hefur verið í tvö ár. „Ég nota tímann á morgnana til að baka kökur og kruðerí. Hádegismaturinn er kominn kl. 11 í heita borðið fyrir vaktina sem er að fara að vinna kl. 12. Eftir matinn baka ég yfirleitt matarbrauð fyrir daginn,“ bætir Magnús við en eftir það fer hann í ræktina að hjóla. „Svo er farið að undurbúa kvöldmatinn og græja kvöldhressingu fyrir nóttina. Yfirleitt er ég búinn að ganga frá kl. 21 á kvöldin.“
Fengu leyfi hjá pabba Magnús hefur verið lengi á sjó eða frá árinu 1979. Hann var fyrst á Frosta ÞH frá Grenivík en eigendur skipsins fengu
leyfi frá föður Magnúsar til að hann fengi að fara með skipinu á sjó. Þrátt fyrir að vera ekki kokkur þá man hann vel eftir matseðlinum um borð. „Það var soðið lambakjöt, saltkjöt, bjúgu og pylsur. Svona gekk þetta alla daga. Ekki voru kröfurnar meiri á þeim tíma,“ rifjar hann upp. Árið 1990 varð hann svo kokkur á Súlunni EA. Hann segir það hafa verið rólegt fyrst en breyttist þegar loðnuvertíðin byrjaði. „Mér er mjög minnistætt hvað ég var stressaður þá. Það voru 13 karlar um borð og reynsla mín ekki mikil á þessum tíma. Ég svaf lítið fyrstu dagana, var með endalausar áhyggjur af því hvað ætti að vera í matinn,“ segir Magnús.
Úlfaldasteik um borð Magnús minnist þess að þegar hann var kokkur á Margréti og skipið landaði í Afríku. Þá voru oftar en ekki nokkrir heimamenn um borð og eitt sinn komu þeir með úlfaldakjöt sem þeir sögðu
vera lostæti. „Það voru miklar væntingar hjá mönnum þegar steikin kom á borð með rauðvínsósu og lituðum jarðeplum. En bragðið af kjötinu var skelfilegt,“ segir Magnús. Hann segir að sjómenn vilji helst venjulegan heimilismat. „Í dag er krafan að nota sem minnst af tilbúnum kjötvörum og neysla á fersku grænmeti hefur stóraukist,“ segir Magnús sem nýtir veraldarvefinn til þess að finna nýjar uppskriftir og auka fjölbreytnina. Verandi kokkur á ísfisktogara segist Magnús alltaf hafa aðgang að nýjum fiski af ýmsum tegundum. „Það bíður upp á mikla mögurleika enda vilja kallarnir á Björgu EA 7 helst borða fisk,“ segir Magnús sem er í litlum vafa um hvað sé vinsælasti rétturinn. „Ætli nautalund og benni sé ekki vinsælast,“ segir hann að lokum.
ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 1914 – Námskeið fyrir matsveina Ungfrú Fjóla Stefánsdóttir forstöðukona matreiðsluskólans á Ísafirði hefir í hyggju að halda þar vestra námskeið fyrir matsveina á skipum, frá 16. maí til 5. júní næstk. sumar. Virðist þetta fyrirtæki hið nauðsynlegasta og ætti að verða til sparnaðar fyrir útgerðarmenn og um leið til þæginda fyrir skipsmenn. Góður matsveinn er mikils virði á sjó. Óskandi væri að sem flestir styrktu fyrirtæki þetta. Frétt í Ægi, mars 1914.
1915 – Nauðsyn á sjómannaheimilum Hin miklu sjómannaheimili hvervetna um lönd, hafa öll þau þægindi að bjóða, sem sjómönnum ætti að koma best meðan þeir dvelja í landi. Skipstjórar og yfirmenn geta fengið herbergi og fæði við sitt hæfi og hásetar, kyndarar og matsveinar við sitt. Gnægð er þar af bókum, sem ýmsir góðir menn gefa og hafa gefið, þar eru einnig ýms töfl, en spil sjást þar ekki og í flestum þeirra er bannað að spila á spil og í öllum að neyta víns í húsinu. Úr grein um nauðsyn sjómannaheimila á Íslandi, júlí 1915.
Magnús Sævarsson, kokkur á Björgu EA 7,
við vinnuaðstöðu sína um borð.
38