TÆKI
Brúartækin og tækniþjónusta hjá FAJ
Ásgeir Örn Rúnarsson segir FAJ bjóða útgerðum fjölbreytta þjónustu hvað rafeindatæki í skip og báta varðar, sem og ýmsan annan
búnað um borð.
E
itt af reyndustu þjónstufyrirtækjum innan íslensks sjávarútvegs til áratuga er Friðrik A. Jónsson, FAJ, sem segja má að bjóði útgerðum allan helsta tæknibúnað í brú skipa og báta, til dæmis siglingatæki, fiskileitartæki, fjarskiptabúnað, ratsjár, tölvuskjái og annað sem skipstjórnendur dagsins í dag nota í sínum daglegu störfum. Og ekki er þá allt talið því fyrirtækið selur einnig t.d. ljós fyrir skip, myndavélakerfi, öryggibúnað og margt fleira, auk þess að veita tækniráðgjöf og viðgerðarþjónustu. Ásgeir Örn Rúnarsson hjá FAJ segir þjónustuþáttinn ekki síður mikilvægan en sölu nýs búnaðar enda skipti útgerðirnar miklu máli að hægt sé að leysa úr málum fljótt og vel ef eitthvað bjátar á.
Viðgerðarþjónusta og ráðgjöf „Viðhald á eldri búnaði er snar þáttur í okkar þjónustu við útgerðirnar sem og ráðgjöf söludeildar okkar um endurnýjun á búnaði þegar kominn er tími til slíks. Það er víða þörf á endurnýjun brúartækja í flotanum, ekki síst í smærri bátum, og við veitum útgerðum ráðleggingar um bestu leiðir í þeim efnum, hvernig best er
klæðskerasaumaðar lausnir eftir því sem viðskiptavinurinn þarf á að halda.
staðið að endurnýjun, hvaða tæki vinna best með þeim sem fyrir eru og svo framvegis. Rafeindabúnaður er þess eðlis að það er eðlilegt að hann þurfi að endurnýja og sér í lagi við krefjandi aðstæður eins og eru í bátum úti á sjó. Besta leiðin er að endurnýja búnað jafnt og þétt í stað þess að þurfa að leggja í kaup á stórum tækjapökkum með tilheyrandi fjárútlátum,“ segir Ásgeir Örn. Meðal þekktra merkja í brúarbúnaði frá FAJ má sem dæmi nefna Simrad siglingatæki, OLEX þrívíddarkortaplotter, ICOM og Sailor fjarskiptatæki. Fyrirtækið býður tæki fyrir allt frá smæstu bátum upp í stærstu togara,
48
Góð lýsing og talsambandsbúnaður Af öðrum búnaði frá FAJ nefnir Ásgeir Örn ljósabúnað sérstaklega en í skipum og bátum er LED tæknin að taka yfir. Þar skiptir máli að velja réttan og vandaðan búnað. „Við höfum séð dæmi um að óvandaður ljósabúnaður valdi truflun á rafeindabúnaði skipa, t.d. fjarskiptatækjum. Annað atriði sem þarf að gæta að varðandi LED ljósin er að velja ljós með góða litaendurgjöf til af fá réttan litatón af því svæði sem á að lýsa upp. Þetta atriði getur skilið á milli hvort lýsingin virki eins og henni er ætlað eða ekki,“ segir hann. Fjarskiptabúnaður innan skips er annað dæmi um þjónustusvið FAJ. „Við erum með fjölbreyttan búnað á þessu sviði, t.d. talsambandsbúnað fyrir öryggishjálma . Greið samskipti með þessum hætti milli áhafnar er mikið öryggisatriði við störf úti á sjó. Með þessum búnaði getur öll áhöfnin verið í sambandi sín á milli og skipstjórinn talað beint við einstaka áhafnarmeðlimi ef á þarf að halda. Tækninni fleygir fram og við leggjum áherslu á að vera með það nýjasta og besta sem völ er á búnaði fyrir skipin og bátana.“