|
FÓLKIÐ Í SJÁVARÚTVEGI Ívar Meyvantsson
Mjög spennandi tækifæri framundan Hann segir starfsmenn Völku í mjög nánum samskiptum við viðskiptavini. „Hvað vöruþróun varðar þá er nýsköpun að einhverju marki í flestum okkar verkefnum. Við leggjum mikla áherslu á að skilja vel viðskiptaumhverfi og rekstrarforsendur viðskiptavina þannig að þær lausnir sem við hönnum skili sem bestum árangri þegar upp er staðið. Samtalið við viðskiptavini heldur svo áfram í tengslum við rekstur kerfanna, mest gegnum þjónustusvið fyrirtækisins.“
Ívar Meyvantsson, vöruþróunarstjóri hjá Völku.
V
erkefnin eru mjög fjölbreytt þar sem tækin eru allt frá einföldum pökkunarlausnum upp í heildarlausnir fyrir stórar sjálfvirknivæddar fiskvinnslur og notkun jafnt í landi sem um borð í skipum,“ segir Ívar Meyvantsson, vöruþróunarstjóri hjá Völku en hjá fyrirtækinu starfa yfir 30 manns í vöruþróun þar á meðal tölvunarfræðingar, iðnaðarmenn, verkfræðingar,
ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 1921 – Landhelginnar vel gætt Landhelgisgæzlan hefir að undanförnu, síðan hið nýja danska eftirlitsskip »Fylla« kom til landsins, verið hin ákjósanlegasta. Hefir „Fylla“ tekið mörg skip er að veiðum hafa verið í landhelgi og hafa sektir verið háar. Hinn 25. apríl kom „Islands Falk“ og er yfirmaður hans hinn góðkunni Capt. Broberg er var skipstjóri á „Ceres“ nokkur ár. Á „Isl. Falk“ einnig að gæta landhelginnar hér. Frétt, apríl 1921.
tæknifræðingar og vísindafólk. „Vinnudagurinn hjá mér snýst um að tryggja að vöruþróunarstarfsemin sé í sem bestu samræmi við þarfir viðskiptavina okkar og að gera starfsumhverfi teymisins sem best.“ Ívar hefur starfað í vöruþróun í 15 ár og þar af í tvö ár í tengslum við sjávarútveg en áður vann hann við vöruþróun í heilbrigðistækni og líftækni í Bandaríkjunum, Noregi og á Íslandi. „Mér líkar gríðarlega vel að vinna í vöruþróun í tengslum við sjávarútveg. Það eru algjör forréttindi að vinna með framsæknustu sjávarútvegsfyrirtækjum heims að hátæknilausnum til að bæta starfsemi þeirra. Að hafa slíkan heimamarkað er ómetanlegt fyrir nýsköpunarfyrirtæki eins og Völku,“ segir Ívar. Hann segir að hjá Völku sé mjög öflugur hópur starfsfólks sem hefur sterka tækniþekkingu, mikla reynslu úr iðnaði og frjótt ímyndunarafl. „Auk þess eru viðskiptavinir okkar mjög duglegir að gefa okkur endurgjöf á vörurnar okkar og hafa frá upphafi verði mikilvægur þáttur í vöruþróunarferli okkar,“ segir Ívar.
54
Á tímamótum varðandi notkun gagna og sjálfvirkni Ívar segir sjávarútveginn virkilega skemmtilegt umhverfi til að starfa í. „Það er gefandi að vinna með metnaðarfullum viðskiptavinum sem hafa skýra sýn á hvað þeir vilja. Fólk er fljótt að láta hlutina gerast og við sjáum mjög hratt ávinning nýrra lausna. Það er mikill vilji til að vinna saman að því að gera tæknina sífellt betri og hækka þannig viðmiðin í þessum geira. Það er þannig sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og tæknifyrirtæki með áherslu á fiskvinnslu hafa eflst í sameiningu og náð hvor um sig að skipa sér í fremstu röð,“ segir Ívar. Varðandi þróun á þessu sviði undanfarin ár segir Ívar tímamót varðandi notkun gagna og sjálfvirkni. „Við sjáum nú þegar mikinn ávinning í nýtingu hráefnis, afköstum og gæðum afurða. Í sumum tilfellum þarf starfsfólk að venjast nýjum vinnubrögðum sem eru í mótsögn við það sem hefðin segir til um,“ segir Ívar. Hann nefnir dæmi um að íslenskar útgerðir noti búnað frá Völku sem greinir sjálfvirkt tegund og stærð fiska til þess að ná kjörkælingu. „Í tengslum við þessi kerfi hafa útgerðir minnkað stærð hola og vinna aflann hægar. En þrátt fyrir þá breytingu hafa aukin gæði skilað sér í betri afkomu. Í landvinnslum eru einnig mörg dæmi um nýtingu upplýsinga til þess að aðlaga stillingar véla og flæði hráefnis sjálfvirkt án þess að verkstjórar þurfi að koma að því beint. Það eru mjög spennandi tækifæri framundan í þessum geira og allar forsendur til þess að íslensk fyrirtæki haldi áfram að vera í fararbroddi,“ segir Ívar að lokum.