VÉLBÚNAÐUR
Hallgrímur Hallgrímsson hjá Marás ehf.
Yanmar hannar vetnisvél fyrir skip Y
anmar hefur í samvinnu við Toyota í Japan hafið hönnun á vetnisvél fyrir skip. Þessi vinna á að stuðla að umhverfisvænni framdrifsbúnaði fyrir skip og báta og byggir tæknin á búnaði sem Toyota sem hefur verið að vinna að fyrir bíla. Vetni sem er framleitt með endurnýanlegum orkugjöfum hefur ekkert kolefnisspor og magnið er nánast ótakmarkað. IMO (International Maritime Organization) hefur tilkynnt að gróðurhúsagas (GHG) skuli verða sem næst núlli í lok þessara aldar og að brennsla á jarðefnaeldsneyti komi til með að renna sitt skeið.
Mæta kröfum framtíðarinnar Loftlagsreglur fyrir vélbúnað skipa eru að verða æ strangari og svæði heimsins að stækka sem eru að fullgilda samninga um takmörkun mengunar vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í skipum. Yanmar hefur verið í fararbroddi í hönnun véla sem brenna LNG og MGO eða náttúrulegu gasi og díselolíuvéla sem eru „dual fuel“. Sú tækni uppfyllir skilyrði um framdrifsbúnað í skipum í dag ef einnig er notaður hreinsibúnaður fyrir afgas. En til að stíga skrefið inn í framtíðina þarf að
Vetnisknúin skip gætu nálgast hraðar en margir halda.
hanna nýja kosti og þar ætlar Yanmar að vera fremst í flokki. Yanmar vélar hafa verið notaðar í skip og báta á Íslandi í yfir 50 ár og hafa staðið sig mjög vel, líkt og sjá má á öllum þeim nýsmíðum sem komið hafa til Íslands síðustu misseri og ár. Flest eru þau með vélbúnað frá Yanmar. Samkvæmt samningi Yanmar og Toyota munu fyrirtækin hanna vetnisvél sem gæti orðið framtíðin í vélbúnaði skipa og tæknin er nær en margur heldur. Gert er ráð fyrir að þessi búnaður verði settur í skip til prufu nú í lok árs eða byrjun 2021.
46
Marás kemur víða við sögu Marás sem er umboðsaðili fyrir Yanmar á Íslandi selur og þjónustar ýmsan annan búnað fyrir skip og báta, t.d skrúfur, gíra, dælur, rafstöðvar, legur, hliðarskrúfur, utanborðsmótora, rúðuþurkur, vökvakrana, brúarstóla, brúarglugga, ásþétti, véltengi, rafala, skipshurðar, autotrawl og spil. Það eru því ekki margir endar í skipi með búnaði sem Marás er ekki að selja eða þjónusta.